Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.11.1988, Blaðsíða 18

Tímarit lögfræðinga - 01.11.1988, Blaðsíða 18
Davíð Þór Björgvinsson, fulltrúi yfirborgardómara: SKANDINAVÍSKA RAUNHYGGJAN í SVÍÞJÓÐ1 1. INNGANGUR Skandinavíska raunhyggjan, eða Uppsalaskólinn, eins og stefnan hef- ur verið kölluð, er sennilega eitt merkasta framlag norrænna fræði- manna til lögvísindanna á vesturlöndum. Þrátt fyrir þessa staðreynd eru íslenskar lagabókmenntir ákaflega þöglar um þetta fyrirbæri. Grein þessari er ætlað að bæta hér nokkuð úr og er fyrst og fremst skrifuð til að kynna fyrir íslenskum lögfræðingum megininntakið í kenningum þeirra manna sem við stefnuna hafa verið kenndir. Hún er þess vegna fyrst og fremst söguleg, en síður beint framlag til réttarheimspeki- legrar rökræðu, nema að svo miklu leyti sem líta má á þá gagnrýni sem síðar verður sett fram sem slíkt framlag. Höfundur skipar sér þannig í flokk þeirra manna sem skrifa um réttarheimspeki en tekur síður þátt í eiginlegri réttarheimspekilegri umræðu, a.m.k. ekki að sinni. Þögn íslenskra lagabókmennta um skandinavísku raunhyggjuna kann að vekja nokkra furðu í ljósi þess að íslenskir lögfræðingar, jafnt fræðimenn sem aðrir er láta sig hagnýtari hluti varða, hafa löngum verið ófeimnir við að sækja fyrirmyndir til Norðurlandanna. Ein skýr- ing er eflaust lítill áhugi á réttarheimspeki yfirleitt meðal íslenskra lögfræðinga og skiptir þá ekki máli hvort hún á uppruna sinn áð rekja til Norðurlandanna eða annarra landa. Þetta áhugaleysi er hins vegar eðlilegt að skýra með því hversu lítil áhersla er lögð á réttarheimspeki 1 Skandinavíska raunhyggjan er þýðing á enska orðasambandinu „Scandinavian Realism". í yfirlitsritum um réttarheimspeki eru fulltrúar hennar yfirleitt taldir fjórir, þ.e. Sví- arnir Axel Hagerström, Vilhelm Lundstedt, Karl Olivecrona og Daninn Alf Ross. í fyrir- sögninni er raunhyggjan kennd við Svíþjóð en í þessu yfirliti er Alf Ross algerlega sleppt. Ástæðan er ekki sú að framlag hans sé svo miklu ómerkilegra en hinna, heldur þvert á móti. Óhætt er að fullyrða að sú alþjóðlega athygli sem verk þessara manna hefur hlotið er ekki síst að þakka framlagi Alf Ross. Nær væri að segja að verk hans verðskuluduðu að um þau yrði fjallað sérstaklega. Þrátt fyrir þetta ætti greinin að geta gefið nokkra mynd af megininntaki skandinavísku raunhyggjunnar, enda byggir Ross í ríkum mæli á verkum Svíanna þriggja. 148
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Tímarit lögfræðinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.