Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.12.1988, Blaðsíða 68

Tímarit lögfræðinga - 01.12.1988, Blaðsíða 68
Ávíð oíí dreif í BOKAHILLUNNI Skírnir 1988 ÞAÐ Á EKKI AÐ SEMJA DÓMA „FYRIR“ EINHVERN Mig langar til þess að vekja athygli á tveim merkilegum greinum í Skírni vor og haust 1988, ef þær skyldu hafa farið framhjá lögfræðingum. Sú fyrri er eftir Hjördísi Hákonardóttur og nefnist „Gagnrýni á dómstólana og forsendur dóma“, en hina síðari skrifar Þór Vilhjálmsson undir titlinum „Rökfærsla í dómum og stjórnvaldsákvörðunum". Þarna leiða saman hesta sína héraðs- dómari og réttarheimspekingur annars vegar og hæstaréttardómari og fræði- maður hins vegar. Því má nærri geta að maður arkaði óvenjuléttur í spori út á pósthús með ítrekunarseðilinn í hendi til að leysa út Skírni sem þar hafði legið í friði að vanda! Umfjöllun þeirra frændsystkina um þetta eilífðarmái lögfræðinnar er svo áleitin að mér nægði ekki ,,að ganga með sjó og sitja við eld“, heldur verð ég að leggja orð í belg, þótt kannski engum komi hugleiðingar mínar við frekar en það, hvernig dómarinn komst að því sem segir í dómsorði! Sameiginlegt viðfangsefni beggia höfunda er rökfærsla í dómum og hvaða tilgangi hún þjóni. Þór sleppir að mestu umræðu um gagnrýni á dómstóla en víkur þess í stað lítillega að rökstuðningi stjórnsýsluákvarðana. Hjördís talar aftur á móti svolítið um réttlæti. Ég ætla fyrst og fremst að veita því örlltið fyrir mér hvort yfirleitt eigi að hafa einhvern eða einhverja í huga þepar dómur er saminn og þá fyrst og fremst þeaar rök fyrir dómsorði eru skrifuð. Auðvitað ætti mér þó fremur að renna blóðið til skyldunnar og ræða þessi álitaefni í Ijósi stjórnsýsluréttar en ég læt það bíða betri tíma, enda jólahátíð þegar þetta er ritað! Kveikian að grein Hjördísar virðist fyrst og fremst vera alkunn gagnrýni Jóns Steinars Gunnlaugssonar, hæstaréttarlögmanns, á dómstólana, sem náði hámarki í bók sem hann gaf út. Má segja að þannig hafi hann áfrýiað til almennings þvt sem hann náði ekki fyrir Hæstarétti. Mér skilst að bókin hafi ekki selst svo sem væntingar stóðu til og rennir það kannski stoðum undir það sem Þór segir ,,að áhuginn á forsendum dóma, þ.á m. röksemdum dómara, er vafalaust oft Ktiil, jafnvel enginn, og bundinn við aðilana og lög- menn þeirra"; ,,ætti oftast að vera nægilegt, jafnvel æskilegt, að miða rök- færslu í dómum við það að hún sé skilianleg lögmönnum aðila“ (bls. 383); „miklu oftar lætur almenningur sig dóma engu skipta og aðilar einir lesa þá ef nokkur gerir það“ (bls. 385). Heildarniðurstaða Þórs er annars sú að „bæði í stjórnvaldsákvörðunum og dómum ætti að haga rökfærslunni eftir 266
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Tímarit lögfræðinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.