Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.12.1991, Blaðsíða 20

Tímarit lögfræðinga - 01.12.1991, Blaðsíða 20
KENNINGAR OG RAUNVERULEIKI Jón Steinar Gunnlaugsson: Jón Steinar Gunnlaugsson er hœstaréttarlögmaður í Reykjavík Það er varla ofmælt, að íslenskir lögfræðingar hafi rekið upp stór augu, þegar Hæstiréttur komst að þeirri niðurstöðu í dómi 9. janúar 1990, að það stæðist ekki að íslenskum rétti að dómari, sem auk dómstarfa hefði á hendi lögreglustjórn, dæmdi í sakamáli. Hér taldi rétturinn skyndilega þá skipan ólögmæta, sem um langan aldur hafði ríkt á íslandi og Hæstiréttur jafnan talið standast. Hafði meira að segja berum orðum verið um þetta fjallað í dómum Hæstaréttar 1985 1290 og 1987 356 og var þá taiið að gildar lagaheimildir stæðu því ekki í vegi að dómari, sem jafnframt hefði lögreglustjórn á hendi, færi með mál fyrir dómi og dæmdi það. Ragnar Aðalsteinsson hæstaréttarlögmaðurfjallar um dóm Hæstaréttar frá 9. janúar 1990 í ágætri grein í Tímariti lögfræðinga 1. hefti 1990. Fer hann þar yfir og greinir þau atriði, sem Hæstiréttur telur upp í dómi sínum til rökstuðnings. Kemst Ragnar að þeirri niðurstöðu, að Hæstiréttur hafi í dómi sínum tekið ákvæði Mannréttindasáttmála Evrópu fram yfir landsréttarreglur og að af þessu megi draga þá ályktun að búið sé að varpa fyrir róða þeim lögfræðikenningum að alþjóðlegir mannréttindasamningar sem ísland á aðild að, séu ekki hluti landsréttar (nema þeim sé veitt lagagildi). Telur Ragnar, að hér eftir muni íslenskir dómstólar beita ákvæðum mannréttindasamninga milliliðalaust og víkja til hliðar ósamþýðanlegum landsréttarreglum. Ég er sammála Ragnari, að heiðarleg fræðileg greining á dómi Hæstaréttar leiði líklega til þessarar niðurstöðu. Ég er hins vegar hræddur um að raunin verði ekki sú sem Ragnar telur. Það blasir nefnilega við, að það var ekki hlutlæg beiting réttarheimilda, eins og lögfræðin skilgreinir þær, sem réð niðurstöðu réttarins. Hér var á ferðinni niðurstaða sem byggðist á allt öðrum grunni. Þannig stóð á síðari hluta árs 1989, að Mannréttindanefnd Evrópu hafði 8. mars 1989 komist að þeirri niðurstöðu í máli Jóns Kristinssonar, að hin íslenska 242
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Tímarit lögfræðinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.