Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.06.1992, Blaðsíða 21

Tímarit lögfræðinga - 01.06.1992, Blaðsíða 21
Pór Vilhjálmsson er hæstaréuardómari Þór Vilhjálmsson: SVÖR DÓMARA VIÐ OPINBERRI GAGNRÝNI Höfundur flutti erindi það sem hér er birt á morgunfundi í Lögfræðingafélagi íslands 21. mars 1992 Tilefni þeirra hugleiðinga, sem ég set fram á þessum morgni, eru ummæli um Hæstarétt og dóma hans, sem opinberlega hafa komið fram á síðustu misserum. Hef ég þá aðallega í huga það sem Jón Steinar Gunnlaugsson hæstaréttarlög- maður segir í bók sinni DEILT Á DÓMARANA og víðar og Davíð Oddsson forsætisráðherra hefur eftir blaða- og útvarpsfréttum að dæma sagt um endur- skoðun stjórnarskrárinnar og Hæstarétt, sem sé það í raun, að ekki sé ástæða til að endurskoða stjórnarskrána, meðan Hæstiréttur er ekki tekinn að fara eftir henni. Ég hef ýmislegt við ummæli þessara manna að athuga, en hef ekki, fremur en aðrir í hópi dómara, látið neitt frá mér fara opinberlega. Hvers vegna ekki ? Það er mergurinn málsins, það atriði, sem ég ræði stuttlega í dag, en aftur á móti mun ég ekki víkja að þeim ádeiluatriðum, sem urðu tilefni orða minna. Opinber umræða á að tryggja að sjónarmið, sem máli skipta, komist til landsfólksins. Þetta stuðlar að framförum og réttlæti. Prentfrelsið er verndað í 72. gr. stj.skr. Hér er hvorki staður né stund til að fjalla um þetta ákvæði, formlegan búning þess og endurskoðunarþörf. Á það eitt er minnt, að í 72. grein er talað um að menn eigi að ábyrgjast skrif sín fyrir dómi. Svipuð hugsun um að réttur og skyldur fari saman kemur fram í tjáningarfrelsisákvæðum þeirra tveggja almennu mannréttindasáttmála, sem við höfuð fullgilt. í okkar lögum eru engin sérákvæði um opinberar umræður um dóma og dómstóla. Tel ég ekki í þessu sambandi 22. gr. höfundalaga nr. 73/1972 sem heimilar upptöku og birtingu á því sem fram fer á dómþingum. Opinber umræða um dóma og dómstóla er vitanlega lögleg og er ekki takmörkuð með neinum sérstökum 15
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Tímarit lögfræðinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.