Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.11.1993, Blaðsíða 13

Tímarit lögfræðinga - 01.11.1993, Blaðsíða 13
Hrafn Bragson er hœstaréttardómari Hrafn Bragason: TAKMARKANIR MÁLSKOTSHEIMILDA i. Meðal allra Norðurlandaþjóðanna er nú um það rætt hvort og hvernig takmarka megi málskotsheimildir, þótt með misjöfnum hætti sé eftirþvíhvernig dómstólakerfi hverrar þjóðar er skipað. Alls staðar kallar aukinn málafjöldi á meiri fjármuni til dómstólanna á sama tíma og samdráttur í efnahagslífi þeirra krefst meiri sparnaðar á öllum sviðum. Réttarfarsnefndir landanna leita leiða til að leysa þennan gordíonshnút. Spurningin er hvort takmarka megi á einhvern hátt vinnu við þann fjölda dómsúrlausna sem aðilar vilja fá endurskoðaðar á öðru dómstigi. II. Þegar þeirri spurningu er svarað verður að hafa í huga allt dómstólakerfið. Gera verður grein fyrir hvaða hlutverki það á að gegna og hver skilyrði það verður að uppfylla og þá sérstaklega hvers vegna endurskoðun dómsúrlausna er heimiluð. I 6. gr. Mannréttindasáttmála Evrópu segir að þegn aðildarríkis skuli eiga þess kost að fá mál um réttindi sín og skyldur og mál um meinta refsiábyrgð sína prófuð innan hæfilegs tíma fyrir óháðum, óhlutdrægum dómstóli sem stofnaður hefur verið lögum samkvæmt. í mannréttindayfirlýsingu og mannréttindasátt- málum Sameinuðu þjóðanna er að finna lík ákvæði. í raun erekki verið að mæla fyrir um annað en það sem sjálfsagt hefur verið talið í vestrænum lýðræðisríkjum og fyrirskipað er í stjórnarskrám þeirra ríkja á einhvern hátt. Ríkin hafa skuldbundið sig til að virða réttaröryggið og í 6. gr. Mannréttindasáttmála Evrópu sjáum við m.a. hvað í því felst. Hér er verið að mæla fyrir um rétt þegnanna til að leggja mál sín fyrir óhlutdræga dómstóla sem stofnaðir hafa verið með lögum og ríkin eiga að sjá til þess að málsmeðferðin fari fram innan hæfilegs tíma. 149
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Tímarit lögfræðinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.