Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.11.1993, Blaðsíða 17

Tímarit lögfræðinga - 01.11.1993, Blaðsíða 17
Gestur Jónsson er hœstaréttarlögmaður í Reykjavík Gestur Jónsson: SKAÐABÓTAÁBYRGÐ LÖGMANNA Stofninn í ritgerðinni er framsöguerindi sem nojunaur jtutti á þtngt norrœnna lögfræðinga sem haldið var dagana 18. -20. ágústl993 í Kaupmannahöfn. Það er samið í mars 1993 og miðast við réttarástand þess tíma. 1 VIÐFANGSEFNIÐ Það má reyna að flokka störf lögmanna með ýmsum hætti. Stundum er starfið fólgið í því að veita viðskiptamanninum ráð, en framkvæmd eða útfærsla verksins er hjá skjólstæðingnum eða öðrum aðila. I önnur skipti hefur skjólstæð- ingurinn sjálfur tekið ákvarðanirnar en felur lögmanninum framkvæmdina. Oftast eru þessi skil þó ekki hrein heldur felst starfið að hluta til í ráðgjöf og að hluta til í framkvæmd verks. Það sem einkennir lögmannsstarfið fyrst og fremst er sérfræðilegt eðli þess. Þetta gildir hvort sem um er að ræða ráðgjöf eða framkvæmd verks. Viðskipta- maðurinn leitar til lögmanns vegna sérþekkingar hans og væntir þess að henni sé beitt við úrlausn verkefnisins. Starfsábyrgð lögmanna er skyld ábyrgð annarra sjálfstætt starfandi manna, einkum háskólamenntaðra, sem taka að sér ýmiskonar sérfræðiþjónustu gegn gjaldi. Hér má nefna t.d. arkitekta, endurskoðendur og verkfræðinga. Sameiginlegt einkenni á störfum þessara manna er að til þess að þau verði unnin, þarf sérstaka fræðilega þekkingu og sú þekking er grundvöllur sjálfstæðr- ar atvinnustarfsemi sérfræðingsins. Skipta má starfsábyrgðinni í tvo meginflokka, refsiábyrgð og skaðabótaá- byrgð. I þessari ritgerð er einungis fjallað um skaðabótaþáttinn. Þótt svipuð grundvallarsjónarmið séu eflaust í gildi á öllum Norðurlöndunum um starfsábyrgð lögmanna er rétt að undirstrika að lög og aðrar reglur, sem eru grundvöllur starfsábyrgðarinnar, eru mismunandi í löndunum. Þessi ritgerð er 153
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Tímarit lögfræðinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.