Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.12.1996, Blaðsíða 3

Tímarit lögfræðinga - 01.12.1996, Blaðsíða 3
TÍMARIT • • LOGFRÆÐINGA 4. HEFTI 46. ÁRGANGUR DESEMBER 1996 LÍTIÐ EITT UM REFSINGAR Það vakti töluverða athygli að í ræðu sem dómsmálaráðherra hélt við opnun Dómhúss Hæstaréttar tók hann undir kröfur sem komið hafa fram í almennri umræðu um þyngingu refsinga fyrir líkamlegt ofbeldi. Þar mun hann hafa sagt orðrétt: „Aðstæður í nútímaþjóðfélagi kalla á virkari vörn borgaranna gegn hvers konar árásum á einstaklinga þar sem lífi og limum er ógnað. Þó að þungir refsidómar séu ekki allra meina bót í þeim efnum er að minni hyggju ljóst að þyngri refsingar eru nauðsynlegar í baráttunni fyrir því að verja einstaklingana fyrir líkamlegu ofbeldi“. Ennfremur sagði dómsmálaráðherra: „Það er vanda- samt hlutverk og ekki hlaupið að því að gera breytingar því að stöðugleiki og festa í dómsúrlausnum er mikilvægur þáttur í hlutverki Hæstaréttar. En nýr tími og nýjar aðstæður kalla á þróun réttarins og það er von mín að rétturinn taki kalli hins nýja tíma þannig að refsingar á því sviði sem ég hef hér nefnt verði virkari og í samræmi við vitund og vilja fólksins í landinu“. Ummæli ráherra fengu mikla umfjöllun fjölmiðla og lá við sjálft að opnun dómhússins félli þar í skuggann jafn merkur atburður og hún var. Hins vegar hef- ur ráðherra meðal lögfræðinga sætt nokkurri gagnrýni fyrir, einkum að láta um- mælin falla við framangreint tækifæri og jafnframt að þau mætti skilja sem bein eða óbein fyrirmæli til dómara sem ekki væri í verkahring ráðherra að gefa. Það er gömul saga og ný þegar brot af ákveðnu tagi aukast eða fá aukna opin- bera umfjöllun þá koma fram þau viðbrögð fyrst og fremst að refsingar við þess- um brotum beri að þyngja sérstaklega. Þessi viðbrögð koma ekki einungis fram í almennri umræðu heldur ekki síður í þingsölum. Þetta er ekki séríslenskt fyrirbæri og má þar minna á að ekki alls fyrir löngu hófst kapphlaup stjómmálaflokka í Bretlandi urn að ná frumkvæði í kröfugerð um þyngingu refsinga, kapphlaup sem enn kann að standa. Það getur varla talist nema eðlilegt að ráðherra dómsmála láti í sér heyra þegar mál af þessu tagi ber á góma með þeim hætti sem hefur verið og 139
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Tímarit lögfræðinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.