Ægir

Árgangur

Ægir - 01.10.1997, Blaðsíða 9

Ægir - 01.10.1997, Blaðsíða 9
SAMLEIÐ MEÐ ÍSLENSKUM SJÁVARÚTVEGI r „Otvíræður ávinningur af bættri flokkun“ segir Þráinn Sigtryggsson, framkvœmdastjóri Stálvinnslunnar, sem selt hefuryfir 100 STAVA- fiskflokkanarvélar erlendis á undanförnum árum jniokkim er hugtak sem sífellt hefur Jr orðið itieira áberatidi í fiskiðnaði, jafnt flokkun á ferskum fiski, sem unnum afurðum. Flokkun hefur verið þekkt hér á landi allt frá síldarárun- um þegar nauðsyn var á búnaði til að flokka blandaða síld. Til að mceta þörfitmi á þeim árutn hóf Stálvinnsl- an hf. framleiðslu á flokkunarvélum með góðum árangri og síðan þá hefur fyrirtœkið framleitt vélar setn síðar fengu framleiðsluheitið STAVA. Þrá- inn Sigtryggson, framkvœmdastjóri Stálvinnslunnar, telur að hér á landi sé nákvœtnni flokkunar ekki enn ttœgilega metin og bendir í því sam- bandi á flokkun á loðnu til frysting- ar. Áður en til loðnufrystingar kom á síðustu vertíð var ljóst að japanskir kaupendur gerðu enn meiri kröfur en áður um flokkun. Þráinn segir þessar kröfur til komnar vegna óviðunandi flokkunar árið 1996. Þá hafi verið dæmi um að hlutfall hrognaloðnu í öskjum hafi verið nær 60% í stað 90%. Til að bæta flokkunina upp hafi fram- leiðendum verið heimilt að senda um- frammagn til Japans þannig að kaup- endur fengju það magn sem þeir borg- uðu fyrir. Fyrir báða aðila hafi þetta haft mikinn kostnað í för með sér, framleiðslukostnað fyrir seljandann og flutnings- og uppskipunarkostnað fyr- ir kaupandann á afurðum sem ekki nýttust til framhaldsvinnslunnar í Jap- an. „Ávinningurinn er því ótvíræður af því að menn vandi sem frekast er kost- ur til flokkunarinnar. Kaupendurnir verða ánægðari ef flokkunin er betri og þar með greiða þeir hærra verð fyrir afurðirnar," segir Þráinn í samtali við Ægi. Eins og áður segir hóf Stálvinnslan framleiðslu á flokkunarvélum á síldar- árunum en þegar loðnu- veiðarnar og loðnu- frysting náðu fót- festu kall- aði sú vinnsla á tæki til flokkunar og þá útfærði Stál- vinnslan STAVA vélarnar til loðnuflokkunar og segir Þráinn að nákvæmnin hafi reynst mikil en hver vél hafi afkastað minna magni en til að mynda hristivélar sem samkeppnin var við á markaðnum. Þráinn segir sína reynslu að framleið- endur hafi um of einblínt á magnið sem flokkunarvélar geti afkastað en ekki gæði flokkunarinnar. „Mönnum var talin trú um það að hristivélarnar gætu afkastað mun meiru en vélamar hjá okkur og það varð tii þess að ég fór að leita að mörk- uðum erlendis fyrir flokkunarvélarnar. Fyrstu vélarnar fóru á markaði í Bandaríkjunum og Kanada en þegar þar fór að þrengjast um 1980 fór ég að leita fyrir mér á írlandi, í Skotlandi og Danmörku og nokkrar vélar fóru til Þráinn Sigtryggsson við STAVA flokkuttarvél. írlands en í Danmörku var vélunum tekið með þvílíkum eindæmum að í hverju húsinu á fætur öðru var hristi- vélunum hent út fyrir STAVA vélarnar. Þarna var fyrst og fremst um að ræða vinnslur fyrir síid, makríl og brisling. Þar mátu kaupendur vélanna það svo að nýtingin stórykist með betri flokk- un á hráefninu." Þráinn segir erfitt að fá íslenska framleiðendur til meta gæði framar magni en hann segist ekki óttast samanburð við aðrar vélar. „í loðnu tel ég að STAVA vélarnar afkasti fimm tonnum á klukkutíma, miðað við þriggja rása vél. Samsetn- ingin á hráefninu ræður mikiu um hvað fæst til frystingar en það er á bil- inu 1,8 til 2,2 tonn og þetta þóttu mönnum lítil afköst en þau eru nægi- lega mikil miðað við frystigetu hjá mörgum framleiðendum og það er ekkert sem bannar mönnum að hafa fleiri en eina og fleiri en tvær vélar enda kostar þriggja rása STAVA vél ekki nema um 2,6 milljónir króna og ef menn eru að fá betri flokkun og meira út úr þessu verðmæta hráefni þá á að vera auðvelt að reikna hagkvæmnina. Ég hef mikiu frekar einbeitt mér að er- lendum mörkuðum á undanförnum árum vegna þess að það er útilokað að ætla að gefa mönnum trúna hér heima en í kjölfar þess að japanskir kaupendur voru hér á ferð á síðasta vetri til að reyna að hafa áhrif á að flokkunin á loðnunni yrði betri þá fór- um við að huga að því að opna mönn- um augu fyrir því að það eru til vélar sem geta skilað betri flokkun og farið betur með hráefnið," segir Þráinn. STAVA véiarnar frá Stálvinnslunni eru framleiddar fyrir allar fisktegundir, bæði í fiskvinnslum, sem og í fiskeldis- stöðvum. Þráinn telur mikla mögu- leika til aukinnar flokkunar í skipum úti á sjó og til að mynda munu tvö af skipum Haraldar Böðvarssonar hf. á Akranesi hefja flokkun á karfa með STAVA vélum. M3M 9

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.