Ægir

Árgangur

Ægir - 01.03.1998, Blaðsíða 28

Ægir - 01.03.1998, Blaðsíða 28
Póls hf á Isafirði frumkvöðull í rafeindabúnaði fyrir fiskvinnslu: „Leggjum vaxandi áherslu á innanlandsmarkaðinn66 Ný samvalsvél komin í gagnið hjá Útgerðarfélagi Akureyringa. Fullkomnasta samvals- samstœða sem Póls hefur sett upp hérlendis er hjá Sncefelli í Hrísey en hún var sett upp á SÍðasta árí. Myndir. /ÓH Gunnar Sigmundsson, fram- leiðslustjóri hjá Póls hf. á ísa- firði, segir að fyrirtœkið muni í vax- andi mœli beina sjónum sínum að innanlandsmarkaði og aðaláherslu- efnið verða tceknilegar lausnir fyrir fiskiðnað, byggðar á rafeinda- og tölvutœkninni sem Póls hf. Iiefur um um langan tíma sérhœft sig í. Gunn- ar segir að afl4S milljóna króna veltu á síðasta ári liafi um 40 millj- ónir verið velta afinnanlandsmark- aði og afþví má sjá hversu sttar þátt- ur útflutningur hefur verið í starf- semi fyrirtœkisins. Ægir rœddi við Gunnar og Hörð Ingólfsson, markaðsstjóra Póls hf., um starfsemi fyrirtœkisins og nýjustu framleiðslu þess. Grunnurinn að fyrirtækinu Póls hf. var lagður árið 1966 þegar fyrirtækið Póllinn var stofnað á ísafirði. Það starfaði fyrst sem rafverkstæði og rafverktaki en árið 1978 fór á markað- inn fyrsta rafeindavog fyrirtækisins og síðan þá hafa mismundandi gerðir af rafeindavogum verið aðalsmerki fyrir- tækisins. Ekki hvað síst hefur fyrirtæk- ið sérhæft sig í framleiðslu á skipavog- um. Finnum fyrir bjartsýni Árið 1982 hóf Póls hf. hönnun hug- búnaðar fyrir fiskvinnslufyrirtæki sem safnaði saman upplýsingum um vinnsluna og þar með var lagður grunnur að þeim tölvuupplýsingakerf- um sem þekkt eru í flestum fiskvinnsl- um í dag. „Ein ástæða fyrir að Póls hf. þróaðist í útflutningsfyrirtæki í svo ríkum mæli má þakka því hversu framarlega fiskvinnslan á íslandi hefur staðið. Það kom í ljós að mikil spurn var erlendis eftir þeim lausnum sem Póls hf. þróaði í samvinnu við heimamarkaðinn og því má segja að það fjölbreytta og krefjandi umhverfi sem við komum úr sé grundvöilur að velgengni okkar í öðrum löndum. Við gerum okkur fulla grein fyrir því að ef við sinnum ekki innanlandsmarkaðnum fjarlægjumst við viðskiptavininn og um leið okkar dýrmæta þróunarumhverfi. Við hjá Póls tökum fullan þátt í tæknivæðingu landvinnslunnar og þeirri uppbyggingu sem framundan er og höfum verið að þróa ýmsar nýjungar sem nýverið hafa litið dagsins ljós og aðrar sem eru á leiðinni fram í dagsljósið," segir Gunnar. Sam- starfsaðili Póls í sölu- og viðgerð- arþjónustu á íslandi er Eltak hf. í Reykjavík. Einstakur búnaður hjá Frosta hf. Nýjasta verkefni Póls hf. er samstarfsverkefni með fyrirtækinu 3xStál á ísafirði og rækjuvinnslu Frosta hf. í Súðavík. Sett var upp nýtt vigtunarkerfi hjá rækjuvinnslu Frosta hf. sem Hörður Ingólfsson, markað- sstjóri Póis hf., segir einstakt í heiminum. Kerfið vigtar rækjuna og ís eftir flokkun og blandar rækju og ís í krapa í réttu hlutfalli fyrir framhaldsvinnslu. Þessi aðgerð er alsjálfvirk og hefur mikið að segja um ferskleika hráefnisins og nýtingu þess. 28 M3m
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.