Ægir

Árgangur

Ægir - 01.04.1999, Blaðsíða 19

Ægir - 01.04.1999, Blaðsíða 19
SAMLEIÐ MEÐ ÍSLENSKUM SJÁVARÚTVEGI Stjórnarformaður Samherja segir óvandaða umrœðu um sjávarútveg skapa óvissu um framtíðina: r „Ottast að óvissan sé að hægja á framþróun greinarinnar66 1T/ári Arnór Kárason, stjórnarfor- J\maður Samherja hf., segir um- rœðu um fiskveiðistjórnunina og kvótakerfið skapa óvissu hjá sjávar- útvégsfyrirtœkjunum. Gera verði þá kröfu að í hinni pólitísku umrceðu konii fram skýrari útfœrslur á fyrir- huguðum breytingum. Ótcekt sé að boða gjörbyitingu á kerfinu innan skamms tíma, án þess að tilgreina á nokkurn hátt í hverju hún eigi að vera fólgin. Hann varar stórlega við stökkbreytingum á kerfi sem hafi reynst vel og segir umhugsunarvert að á meðan íslendingar rœði um að stokka þurfi upp í stjórnkerfi fisk- veiða séu Evrópusambandslöndin að taka upp hliðstœtt kerfi, sem gera muni þau að hœttulegri keppinaut- um á sjávarútvegssviðinu í náinni framtíð. „Það er óþægilegt að hafa yfir sér umræðu sem gengur út á að gjörbylta fiskveiðistjórnuninni og kvótakerfinu. Sjávarútvegsfyrirtækin þurfa sífellt að horfa til nýrra fjárfestinga og tæki- færa. Sjávarútvegur er fjármagnsfrek atvinnugrein og tölurnar oft stórar þegar kemur að nýjum fjárfestingum. í þessu efni má minna á að íslenski fiskiskipaflotinn er orðinn allt of gam- all og þarf endurnýjunar við. Þegar umræðan snýst um gjörbyltingu þá veldur hún því að menn halda að sér höndum. Það vill enginn fjárfesta út á kerfi sem kann að verða afnumið eftir kosningar. Núna er staðan sú að allir stjórnmálaflokkar hafa tekið undir að breyta þurfi kerfinu. Enginn þeirra Kárí Arnór Kárason, stjórnarformaður Samherja hf., fyrir framan Samherjatogarann Akureyrina. „Við œttum að vera að eyða tímanum íað rœða hverniggera megi íslenskan sjávarútveg enn þá hagkvœmari. Við œttum að vera að búa hann undir þá harðnandi samkeppni sem hans bíður." ACiU 19 lóltann Ólafur Halldórsson

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.