Ægir

Árgangur

Ægir - 01.09.1999, Blaðsíða 13

Ægir - 01.09.1999, Blaðsíða 13
SAMLEIÐ MEÐ ÍSLENSKUM SJÁVARÚTVEGI irá íslensku sjávarútvegssýningunni i Kópavogi- Ragnar Bóasson hœtti ú sjónum ogfmmleiðir flottrollsstýringu ogfleiri nýjungar fyrir togveiðiskip: „Flottrollsstýringin er einstök í heiminum” £g byrjaði að þróa flottrollsstýr- ingu árið 1994 og stofnaði fyrir- tœki í kringum framleiðsluna tveim- ur árum síðar en var á sjónum þar til í mars síðastliðnum. Síðan jiá liefég unnið að framleiðslu á flottrollsstýr- ingunni og þróun á öðrum búnaði sem tengist togaraveiðarfœrum og vonandi á framleiðslan framtíð fyrir sér. íþað minnsta er nú að baki nokkurra ára reynslutími með flottrollsstýringuna um borð í togur- um Granda lif. og stjómendur þeirra skipa liafa lofað búnaðinn og telja hann nauðsynlegt hjálpartœki á flottrollsveiðunum. Granda hf. á ég mikið aðþakka fyrir að hafa stutt vel við bakið á mér en þeir sem stýra málum hjá Granda hf. skynja vel hvaða hag þeirgeta haft afgóðum lausnum á tœknibúnaði um borð í skipunum," segir Ragnar Bóasson, fyrrveraitdi sjómaður, sem rekur þró- uiiar- og markaðsfyrirtœkið R. Bóas- son, sein byggist á uppfinningum Ragnars. Kynningarbás R. Bóassonar á ís- lensku sjávarútvegssýningunni vakti verðskuldaða athygli innlendra og er- lendra gesta enda einn af þeim sem bauð upp á markverða nýjung í bún- aði fyrir togveiðar. Auk flottrollsstýr- ingarinnar kynnti R. Bóasson víraklemmu fyrir grandara sem þrýstir saman augum á gröndurunum og ger- Hér sést hvemig flottrollsstýringu R.Bóas- sonar er komið fyrir fyrir framan flottrollsvinduna. ir að verkum að auðvelt er að koma sylgjunum upp á þá. Ragnar segir uppfinningar sínar gerjast i huga sér í nokkuð langan tíma áður en þær verða að veruleika. „Ég hef alla jafna útfært minn búnað vel í huganum áður en hugmyndirnar eru útfærðar á teikniborði. Þegar þeim þætti er lokið eru tækin smíðuð og reynd og það ferli gekk hratt fyrir sig þegar flottrollsstýringin varð til. Fyrsta stýringin fór um borð í togarann Þern- ey og hefur reynst mjög vel, eins og hjá öðrum skipum sem hafa reynt stýringuna," segir Ragnar. Flottrollsstýringin vinnur þannig að vírum og trolli er stýrt inn á togvind- una og er stýringunni fjarstýrt í gegn- um færanlegt stjórnborð úti á þilfari. Ekki er því þörf á að mannshöndin komi nálægt því að hagræða trollinu Ragnar Bóasson, uppfinningamaður og fyrrverandi togarasjómaður, hœtti á sjónum og framleiðir nú eigin búnað fyrir togveiðiskip. inn á togvinduna og þar með er girt fyrir mikla slysahættu sem skapast á togþilfarinu þegar menn reyna að draga í grandarana og stýra þeim á þann hátt. Þessar aðstæður segir Ragn- ar að sjómenn þekki vel og viti um hættuna sem af þeim skapast. „Annar mikilsverður þáttur í bún- aðinum er sá að með því að trollinu er stýrt inn á vinduna er engin hætta á að það verði mistognun þegar trollið er tekið. Sá þáttur er mjög mikilsverð- ur varðandi slit á trolli enda verður ekki mistognun eins og hætta er á þegar mikill afli er í pokanum og troll- ið þungt í drætti. Stýring inn á tog- Gröndurunum stýrt inn á vinduna. ÁGIR 13

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.