Ægir

Árgangur

Ægir - 01.10.1999, Blaðsíða 9

Ægir - 01.10.1999, Blaðsíða 9
SAMLEIÐ MEÐ ÍSLENSKUM SJÁVARÚTVEGI Sævar Gunnarsson, formaður Sjómannasambands Islands, segir góða reynslu hjá Fœreyingum afþeirri leið að allur fiskur sé verðmyndaður á uppboðsmörkuðum: „Færeyingar telja uppboðsleiðina gæfuspor66 T'elja rná nokkuð fyrirséð að verð- myndunarmál á fiski séu ekki komin út afborðinu þrátt fyrir Kvótaþing og Verðlagsstofu skipta- verðs og að liið gamla þrœtuepli muni enn verða ásteitingarsteinn í komandi kjarasamningum. Sœvar Gunnarsson, formaður Sjómanna- sambands íslands, vill ekki gefa sér niðurstöðu fyrirfram í kröfugerð sjómanna en hann hefur nú í sumar farið til Fœreyja og skoðað sérstak- lega verðmyndunarmálin þar á bœ. Þar segir Sœvar allan fisk fara um uppboðsmarkaði og skýr skil séu nú á milli veiða og vinnslu sem gert hafi að verkum að á stöðum þar sem fisk- vinnsla hafði lagst afséu vinnslu- hjólin aftur farin að snúast. „Við fórum að skoða þessi mál í Færeyjum í gegnum samstarfsvettvang verkalýðfélaga í Færeyjum og á íslandi og þótti fróðle^t að sjá hvernig málum er háttað hvað verðmyndunina varðar. Það er ekki langt síðan Færeyingar voru í mikilli efnahagslegri lægð en í kjölfar hennar og með vaxandi veiði hafa þeir stigið það spor að setja sjáv- araflann á uppboðsmarkaði þannig að allir hafi jafnan aðgang. Þannig er eru verðmyndunarmálin einfaldlega kom- in í lag í Færeyjum og mér fannst sér- staklega eftirtektarvert að þeir töldu sig hafa aukið atvinnuna í landi með breytingunni og gert mögulegt fyrir staði þar sem lítil eða engin útgerð er að hefja aftur fiskvinnslu. Ég talaði bæði við færeyskt fiskverkafólk og sjó- Scevar Gunnarsson, fortnaður Sjómanna- sambands íslands. menn og tók einnig eftir að sáttin um nýja fyrirkomulagið var mikil. Hún var sannarlega ekki til staðar fyrir nokkrum árum þegar sjómannaforyst- una í Færeyjum og fiskverkafólkið greindi á um leiðir," sagði Sævar. Hin hróplega mismunun Þess er skammt að bíða að hérlendir sjómenn gefi tóninn í kröfum sínum fyrir komandi samningagerð og í byrj- un nóvembermánaðar mun fara fram formannaráðstefna Sjómannasam- bands íslands á ísafirði þar sem meg- inefnið verða kjaramálin. Umræðan um kröfuna um að allur fiskur verði verðmyndaður á uppboðsmörkuðum er augljóslega vel vakandi og þyrfti ekki að koma á óvart þó hún yrði grunntónnin í kjarakröfum sjómanna. „Hér á landi er að okkar mati ekki frjálst fiskverð nema að nafninu til. í 70-80% tilvika eru útgerðaraðilarnir og verkendumir sömu aðilar og það þekkist hvergi í siðmenntuðu um- hverfi að byggja á fyrirkomulagi af þessu tagi. Þess utan vil ég leggja áherslu á að fyrirkomulagið mismunar verkendum á fiski stórlega. Á sama tíma og menn geta verið að taka fisk úr eigin skipum fyrir hálfvirði þá fara sömu aðilar inn á markaðina og kaupa sömu fisktegundir fyrir tvöfalt verð í samkeppni við fiskverkanir sem ekki hafa eignarhald á kvóta. Þetta tel ég mismunun fyrir vinnslurnar og fisk- verkafólkið - alveg hróplega mismun- un," segir Sævar. Stofnanir mega hverfa í skiptum fyrir verömyndun á mörkuöum í kjöifar síðustu orrahrinu útgerðar- manna og sjómanna var komið á fót Kvótaþingi og Verðlagsstofu skipta- verðs en Sævar segir þessar stofnanir ekki hafa leyst vandann. „Menn ræða mikið um að verð á veiðiheimildum hafi farið upp úr öllu valdi með tilkomu Kvótaþings. Það er að mínu mati rangt að verðið hafi beinlínis breyst vegna þingsins sem slíks því þær hækkanir sem orðið hafa eru hliðstæðar hækkunum á hráefnis- verði á fiskmörkuðunum og afurða- verði, sérstaklega í þorski. Þetta höfum við hjá Sjómannasambandinu tekið ÆGIR 9
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.