Ægir

Árgangur

Ægir - 01.12.1999, Blaðsíða 43

Ægir - 01.12.1999, Blaðsíða 43
SAMLEIÐ MEÐ ÍSLENSKUM SJÁVARÚTVEGI „Frá línuveiðum til togveiða66 - útgerðarsaga að vestan Sögufélag ísfirðinga hefur sent frá sér bókina „Frá línuveiðum til togveiða. Þœttir úr sögu útgerðar á ísafirði frá 1944 til 1993". Bókin er skrifuð afjóni Páli Halldórssyni fyrr- verandi framkvœmdastjóra Norður- tangans hf. á ísafirði og kunnum áhugamanni um þjóðlegan fróðleik og sjávanítvegsmál. Bókin fjallar eins og nafnið bendir til um viðburðaríka sögu útgerðar á ísafirði 1944 til 1993. Það tímabil, sem bókin fjallar um, er ekki aðeins við- burðaríkt í útgerðarsögu ísfirðinga heldur einnig útgerðarsögu lands og þjóðar. í bókinni er fyrst kynnt hvern- ig ástatt var með útgerð lýðveldisárið, en síðan er þróunin rakin allt til 1993, þegar togaravæðingin hefur fest sig í sessi sem helsta form útgerðar á svæð- inu. Það fer vel á því að gera útgerð og sjósókn á tímabilinu frá stríðslokum skil í bók sem þessari. Á þessum tíma hafa orðið meiri og örari breytingar en á nokkru öðru tímabili íslandssögunn- ar. í bókinni er sagt frá upphafi rækju- veiða, útgerð nýsköpunartogaranna, uppbyggingu bátaflotans og skuttog- aravæðingunni, breytingu á veiðarfær- um og búnaði, útfærslu landhelginar úr 3 sjómílum í 200, misjöfnu gengi í efnahagsmálum, gengisfellingum og öðrum efnahagsúrræðum, einstaka skipskomum, helstu forvígismönnum o.fl.; allt þetta er að finna í bókinni og gerð er grein fyrir einstaka viðburðum og tímabótum. Reynt er að rekja or- sakir og afleiðingar ýmissa aðgerða sem gripið var til bæði heima í héraði og á æðri stjórnstigum og getið er fjölda einstaklinga sem komið hafa við sögu. Bókina prýðir fjöidi mynda bæði svarthvítra og í iit auk þess sem línurit og kort eru birt eftir því sem við á. Þessi grein er ekki ætluð sem úttekt á bókinni „Frá línuveiðum til tog- veiða" heldur er hún fyrst og fremst skrifuð til þess að vekja athygli á fróð- legri bók sem vekur aðdáun fyrir glæsilega uppsetningu, útlit og efnis- tök. Efni bókarinnar höfðar til allra áhugamanna um íslenskan sjávarút- veg og ættu þeir ekki að láta hana fram hjá sér fara. Jón Páll Halldórsson á heiður skilið fyrir framtak sitt. Bókin er eins og áður sagði gefin út Jón Páll Halldórsson, með bók sína um útgerð á ísafirði. af Sögufélagi ísfirðinga, umbrot ann- aðist H-prent og hún er prentuð og bundin í Prentsmiðjunni Odda hf. Pétar Bjamason ^tarfsfóCC CA-Co/CPCastos sencCír sjómönnum,físCvínnsCu- fóCCá ogfjöCskyCcCum feírra um CancCaCCt, Cestu jóCa- og nýárs- Cveðjur meðföCC um samstarfíð á árínu sem er að Cíða. AKO/Plastos ^wast piístos Norðurland » S: 460-6500 « Fax: 460-6501 Suðurland • S: 580-6500 • Fax; 580-6501 www.akoplastos.is • gisli@akoplastos.is Sameinað öflugt fyrirtæki NGm 43
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.