Ægir

Árgangur

Ægir - 01.05.2000, Blaðsíða 41

Ægir - 01.05.2000, Blaðsíða 41
B JÖRGUNARBÚNAÐUR Kristján Magnússon framleiðir Neyðarnótina Hjálp: „Nauðsynlegt að bjarga mönnum fljótt úr sjónum" Björgunarbúnaði um borð í skipum fleygir stöðugt fram. Meðal þess búnaðar sem býðst hér á landi er Neyðarnótin Hjálp, sem framleidd er af Kristjáni Magnússyni í Reykja- vík. Hugmyndina að björgunar- búnaðinum á hann sjálfur og fékk hana eftir að hafa orðið vitni að björgun manna úr sjó um borð í togara út af Reykja- nesi. „Það sem hér um ræðir er u-laga nót sem maðurinn í sjónum fer inn í og er síðan hífður um borð. Nótin er felld á flottein sem fleytir 100 kílóa manni en í þetta er fest kastlína. Línan er 30 metra löng og sé sá sem er í sjónum fær um að draga til sín nótina gerir hann það, fer inn í nótina og síðan sjá þeir sem um borð eru um að draga manninn inn. Með neyðarnótinni þarf viðkomandi ekki að halda sér í netið til að komast upp í skipið heldur getur hann legið í nótinni án þess að nokkur hætta sé á að hann detti úr. Þess vegna gætu menn lesið Moggann á leiðinni upp,“ segir Kristján og hlær. Neyðarnótin Hjálp hefur verið í þróun um nokkurra ára skeið en Kristján segist hafa sett sér það mark að þróa búnaðinn í samræmi við fjárhagsgetu, í stað þess að hleypa verkefninu í skuldir. Hann segir Tryggingamiðstöðina hafa veitt styrk til verkefnisins og sömuleiðis hafi Hampiðj- an verið hjálpleg. Búnaðurinn hefur hlot- ið samþykkti Siglingamálastofnunar rxk- isins og er margprófaður í Slysavarna- skóla sjómanna. „Eg veit til þess að sex menn hafi verið hífðir um borð í einu en algengast er að einn björgunarmaður fari í sjóinn á eftir þeim sem fallið hefúr útbyrðis og nótin tekur þá báða auðveldlega. Það er einn af kostum hennar því þegar menn fara í sjó- inn er mikilvægast af öllu að bregðast hratt við og stytta tíma þeirra í sjónum eins og frekast er kostur. Nótin er framleidd fyrir allar stærðir af bátum en ég hef sérstaklega horft til þess að búnaðurinn nýttist vel á hábyggðu skipunum. Sömuleiðis er neyðarnótin hentug til nota í höfnum," segir Kristján. Neyðarnótin Hjálp er nú seld á röskar 50 þúsund krónur og er afgreidd í köss- um sem í eru einnig neyðarblys og rými fyrir flotgalla. Menn hífðir um borð í neyðarnótinni Hjálp. 41 ■
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.