Árbók Háskóla Íslands - 01.01.1951, Blaðsíða 88
86
Gunnar Steinsen .......... II. einkunn 5.33
Hörður Frímannsson........ I. einkunn 6.49
Jóliann A. Pétursson ..... I. einkunn 6.22
Jón Guðmundsson .......... I. einkunn 7.03
Kristján Á. Flygenring.... II. einkunn 5.49
Ólafur K. Ólafsson........ I. einkunn 6.62
Prófdómendur voru Brynjólfur Stefánsson cand. act., Einar
B. Pálsson dipl. ing., Geir G. Zoéga vegamálastjóri, Gisli Þor-
kelsson cand. polyt., Gunnlaugur HaTldórsson arkitekt, Tómas
Tryggvason jarðfræðingur, Steingrímur Jónsson rafmagnsstjóri,
Zóphonías Pálsson landmælingafræðingur, Jóhannes Zoéga verk-
fræðingur og Magnús R. Jónsson verkfræðingur.
VIII. LÁTINN HÁSKÓLAKENNARI
Prófessor dr. Björn Cuðfinnsson.
Prófessor Björn Guðfinnsson andaðist 27. nóv. 1950. Hann
varð aðeins 45 ára gamall, og átti við vanheilsu að búa síð-
ustu árin. Þrálátur magasjúkdómur varð honum að aldurtila,
og voru gerðir á honum margir uppskurðir og fór hann tvi-
vegis utan til hinnar frægu Mayo-stofnunar í Ameríku til upp-
skurðar. Hann bar sjúkdóm sinn með karlmennsku og sinnti
vísindastörfum til hins síðasta, þegar hann var þess megnugur.
Hann var fæddur 21. júní 1905 að Staðarfelli í Dalasýslu,
sonur hjónanna Guðfinns Björnssonar bónda og Sigurbjargar
Guðbrandsdóttur. Björn lauk stúdentsprófi í Reykjavík 1930
og kennaraprófi í íslenzkum fræðum við Háskóla íslands 1935.
Veturinn 1936—37 dvaldist hann erlendis í Danmörku, Noregi
og Svíþjóð og kynnti sér skólamál, einkum móðurmálskennsl-
una í menntaskólum. Hann gerðist brátt kennari við ýmsa
skóla, Verzlunarskóla Islands 1931—34, Kvennaskólann í
Reykjavík 1933—36, Menntaskólann í Reykjavík 1934—45 og
við Ríkisútvarpið 1935—41 (nema veturinn 1936—37). Björn