Stúdentablaðið - 01.02.2001, Page 25
i
Hvernú) kom jmö til aö þið fóruð að rann-
saka þessa þyrþingu?
Við vorum skólafélagar í MR og stjörnu-
fræðikennarinn okkar þar, Vilhelm Sigfús
Sigmundsson, bcnti okkur á þetta fýrirbæri
sem viðfangsefni fyrir íslensku vísindakeppn-
ina Hugvísi sem þá stóð fyrir dyrurn. ís-
lenskir stjarnvísindamenn undir stjórn Ein-
ars H. Guðmundssonar, prófessors í
stjarneðlisfræði, höfðu rannsakað þyrping-
una og var Vilhelm þeirra á meðal.
Hvaðfólst i verkefninu ígrófum dráttum ?
Eitt af aðalatriðunum var að við notuðum
Islensk rannsókn á stjörnufræði
Vorið 1999 tóku þeir Jóel Karl Frið-
riksson, Páil Melsted, Sverrir Guð-
mundsson og Tryggvi Porgeirsson
þátt í vísindakeppninni Hugvísi með verk-
efni á sviði stjörnufræði. I’cir báru þar sigur
úr býtum og koinst verkefnið þar með í Evr-
ópukeppni ungra vísindamanna scm haldin
var í Grikklandi sarna haust. Þar kepptu þrír
þeirra, Páll, Sverrir og Tryggvi við ung-
menni frá öllum Evrópulöndum og hrepptu
fyrstu verðlaun. Stúdentablaðið kom að
máli við þá félaga og spurði hvað í ósköpun-
um þeir hefðu vcrið að rannsaka. Svarið var
MS 1621+2640 og var blaðamaður Stúd-
entablaðsins reyndar lidu nær í fyrstu!
Hvað er MS 1621+2640?
MS 1621+2640 er þyrping 400 vetrar-
brauta í urn 5 milljarða ljósára fjarlægð frá
jörðu. Tölurnar í nafninu tákna hnit þyrp-
ingarinnar á himinhvolfinu en MS stendur
fyrir medium sensitivity sem er það birtustig
sem var til athugunar þegar hún fannst.
Þyrpingin er gríðarstór en vegna þess hve
fjarlæg hún er sést hún aðcins með bestu
sjónaukum. Stærð hennar á himinhvelfing-
unni er á við Júpíter.
ar á Vísindavefnum (www.visindavefiir.hi.is)
í svari við spurningu um Doppler-hrif.)
Hverjar voru helstu niðurstöður ykkar?
Með þessi gögn í höndunum beindum
við athygli okkar einkum að tvennu. Annars
vegar skoðuðum við vetrarbrautir í þyrping-
unni og hins vegar áhrif þyrpingarinnar á
ljós frá fjarlægari vetrarbrautum. Við sáum
tengsl milli litar vetrarbrautanna og rauðviks
þcirra og notuðum þau til að aðgreina vetr-
arbrautír í þyrpingunni frá öðrum vetrar-
brautum. Þetta gátum við notað til að sía
bakgrunnsvetrarbrautir frá þyrpingunni og
til að áætla fjölda vetrarbrauta í henni.
Einnig áætluðum við aðra eiginleika þyrp-
ingarinnar, s.s. massa, þvermál, fjarlægð og
ljósafl, með hefðbundnum aðfcrðum. Loks
skoðuðum við áhrif hennar á Ijós frá fjarlæg-
ari fyrirbærum, svonefnd þyngdarlinsuáhrif.
Hvernij} lýstu þessi þynjjdarlinsuáhrif sér?
Þekkt er að massamikil fyrirbæri eins og
vetrarbrautaþyrpingar hafa áhrif á ljós sem
berst til okkar handan þeirra. Massi þcirra er
nægur til að sveigja tímarúmsins umhverfis
er merkjanleg. Það veldur því að ljósið
sveigir á leið sinni fram hjá fyrirbærunum.
Til þess að athuga þetta síuðum við rauðu
vetrarbrautirnar sem tilheyrðu þyrpingunni
frá hinum sem eru nær bláa enda litrófsins
og tilheyrðu frekar bakgrunninum. Þegar
við skoðuðum dreifingu ljóssins úr bak-
grunni þyrpingarinnar töldum við okkur sjá
merki slíkra áhrifa.
Hvað tók svo við að Evróþukeþþninni lok-
inni?
Sem aukaverðlaun fengum við ferð á
spænsku stjarnvísindastofnunina LAC sem
staðsett er á Kanaríeyjum. Þangað fórum við
síðastíiðið sumar í eins konar náms- og
kynnisferð. Við fengum þar innsýn í þær
margbrotnu rannsóknir sem eru stundaðar
við stofnunina. Auk þess að fylgjast með vís-
indamönnunum við störf fengum við að
vera viðstaddir mælingar í sjónaukum tvær
nætur og tókum myndir úr einum þeirra.
Haukur Ingvarsson
gögn frá tveimur ólíkum aðilum. Annars
vegar sóttum við gögn af netinu sem voru
frá kanadískum vísindamönnum og hins
vegar notuðum við mæligögn íslensku vís-
indamannanna. íslensku vísindamennirnir
höfðu gert mælingar í Norræna sjónaukan-
urn (NOT) á Kanaríeyjum og tckið myndir
sem sýndu lit vetrarbrautanna.
Kanadamennirnir voru aftur á móti að
mæla rauðvik vetrarbrautanna sem nota
mátti til fjarlægðarmælinga. Með því að
tengja saman þessi tvö ólíku gagnasöfn
mátti komast að ýmsu um þyrpinguna sem
ekki var hægt
að fá fram
annars.
Þannig endur-
nýttum við
gögnin og
skoðuðum at-
riði sem voru
ekki inni í
rannsóknará-
ætíun vísinda-
mannanna.
Samræming
gagnanna
krafðist um-
talsverðrar
vinnu af okkar
hálfu en effir
að henni var
lokið höfðum
við í höndun-
um upplýsingar um rauðvik 62 vetrarbrauta
í þyrpingunni og birtustig þeirra í rauðu og
útfjólubláu ljósi.
Hvað er rauðvik?
I mjög stuttu máli, þá segir rauðvik til um
það hve mikið litrófslínur í ljósi frá fjarlæg-
um stjörnum hafa hliðrast til í átt að rauða
enda litrófsins. Rauðvikið verður vegna þess
að stjörnurnar eru að fjarlægjast okkur og er
því meira sem stjörnurnar fjarlægjast okkur
hraðar. Þar sem fjarlægar stjörnur fjarlægjast
okkur hraðar en nálægar má nota rauðvik til
að áætla fjarlægð stjarnanna frá jörðu. (Fyrir
áhugasama er þctta meðal annars skýrt nán-
Framadagar
að var mikið um að vera í Háskóla-
bíói föstudaginn 2. febrúar þegar
Stúdentablaðið bar að garði. Stúd-
enta dreif að úr öllum áttum enda tilefnið
ekki ómerkilegra en Framadagar sem voru
haldnir sjöunda árið í röð.
Tókst vonum framar
„Þetta hefúr allt tekist vonurn framar, við er-
um mjög sátt við daginn og allir fúlltrúar
þeirra fyrirtækja sem ég hef rætt við hafa
verið mjög ánægðir með þetta, þetta virðist
bara allt ganga upp,“ sagði Eyrún Magnús-
dóttir í undirbúningshóp Framadaga. Eyrún
sagði aðsóknina misgóða á hádegisfyrir-
lestrana dagana á undan en hins vegar hafi
verið stöðugur straumur á kynningu fyrir-
tækjanna allan föstudaginn. Þeim kom á
óvart að þegar húsið var opnað tíu um
morguninn fylltist það strax af fólki.
Virðingarvert framtak
Fulltrúar fyrirtækjanna sem Stúdentablaðið
ræddi við voru sammála um ágæti Frama-
daga. „Framadagar eru mjög góð hugmynd
og það hefúr tekist að markaðssetja þetta
mjög vel, cins og sést á þátttökunni hjá fyr-
irtækjunum. Ég held að þetta sé klárlega bú-
ið að sanna sig,“ sagði Guðrún Ó. Jónsdótt-
ir sem var á kynningunni fyrir hönd Lands-
bréfa. í bás Morgunblaðsins var Steingrím-
ur Sigurgeirsson: „Þetta er mjög virðingar-
vert framtak og maður finnur það á fólkinu
sem keniur hingað hvað það er áhugasamt.
Ótrúlegur fjöldi kemur hingað og spyr
þannig að greinilega er töluverð þörf fyrir
þetta.“ Morgunblaðið bauð nemendum að
fylla út umsókn í tölvu á staðnum og sagði
Steingrímur að margir tugir hefðu þegar
fyllt út umsókn. Sömu sögu var að segja af
öðrum fyrirtækjum. Meðal þeirra var Marel,
en Kristinn Andersen sagði Marel áður hafá
tekið þátt í Framadögum og það gefið góða
raun. „Margir stúdentar hafa komið til okk-
ar og unnið áhugaverð verefni, bæði sumar-
og lokaverkefni. Sumir hafa ílengst hjá okk-
ur og orðið starfsmcnn til lengri tíma.“ Hjá
íslenskri erfðagreiningu var einnig mikið að
gera og sögðu kynningarfúlltrúarnir mjög
margar umsóknir hafa komið úr öljum
deildum. Þau sögðust taka eftir því að að-
sóknin væri alltaf að aukast og umsóknun-
um sem þau fengju fjölgaði ár frá ári.
Nemendur ánægðir
„Mér finnst rnjög sniðugt að gefa nemend-
um kost á því að ganga á milli fyrirtækja og
spyrja þau beint: „Hvernig gagnast mennt-
un mín hjá ykkur?“, sagði María Sigrún
Hilmarsdóttir, hagfræðinemi. Albcrt Jó-
hannesson og Egill Skúli Þórólfsson voru að
skoða hvað stæði til boða en Egill var líka
búinn að leggja inn umsóknir. Þeir voru
sammála því að Framadagar væru tvímæla-
laust komnir til að vera.
g°
Mikill fjöldi stúdenta jafnt sem
fyrirtækja tók þátt í Framadögum.
Eins og myndirnar bera meö sér var
iétt yfir mannskapnum á þessum
árvissa snertidegi stúdenta og
atvinnulífsins.
stúdentablaðið - febrúar ‘01 25