Alþýðumaðurinn

Tölublað

Alþýðumaðurinn - 23.03.1937, Blaðsíða 1

Alþýðumaðurinn - 23.03.1937, Blaðsíða 1
OrO og athafnir Alþjrðnflokksins. AlþýðutlokksfuIItrúarnir flytja á Alþingi frumvörp til laga um uppgjör Kveldúlfs og breytingar á stjórn Landsbankans, til að komaí vegfyrir hið svartasta bankahneyksli, semfulltrúar Sjálfstfl. og Framsókn eru að makka um að framkvæma í sameiningu. Sjálfstæðisflokkurinn kallar þetta ofsóknaræði éegn Thorsfjölskyldunni en Framsóknarflokkurinn veit ekki enn í hvern fótinn hann á að stíga, — AlhíSuflokkarifln hefir þjóðina á bak við sig. Pað er ekki að ástæðulausu að ekki er um annað taiað í landinu bessa síðustu daga en Kveldúlfs- hneyksiið svokailaða. — Pað er ekki nóg með það, að öli við- skifti Kveldúlfs og bankastofnana landsins eru reginhneyksii, heldur iítur út fyrir að tveir stærstu fiokkar iandsins ætli að dragast svo inn í þessi mál að fullkomið stjórnmálalegt hneyksli sé að. Útvegsbankinn hefir nú höfðað víx imál á hendur Kveldúifi. í Út- vegsbankanum átti þetta fyrirtæki -"víxla í óreiðu upo á ca. 1 milj. króna. Verði Kveldúlfi ekki bjargað frá þessu máli, liggur ekkert annað en gjaldþrot hans fyrir, en nú þykir það nokkurnvegin vitað að þeir Thorsarar og , Landsbankastjórnin séu að makka um að Landsbank- jnn bæti þessari skuld ofan á skuldasúpu Kveldúlfs við Lands- bankann, ásamt fleiru, sem síðar verður minnst á í þessari grein. Viðskifti Kveldúlfs við Lands- bankann hafa verið opinbert hneyksli i mörg ár. Alþýðublaðið í Reykja- vík hefir flett ofan af þvt svo að það er nú kunnugt allri þjóðinni og sýnt með óhrekjandi rökum fram á eftirfarandi staðreyndir um rekstur þessa mesta fjársvikafyrir- tækis, sem þekkst hefir hér á landi, að dregnar hafa verið út úr fé- laginu á undanförnum árum stór- kostlegar fjárupphæðir, að minnsta kosti 2 miljónir króna, sem sum- part hafa verið lagðar í önnur braskfyrirtæki, en sumpart farið í lúxushús og óhófseyðslu fram- kvæmdastjóra Kveldúlfs; að Thor Jensen hefir verið greidd sem eítirlaun, eftir að hann hætti að starfa við fyrirtækið, upphæð, sem nemur með vöxtum allt að 7s miljón króna; að 5 framkvæmdastjórar fyrir- tækisins, bræðurnir Thors, skulda því upphæð, sem með vöxtum nemur einnig að minnsta kosti Vs miljón króna; að Kveldúlfur skuldaði Lands- bankanum fyrir jólin rúmar 5 milj. króna og að allar skuldir hans til samans væru nú komnar hátt á 7. miljón króna. Flestar þessar ákærur hefir Ól- afur Thors orðið að játa opinber- lega og það stendur ómótmælt af háifu hans og bankanna, að félagið vanti nú minnst tvær miljónir kr. til þess að eiga fyrir skuldum. Á sama tíma, sem Landsbankinn innheimtir skuldir miskunnarlaust hjá hinum smærri lántakendum sínum og stöðvar hlutfallslega vel stæð fyriríæki, þá ætlar hann blygð- unarlaust að halda áfram að ausa miljónum af fé þjóðarinnar í þetta fjárglæfrafyrirtæki, sem ekki einasta hefir sóað fé þjóðarinnar, heldur einnig látið skip sín liggja að- gerðalaus um hábjargræðistímann og þannig- svift fjölda manns at- vinnu af pólitískum ástæðum. Það er sannað að forráðamenn þessa fyrirtækis, sem sannanlega eiga ekki lengur einn einasta eyri í því, hafa leyft sér að taka af því fé, sem þjóðbankinn hefir lánað því til atvinnustarfsemi, til eigin þarfa, og það er upplýst af sjálf- um samherjum þeirra, að þeir hafa notað það fé til þess að kaupa upp heil kjördæmi og til annarar póli- tískrar starf-semi. Pað myndi nú mörgum finnast, að lengra en þetta væri ekki hægt að ganga. En það lítur út fyrir að stjórn Landsbankans og banka- stjórar telji bikar hneykslanna hvergi nærri barmafullan. Eins og áður er getið, hefir Útvegsbankinn höfðaðr víxilmál á Kveldúlf.

x

Alþýðumaðurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðumaðurinn
https://timarit.is/publication/597

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.