Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Alžżšumašurinn

PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |


Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Alžżšumašurinn

						ALÞYÐUMAÐURINN
Þriðjudaginn 26. apríl 1949
AF
NÆSTU
GRÖSUM
Síðasta- sala Kaldbaks var
3647 kits fyrir 10.854 sterlings-
pund. Togarinn seldi í Fleet-
wood.
*
Ritstjóraskipti hafa orðið við
blaðið Islending, Eggert Jónsson
hætt, Jakob Ó. Pétursson tekið
við.
*
Hannes J. Magnússon, skóla-
stjóri er farinn utan til Dan-
rrerkur sér til heilsubótar vegna
afleiðinga mænuveikinnar.
Eldsvoði
Á sumardaginn fyrsta varð
eldur laus í skúr, sem Vélsmiðj-
an Atli átti við Sjávargötu. —
Voru þar ýmsar aflvélar tilheyr
andi vélsmiðjunni,og m. a. fór
þar öll logsuða vélsmiðjunnar
íram, og voru þar allmiklar
birgðir af logsuðuvír. Einnig
voru þar 4 mótorhjól inni.
Eldurinn mun hafa orðið laus
um kl. 1,30 e. h., en veður var
þá éljótt og mun ekki hafa orðið
eldsins vart þegar. Var. skúrinn
crðinn alelda er slökkviliðið
kom á vettvang, og brann
skúrinn til kaldra kola og allt,
sem inni var.
Vátrygging var lág — ekki
nema 15 þús. kr. — og er skaði
eigendanna mjög tilfinnanlegur,
þar sem líka örðugt mun að afla
nýrra véla.
Spilakvöld
halda Alþýðuflokksf élögin
á Akureyri n. k. föstudags-
kvöld að Hótel Norður-
landi, kl. 8,30 s. d.
Spiluð verður félagsvist
og verðlaun veitt.
Dans á eftir.
Félagar  eru  beðnir  að
koma með blýanta og spil
og mæta stundvíslega.
Alþýðuflokksfélag Akureyrar,
Kvenfélag Alþýðuflokksins,
Félag ungra jafnaðarmanna.
Skíðamót
íslands 1949
Sumardaginn fyrsta hófst Skíða-
mót lslands 1949 að Kolviðarhóli og
höfðu þá 135 keppendur skráð sig
til mótsins, langflestir frá Reykjavík,
en einnig frá ísafirði, Akureyri,
Siglufirði og úr Þingeyjarsýslu.
Keppnigreinar voru svig karla og
kvenna, brun karla og kvenna og
stökk og ganga karla.
Mótinu lauk í gær og hafði þá
tekizt að mörgu leyti hið bezta þrátt
fyrir stirt veðurfar. ¦— Helztu úrslit
voru þessi:
Svigmeistari kvenna varð Ingi-
björg Árnadóttir, Rvík, en brun-
rmeistari Sólveig Jónsdóttir, einnig
frá Reykjavík.
ísfirðingar unnu 4x10 km. skíða-
göngu.
Jóhann Jónsson, Strandasýslu,
varð meistari í 18 km. göngu og
unnu Strandamenn sveitarkeppni í
þeirri göngu.
Svigmeistari varð Asgeir Eyjólfs-
son, Rvík, en Isfirðingar unnu 4
manna sveitarkeppni í svigi og þar
með sæmdarheitið „bezta svigsveit
íslands".
Meistari í stökki varð Jónas Ás-
geirsson, Siglufirði, en brunmeist-
ari varð Stefán Kristjánsson, Rvík
(Húsvíkingur) og einnig meistari í
tvíkeppni í svigi og bruni. Meistari í
tvíkeppni í göngu og stökki varð
Haraldur Pálsson, Siglufirði, en
næstur honum þar varð Guðmundur
Guðmundsson, Akureyri.
Þingeyingar sendu mikla sveit
manna til skíðagöngunnar, og gerðu
sér góðar vonir um sigur þar, enda
leit um skeið út fyrir, að þeir mundu
sigra^ í 4x10 km. boðgöngu, en þá
vildi' það slys til, að bezti göngu-
maður þeirra, Jón Kristjénsson,
tognaði á fæti og gat eigi lokið
keppni, og eigi heldur keppt í 18
km. göngu.
Akureyringar urðu fyrir því mikla
óhappi, að snjallasti svigmaður
þeirra, Magnús Brynjólfsson, meidd-
ist á fæti í sveitarkeppni í syigi. Gat
hann því eigi keppt um svigmeist-
aratitilinn né brunmeistaratitilinn,
en við hann voru miklar sigurvonir
bundnar þar.
Gerist áskrifiendur að
ALÞYÐUMANNINUM
Jarðarför bróður okkar,
SIGURGEIBS MAGNÚSSONAR,
sem andaðist 18. þ. m.,  fer  fram  frá  Akureyrarkirkju
miðvikudaginn 27. apríl kl. 2 e. h.
Systkini hins látna.
Ömmusystir mín,
guðrUn brynjólfsdóttir
frá Vestmannaeyjum, andaðist að heimili  mínu, Glerár-
götu 1, laugardaginn 23. þ. m. — Jarðarförin auglýst síðar.
Þórunn Kristjánsdóttír.
Frá Barnaskölannm
Próf í skólanum hefjast með almennu landsprófi mánu-
daginn 2. maí kl. 8,30 árdegis, og mæti þá einnig börn,
sem hafa fengið undanþágu frá skólagöngu í vetur.
Miðvikudaginn 11. maí mæti öll 7 ára börn, fædd 1942,
til skráningar og prófs kl. 1—3 síðdegis. Geti barn ekki
komið þarf að tilkynna það.
Kennsla í vorskólanum hefst mánudaginn 16. maí kl.
9 f. h., og mæti þá öll börn fædd 1940, 1941 og 1942.
Skólaslit fara fram föstudaginn 13. maí kl. 2 síðdegis.
Sundnámskeið fyrir börn úr 5., 6. og 7. bekk hefst í
sundlauginni mánudaginn 16. maí kl. 10 árdegis. Mæti þar
öll börn úr þessum aldursflokkum, sem hafa ekki lokið
sundprófi.
Akureyri, 25. apríl 1949
SKÓLASTJÓRINN.
Geymið blaðið!
„Landsins
forni tjandi,,
hafísinn, sveimar nú fast upp
við Vestfjarðaskagann og
skammt undan hér við Norður-
landið.
Samkvæmt fréttum á sunnu-
dáginn var sá til samfelldrar
hafísbreiðu skammt út af
Horni, en talsverður íshroði orð
inn landfastur. Þá varð íss vart
út af Reykjarfirði á Ströndum,
og nokkurs íshroða hefir orðið
vart út af Kálfshamarsvík á
Skaga og Siglunesi.
Einnig er mikill ís sagður að
sjá frá Grímsey austur og norð-
vestur af eynni, svo langt sem
séð verður, og sjávarhiti er þai
kominn niður í h- 4°. Kalt hefir
verið í veðri hér norðanlands
um skeið, sérstaklega var sum-
ardagurinn fyrsti kuldalegur á
svpinn.
Nokkuð ber á kvíða hjá bænd
Þjóðsögur Jóns Árnasonar,
I.—II. bindi.
Árorit Fræðafélagsins,
samstætt.
Ævisaga Jóns Thorkelssonar,
skólameistara.
Fornaldarsögur Norðurlanda
I.—III.
Þjóðsögur Sigf. Sigfússonar,
samstætt
og ótal margt fleira.
Bókaverzlun
Björns Árnasonar.
um um heyskort, ef seint vori,
og þarf ekki að ganga að því
gruflandi, að hér geta gerzt ugg
vænleg tíðindi, verði ísavor.
Hinir bjartsýnu segja aftur:
„Kannske að blessuð síldin gef-
ist nú ríkulega í ár."Og auðvit-
að vonum við öll, að hinir bjart-
sýnu sjái alltaf rétt!
					
Fela smįmyndir
Blašsķša 1
Blašsķša 1
Blašsķša 2
Blašsķša 2
Blašsķša 3
Blašsķša 3
Blašsķša 4
Blašsķša 4