Alþýðumaðurinn


Alþýðumaðurinn - 12.02.1952, Blaðsíða 4

Alþýðumaðurinn - 12.02.1952, Blaðsíða 4
4 ALÞÝÐUMAÐURINN Þriðjudagur 12. febrúar 1952 úr hverri dttinni FJÁRSJÓÐUR Á SEYÐISFJARÐARBOTNI. Eins og margir muna, sökktu þýzkar flugvélar brezku 10 þús. lesta olíuskipi á Seyðisfirði í síð- asta slríði. — Liggur það á 40 faðma dýpi innarlega í firðinum. Nú hefir heyrzt, að Olíufélagið b.f. bafi í hyggju að reyna að ná ol'unni úr þessu skipi, kannkse líka að ná því upp. * ÞYTUR, NÝR FLUGSKÓLI. Seint á síðastliðnu ári iók lil staifa í Reykjavík nýr flugskóli, er Þytur nefnist. Standa að hon- um þrír menn: Karl Elíasson, flugmaður og Sigurður Ágústs- son og Finnur Björnsson (Sig- mundssonar hér í bæ), flugvéla- virkjar. Skólinn tiefir nú sólt um lög- gildingu og byggst geta útskrifað menn nú þegar undir atvinnu- fhigpróf og áður en langt líður einnig fyrir blindflugsrétlindi. 12 BÍLSTJÓRAR SVIFTIR ÖKULEYFI ÆVILANGT í Reykjavíh á s.l. ári jyrir ölvun við akstur. Samtals voru 130 bíl- stjárar dœmdir þar á árinu. Árið sem leið voru 130 bif- reiðastjórar í Reykjavík dæmdir fyrir brot gegn bifreiðalögum, # umferðalögum og öðrum lögum. Samkvæmt upplýsingum frá rannsóknarlögreglunni skiptast hegningar bifreiðastjóranna sem hér segir: 34 dæmdir í sektir eða fang- elsi fyrir brot gegn bifreiðalög- u.m, umferðalögum og öðrum lögum. 11 sviftir ökuleyfi um tírna fyr- ir brot gegn bifreiðalögum, um- ferðarlögum og öðrum lögum. 73 sviftir ökuleyfi um tíma fyr- ir ölvun við akstur, þar með tald- ir þeir sem hafa verið sviftir rétti til að öðlast ökuskírteini. 12 sviftir ökuleyfi ævilangt fvrir ölvun við akstur. GLERÁRÞORPSBÚAR æskja flestir eftir sameiningu Þorpsins við Akuteyrarbæ. Bæj- arstjórn Akureyrar hefir málið til athugunar. 4: LOKSINS KARTÖFLU- GEYMSLA Á VLGUM KEA? Sagt er að KEA hyggist nú reisa kartöflugeýmslu í sumar undir kartöfluframleiðslu bænda á félagssvæðinu. Er það framtak vonum seinna á ferðinni. En kannske hefir spírunartilraunin í sjúkrahúskjallaranum í íyrravet- ur ekki reynzt með öllu eins til- gangslaus og mörgum mun hafa fundizt? 40 TONN SMJÖRS eiga að vera óseld hjá Mjólkur- samlagi KEA. Ætli bændum hér við Eyjafjörð þyki Framsóknar- stjórnin alls staðar sérstaklega af- farasæl fyrir afkomu þeirra? - * BÆNDUR VIÐ EYJAFJÖRÐ fá að sögn ekki liærra fyrir mjólk sína 1951 en 1950 þrátt fyr- ir stórhækkun á mjólk sl. ár til neytenda. Aukin tilkostnaður við búin, ekkert hærra afurðaverð er uppskera bænda af gengislækkun- inni. * VITNISBURÐUR VIKUBLAÐS- INS DAGS UM VERZLUN SL. ÁRS: ..Yjirleitt muh haja verið búizt við meiri sölu en raun varð á.“ Framsókn gleymdi semsé kaup- geturýrnuninni hjá almenningi. 4< Síðastliðinn sunnudag var sagt upp minna vélstjóranámskeiði því, er Fiskifélag Islands hefir haldið hér á Akureyri í vetur um fjögurra mánaða skeið. Forstöðu- maður námskeiðsins var Helgi Kristjánsson, Siglufirði. Prófi luku 28 nemendur og hlutu þeir þessar einkunnir: 1. Aðalbjörn Sigurlaugsson 34 stig 5.57 II. einkunn. 2. Agnar Víglundsson 29% stig 4.89 II. einkunn. 3. Ármann Antonsson 34% stig 5.72 II. einkunn. 4. Benjamín Antonsson 24 stig 4.00 III. einkunn. 5. Bjarni Jónsson 25% stig 4.22 III. einkunn. 6. Friðjón Sigurjónsson 32 stig 5.33 III. einkunn. 7. Geir Egilsson 24 stig 4.00 III. einkunn. 8. Gunnlaugur B. Sveinsson 30 stig 5.00 II. einkunn. 9. Halldór Karlsson 35% stig 5.89 II. einkunn. 10. Haukur Haraldsson 26 stig 4.33 III. einkúnn. 11. Haukur Konráðsson 26 stig 4.33 III. einkunn. 12. Haukur Otterstedt 36% stig 6.11*1. einkunn. 13. Haukur Þorsteinsson 40 stig 6.67 I. einkunn. 14. Hélgi Anlonsson 41% stig 6.94 I. einkunn. 15. Hrafn Sæmundsson 36 stig 6.00 I. einkunn. 16. Ilreinn Þorsteinsson 28% stig 4.78 III. einkunn. 17. Jón Gíslason 38% stig 6.44 I. einkunn. 18. Jón Helgason 30 stig 5.00 II. einkunn. 19. Kristján Jónsson 27% stig 4.55 III. einkunn. Forseta- og nefndarfeouiingar í bœjarstjórn 20. Matthías Björnsson 38% stig 6.39 I. einkunn. 21. Páll Jónsson 32 stig 5.33 II. einkunn. 22. Pétur Helgason 35% stig 5.94 II. einkunn. 23. Sigurður Jónsson 43% stig 7.22 ág. einkunn. 24. Sigtr. Kristjánsson 42% stig 7.11 ág. einkunn. 25. Símon B. Þórsson 45% stig 7.61 ág. einkunn. 26. Þorsteinn Einarsson 27 stig 6.17 I. einkunn. 27. Þórhallur Ellertsson 34% stig 5.72 II. einkunn. 28. Örn Stefánsson 24% stig 4.05 III. einkunn. Trnxa á Akureyri Síðastliðinn föstudag kom danski töframaðurinn Truxa og kona hans hingað til bæjarins til sýninga á vegum Sjómannadags- ráðs Reykjavíkur. Rennur ágóð- inrt af sýningum þeirra hjóna, svo sem kunnugt er, til byggingasjóðs dvalarheimilis aldraða sjómanna. Hafa sýningar þeirra, bæði í haust og nú í vetur verið mjög fjölsóttar í Reykjavík. Hið sama varð og uppi á teningnum hér, því að á 7 sýningum, sem haldn- ar voru föstudag, laugardag, sunnudag og mánudag var alltaf húsfyllir, enda er Truxa talinn mjög snjall töfrabragðameistari, þótt „glansnúmer“ sýninga þeirra bjóna sé hvarvetna „hugpanar Iestur“ frúarinnar. Bakkabræður í Nýja Bíó Um síðustu helgi sýndi Óskar Gíslason hér í Nýja Bíó íslenzku kvikmyndina Bakkabræður. Eru þar sýndar hinar tröllheimskuleg- ustu athafnir tröllheimskra manna, og verður að segjast eins og er, að slíkar myndir hafa harla takmarkað gildi, en það má auð- vitað segja um mjög margar er- lendar kvikmyndir, sem þó þykja skemmtilegar. Á bæjarstjórnarfunli sl. þriðju- dag fóru fram kosningar á forset- um og riturum bæjarstjórnar, svo og þeirra nefnda, er árlega er kos- ið í. Kosningar féllu þannig: Forsetar: Þorsteinn M. Jóns- son, forseti, Sverrir Ragnars, 1. varaforseti, Steindór Steindórs- son, 2. varaforseti. Ritarar: Helgi Pálsson og Bragi Sigurjónsson. Bœjarráð: Steindór Steindórs- son, Jakob Frímannsson, Jón G. Sólnes, Guðmundur Jörundsson, Tryggvi Helgason. Varamenn: Bragi Sigurjóns- son, Kristinn Guðmundsson, Helgi Pálsson, Sverrir Ragnars, EFsabet Eiríksdóttir. Bygginganefnd, innan bæjar- stjórnar: Þorsteinn M. Jónsson, Bragi Sigurjónsson. Utan bæjar- stjórnar: Óskar Gíslason, Karl Friðriksson. Hajnarnejnd, innan bæjar- stjórnar: Kristinn Guðmundsson, Helgi Pálsson. Utan bæjarstjórn- ar: Albert Sölvason, Magnús Bjarnason. Rajveitustjórn: Steindór Stein- dórsson, Kristinn Guðmundsson, Sverrir Ragnars, Indriði Helga- son, Guðmundur Snorrason. F ramfœrslunejnd: Kristbj örg Dúadóttir, Helga Jónsdóttir, Elín- borg Jónsdóttir, Elísabet Eiríks- dóttir, Kristján Árnason. Varamenn: Gunnar Steindórs- son, Jónína Steinþórsdóttir, Ingi- björg Halldórsdóttir, Eiríkur Ein- arsson, Eggert Ól. Eiríksson. Kjörskrárnejnd: Brynjólfur Sveinsson, Þórður Valdimarsson, Guðmundur Jörundsson. Yjirkjörstjórn: Kristinn Guð- mundsson, Kristján Jónsson, full- trúi. Varamenn: Indriði Helgason, Jón Þorsteinsson, lögfræðingur. Sljórn Sparisjóðs Akureyrar: Haukur Snorrason, Kristján Jóns- son, fulltrúi. Varamenn: Baldur Guðlaugs- son, Tómas Steingrímsson. Endurslcoðendur Sparisjóðs Ak- ureyrar: Heiðrekur Guðmunds- son, Sigurður Jónsson, Skólastíg 11. Varamenn: Stefán Jónsson frá Yztabæ, Jón Þorvaldsson, smiður. Aðalfundur Akureyrardeildar KEA verður haldinn að Hótel KEA fimmtu- daginn 14. þ.m. eins og áður hefir ver- ið auglýst. Gömlu dansarnir verða æfðir í Skjaldborg mið- vikudagskvöld 13. þ. m., kl. 9.30—11. - Aðgangs- eyrir kr. 3.00. Félagar - eldri en 15 ára - fjölmennið og gætið tímans. — Mætið stundvíslega. — Stjórnin. Endurskoðendur bœjarreikning- anna: Páll Einarsson, Brynjólfur Sveinsson. Varamenn: Árni Sigorðsson. Marteinn Sigorðsson. Kommúnistar beiddust hjálpar fulltrúa Alþýðuflokksins til að fá mann í hafnarnefnd og annan endurskoðanda bæjarreikning- anna. Ekkert vildu þeir þó bjóða í staðinn nema kjör Alþýðuflokks- manns í stjórn Sparisjóðsins. Sáu fulltrúar Alþýðuflokksins enga ástæðu til að halda undir höfuð- ið á konnnúnistunum, sem sí og æ hræsna um samstarf, en vilja það ekki í neinni einlægni. Eru þeir og í greinilegri fylgishrörnun hér í bæ. Enn um næturhávaðann í miðbænum. Vegna ummæla í síðasta blaði um ónæði í miðbænum og starf lögreglunnar hefir bæjarfógeti beðið blaðið um eftirfarandi at- hugasemd: Urn fyrri helgi tnun nokkuð hafa kveðið að ónæði í miðbæn- um, einkum frá ölvuðum mönn- um, eins og oft endranær, en að sjálfsögðu eru misjafnlega mikil brögð að slíku. Ástæðan til þess, að slíks ónæðis gætir svo að segja eingöngu í eða við miðbæinn, er að sjálfsögðu sú, að þar og í næsta nágrenni eru öll samkomu- húsin, og þegar fólk kemur af samkomum, fer það oft saman í hópum og hættir þá við, að verði viðsjár með þeim, sem drukknir eru; en þótt svo sé ekki, veldur hávært tal þessa fólks og annar hávaði frá því truflun á nætur- friði þegaV umferð er orðin lítil í bænum að öðru leyli. Er þetta leiður ósiður, sem ætti að afleggj- ast hið fyrsta, og væri þakkar- vert, ef blöð bæjarins vildu stuðla að því. Varðandi afskipti lögreglunnar af þessum málum vil ég segja það, að ég tcl, að hún geri það, sem í hennar valdi stendur til þess að slemma stigu við ónæði á kvöld- in og nóttunni. Meirihluti þeirra lögregluþióna, sem að starfi eru, fer að jafnaði á þessum tímum méð skömmu millibili íil eftirlits um miðbæinn og næsta nágrenni og að samkomuhúsum, þar sem sánikomur eru haldnar, og leitast eftir megni við að halda uppi ró og reglu, og eftir að dansleikjum lýkur, eru allir lögregluþjónarnir yf'rleitt úti við eftirlit í 1—2 klst., ef með þarf, að einum undan- skildum, sem heldur vörð á varð- stofunni. En þar sem ekki geta verið að jafnaði fleiri en 4—5 menn að starfi á greindum tímum og einatt^r í mörg horn að líta, er hætt við, að í miðbænum, þar sem segja iná, að allra leiðir.liggi um, verði á stundum nokkurs ónaiðis vart, án þess að lögreglan sé komin samstundis þar að. Oll þessi atriði þurfa menn að hafa í huga, þegar mál þessi eru rædd, en að sjálfsögðu skoðar lögregl- an það eitl af sínum aðalskyldu- störfum að stuðla að því, að næt- urfriður haldisl í bænum.

x

Alþýðumaðurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðumaðurinn
https://timarit.is/publication/597

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.