Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Dżraverndarinn

PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |


Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Dżraverndarinn

						Dúnleitir.
Eftir ólínu Andrésdóttur.
Ölína Andrcsdóttir.
Þegar eg var 15 ára, átti
eg heima í Skáleyjum á
Breiðafirði. Eg var þá farin
að vinna alla vinnu með full-
orðnu stúlkunum. Þá um
vorið var ákveðið, að eg
skyldi verö'a fjórða stúlkan
i dúnleitunum. Okkur var
fenginn lítill, fjórróinn bát-
ur, og höfðum við allan veg
og vanda af honum, meðan
á leitunum stóð. Sú okkar, sem var elzt, vitrust og
duglegust, hafði formennskustarfið á hendi, og
hlýddum við henni tvímælalaust. Var okkur það
ljúft, því að hún var ein af þeim gimsteinum mann-
kynsins, sem flestir geta elskað. -— Hún hét Guðrún.
Það var sólbjartan júnimorgun einn, að við ýtt-
um frá sandi, og var ferðinni heitið til Hróaldseyjar.
Hún liggur fyrir sunnan bæjareyna. Nokkrir hólm-
ar eru fyrir sunnan hana og bera nafn af henni, og
eru einu nafni nefndir Hróaldseyjarhólmar, en þó
ber hver þeirra sitt nafn. Einn af hólmum þessum
heitir Melhólmur. Þaö eru nú meira en 50 ár síðan
eg kom í þann hólma. En mér stendur hann enn
fyrir hugsýn eins og eg sá hann í fyrsta sinn.
Við rerum allar steinþegjandi í blíðalogninu. Sjór-
inn var eins og skyggður spegill, eða mér sýndist
hann þó öllu fremur líkur ljósbláum silkidúk, sem
saumaðar eru i rákir og rósir með gullvír, því að
blessuð sólin skein í heiði og varpaði geislaílóði sinu
yfir   gáralausan  hafflötinn.   Og   mér   sýndist   líkast
því, sem dýrindis perlum, í öllum litum regnbogans,
væri stráð yfir haf og hauður. Eg horfði ýmist á
sjóinn eða himininn — eg vissi ekki, hvor mér þætti
fegurri.
—  Um hvað ertu að hugsa, stelpa? kalláSi Guð-
rún.  Sérðu ekki, að við erum að lenda?
Eg leit við og sá, að við vorum að lenda i Mel-
hólma. Eg reri í hálsi og átti að taka á móti, þegar
lent var. Brá eg skjótt við, lagði inn árina, tók fest-
ina og stökk upp á sléttan sandinn, valdi bezta stein-
inn, sem eg sá í fjörunni, og festi bátinn við hann.
Eg f ór nú að litast um. Þegar hvíta sandinn þraut,
rétt við flæðarmálið, óx þar þéttur sveigur af fjöru-
blágresi. En það hefi eg hvergi séð, síðan eg fór
úr Breiðafirði. Svo tók við fagur hringur úr háum,
þéttum melstöngum. Hólminn var bungumyndaður,
klæddur alls konar lyngi og blómum. Þar hefi eg
séð stærst krækiber og fjallagrös. Þar óx einnig
storkablágresi, villibaunir, Baldursbrá og hvönn, og
svo stórvaxið og ilmrikt blóðberg, sem þar, hefi eg
hvergi séð.
Þegar eg var að virða þessa dásamlegu Paradis
fyrir mér, kallaði Guðrún:
—   Hvaða missmíði er nú þarna á hólmanum,
stúlkur ?
Við litum allar þangað, er hún benti, og sáum
þar einhverja strj'tumyndaða hæð. Hún var fyrir-
ferðarmikil, gildust neðst, en mjókkaði, er upp eftir
dró. Efsti hluti hennar var mjallhvitur, roðinn sól-
argeislum, og minnti eigi lítið á blæ Snæfellsjökuls
á heiðskírum aftni. Við hröðuðum okkur, sem mest
við máttum, og er við komum í námunda við þetta
fyrirbrigði, sáum viS, að það hreyfðist.
Drottning fuglanna, svanurinn, sat þarna í dyngju
sinni, prúð og tiguleg.
					
Fela smįmyndir
Kįpa I
Kįpa I
Kįpa II
Kįpa II
Blašsķša 17
Blašsķša 17
Blašsķša 18
Blašsķša 18
Blašsķša 19
Blašsķša 19
Blašsķša 20
Blašsķša 20
Blašsķša 21
Blašsķša 21
Blašsķša 22
Blašsķša 22
Blašsķša 23
Blašsķša 23
Blašsķša 24
Blašsķša 24
Blašsķša 25
Blašsķša 25
Blašsķša 26
Blašsķša 26
Blašsķša 27
Blašsķša 27
Blašsķša 28
Blašsķša 28
Kįpa III
Kįpa III
Kįpa IV
Kįpa IV