Víðir


Víðir - 04.07.1931, Blaðsíða 3

Víðir - 04.07.1931, Blaðsíða 3
Víöir 3 iTil minnis. Bœjarfógetaskrifstofan opin kl. 1—3 og 5'|2—6V2 Bœjarstjóraskrifstofan opín kl. 1 — 2 og 5—7 Bœjargjaldkeraskrifstofan opin kl. 1—2 og 5—7 Héraðslœkttir kl. 1—3 og 6--7 Simi 29. P. V. G. Kolka kl, 1 —2 og 6^/2—7Vj virka daga og kl. 3—4 sunnudaga. Sfmar 61 og 161. Rjarl Jónasson á Lundi k). 11 —12 og 4—6 virka daga og k). 1—2 sunnu- daga Símar 151 cg 17. Leifur Sigfússon, tannlœknir k'. 1—5 og oft k). 11 —12 og 6—7 Simi 125. Sjúkrahúsið Heimsóknartimi kl. 3—4 al)a daga. Pósthúsið opið kl. 10 —12 og 1—6. Útvcgsbanki Islands h. f. opin kl. 11—12 og’ 1—3. Landssíminn opinn kl. 8 f. h. til 9 e. h. virka daga og kl. 10 f. h. til 8 e. h. sunnudaga. Ljósmyndastoja K O. opin kl. 1—7 virka daga og 1—3 sunnudaga. Bókasafnið opið sunnud., þriðjud., flmtud. og laugar. kl. 5—7, útlán á sama tima. Baðhúsið opið k). 9—12 og 1—7 alla daga neina laugardaga. Sími 85. harðstjórarnir rússnesku leiðina tii að afla Kommúnismanum fylgis. Öllum ber saman um, sem til þekkja, að úr rússneska Komm- únismanum sé oröin haröstjórn, verri og böðulslegri gagnvart þjóðinni, sérstaklega bændum og verkamönnum, heldur en harðstjórn keisaratímabilsins. 1927 voru rússnesku bændurn- ir fengnir til stuðnings byltinga- mönnum og þeim iofað gulii og grænum skógum. Alt gekk vel meðan verið var að brytja niður jarðir stóreignamannanna og út- hluta þeim til bænda. En nú er komiö annað hljóö í strokkinn. Bændurir eru nú ofsóttir af hin- um fyrri samherjum sínum. Kommúnistarnir reka þá nauðuga viljuga í hnappheldu rikisbúskap- arins, þar ar bóndinn ekki annað en ánauðugur þræll, sem er skip- að fyrir hvað hann eigi að vinna og af mörkum að láta og úthlut- að lifsviðurværi af skornum skamti. Um frelsi og sjálfstæða ákvörð- un fyrir bóndann eða skildulið hans er ekki að ræða alt slíkt er marið undir járnhæl yfirboð- aranna, Kommúnistanna, óðar en á því bólar. í öðrum löndum álfunnar gengur viðieitni ríkisvaldsins í þá átt, að gera bændur sem óháð- asta og sjálfstæðasta, með því þykir sýnt, að þeir njóti best krafta s'nna, og framieiðsla þeirra og búskapur gangi vel. í landi Kommúnistanna er þetta alt öfugt, þeir gera bændastétt stna að kotbændum og það sem verra er, taka frá þeim alla löng- un til sjálfsbjargarviðleitni með því að svifta þá yiirráðum yfir eigum sínum og gera þá að blá fátækum og hungruðum þrælum ríkisvaldsins. Atle'ðingin er sú, sem raun ber vitni um. Framleiðslunni stórhrakar þrátt fyrir dráttar- vélar og nýtískutæki, verkfræð- inga og verksmiðju-búskap. Kommúnistarnir sem öllu ráða í Rússlandi hafa með aðförum sínum tekið vinnugleðina og starfslöngunina frá bændum. Vinnan er orðin nauðungarvinna unnin af þrælsótta. það gerir gæfumuninn. Bæjarvinnan. Á síðasta bæjarstjórnarfundi var í einu hljóði samþykt, að leggja fyrir bæjarstjóra, að taka i bæjarvinnuua og í vinnuna við olíugeymirinn, aðems hér búsetta fjölskyldumenn, og skyldi hlið- sjón einnig höfð af þvi, við út- hlutun vinnunnar, hversu þungt heimili menn hetðu. Vinnan við oliugeyirinn heyrir að því leyti til undir bæjarstjórn, að félagið er vinna lætur, eða vinnuformaður þess, er skyldur til að ráða menn sína í samráði við bæjarstjórn. þetta var eitt af skilyrðum bæjarstjórnar fyrir leyfi til að byggja á þessum stað, og gert tii þess, að þeir fengju helst vinnuna sem mesta þörf hefðu fyrir hana. Knattspyrna. þeir sem vita hve fögur íþrótt knattspyman getur verið, þegar hún er vel æfð, munu hafa orðið fyrir vonbrigöum er þeir sáu síðasta kappleik á milli BTýs“ og »þórs“ það er ekki ætlun mín með þessum línum að hnýta í félögin fyrir þennan kappleik, en að eins benda þeim á það, að ef þeir vilja ná góðum árangri á komandi tíma, þá veiti þeim ekkl af að þjálfa sig betur. KnattHpyrnumenn hér í eyjum, hafa sýnt það á kappmótum í Reykjavík, að þeir eru með bestu knattspyrnumönnum Iandsins. þá vantar eigl annað en herslumun- inn, og hann er ekki mikill, til þess þeir séu þeir bestu. Ég hefi heyrt sagt, að II fl. K. R. komi frá Reykjavík um mið- jan þennan mánuð, og ætli hann að keppa hér við II fl. úr „þór“ og „Týr“. þetta er besti II fl. landsins og má því búast við að Vestmannaeyingar bíði ósigur. þó er það ekki víst. þeir eru marg- ir mjög efnilegir knattspyrnu- menn, piltarnir sem eru í öðium Hokk „þórs" og »Týs“ og er ég illa svikinn, ef þeir reynast ekki þrautseygir eins og endra nær. Ungu menn! sem eruð með- Iimir í II fl. „Týs“ og „þórs“, æflð nú af kappi/ Æfið sérstak- lega samspilið. Búið ykkur vel undir kappið að öllu leyti og hver veit nema þið vinnið. Hafið þið það hugfast, að ef þið vinn- ið K. R. þá eruð þið, besti II flokkur landsins. Svo kemur þjóðhátíðin, þá kemur knattspyrnufelagið „Vík- ingur“ hingað til Vestmannaeyja þá verður úrvalslið Vestm. , eyja að ganga fram á völlinn og sigra. Annað má ekki ske, því þetta félag hafa Vestmannaeying- ar unnið áður. Knattspyrnumenn æfið af fjöri, þá er sigurinn vís. Munið það, að nú er ykkur falið að halda uppi sæmd Hyj- anna. Z. Fangavinna. Ástralskir verkamenn neita að snerta á rússneskum vörum. í útvarp^fréttum hefur verið skýrt frá því nú hina síðustu* daga að skip kom frá Rússlandi til hafnar einnar í Ástralíu með víðarfarm. Verkamenn neituðu að vinna þó ekkert bæri á milli með kaupið, og er þeir voru spurðir að ástæðum var svarið það að þeir fengjust ekki til að hreyfa við affermingu á vörum sem fangar eða ófrjálsir menn heföu unnið að. Fregninni fylgdi og það, að jafnvel þó með einhverjum ráðum tækist að koma timbrinu á land myndu trésmiðir neita að vinna úr því, af sömu ástæðum og að framan greinir. þetta ásamt fleiru af líku tagi sýnir að sannleikurinn um ástandið t Rússlandi er farinn að koma í ljós víðsvegar. Tilgangur rússnesku ráðstjórnar- innar er sá, að eyðileggja at- vinnu fólksíns í öðrum löndum með undirboði á allskonar vör- uin, og koma þannig af stað atvinnuleysi, örbyrgð og bylting- um. Harðstjórn kotnmúnistannabýð- ur heiminum ódýra vöru og ódýrara eu hægt er að fá annars- staðar, en þetta er gert á kosnað verkalýðsins rússneska, sem er látinn vinna fyrir svo lágt kaup að hvergi eru dœmi ti) annars- staðar. En harðstjórn og kúgun Kommúnistaioringjanna hefur vamð verkamenn af því að mögla. þeir eiga elnskis úrkosti. þeir eru ekkert annað en ánauðigir menn, fangar í nauð- ungarvinnu. þetta er það ástand sem apakettirnir, kommúnistafor- sprakkarnir úti á íslandi, eru að lofa, og ginna unglinga og fáfróðasta hluta verkafólks til að hylia. Lítið vita þeir unglingar sem eru að státa með Bolsamerkið t hnappagatinu, merki ráðstjórnar- innar rússnesku, að þeir eru að hampa merki þess ríkis, sem hefur gert þegna sina að þrælum og lætur verkalýðinn sveitast fyrir sultarlaun, til að geta fleygt afurðum landsins á heimsmarkað- inn, langt undir því verði, sem önnur lönd geta boðið. Hrammur rússnesku böðlanna er með þvi að seilast til verka- manna allra þjóða, og neitun verkamannanna í Ástriíu er vörn þeirra gegn því böli sem þeir sjá yfirvofandi ef aðferð Komm- únistanna skyldi heppnast. Iþróttamenn! þið haldið á hverju ári þjóð- hátíð i Herjólfsdai. En eins og þið vitið, þá er margt þar öðru- vísi en á að vera, t. d. hve mik- ið er af grjóti í sjáltum dalnum, þar sem tjöidiu eru vön að vera og annarsstaþar á skemtisvæðinu. Vilduð þið nú ekki gera ykk- ur þann sóma, að fara nokkrum sinnum eftir knattspyrnuæfingar eða þau kvöld er þið æfið ekki og hreinsa svolítið til í dalnum. Eg skal koma með. Gamall knattspyrnuinaður. Símfregnir. Innlendar, F. B. R.vík 3. júlí 1931 þann 27 júní urðu skipverjar a M.b. Gamminum er var á leið austan frá Geirsliólma vestör að Horni, varir við skipsbómu, sem stóð upp á endann og var föst. þeir mældu dýpið beggjamegin bómunnar og var það 24 og 26 metrar. Skipverjar tilkyntu vita- málastjóra, sem fahð hefir Óðni að rannsaka þetta nánar. Kafari verður sendur vestur. Ýmsa hluti rúmfatnað klukku og fleira hefir nýlega rekið á þaraláturs- nesi. Talið er að norska skipið Ulv hafi farist á þessum slóðum. Úlendar. F. B. 3. júlí 1931 Grav Zeppelin kom í morgun kl. 6,15 Friedriekshavn. Harald Hoeffding prófessor andaðist t gær. JSasié cfluglýsié é ^JÍéi

x

Víðir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víðir
https://timarit.is/publication/600

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.