Alþýðumaðurinn


Alþýðumaðurinn - 05.12.1968, Blaðsíða 8

Alþýðumaðurinn - 05.12.1968, Blaðsíða 8
Góðborgari! Gakktu að kvöldi um aðalgötur skólabæjarins Akureyrar! Þar ráfar um skólaæskan f leit að tómstundasfamni Mundi eigi diskótek á Hótel Akurevri vera þeim hollari samastaður en gatan? - Diskótekið á Hótel Akureyri verður að veruleika nú í kvöld PYRIR stuttu síðan birtist í Degi frásögn af innliti tveggja sveitakvenna inn á kvennasnyrt ingu bæjarsalernanna undir kirkjutröppunum og undirritað- ur veit að þær hafa eigi hallað máli. Þetta er ekki sagt þeim góðu hjónum til hnjóðs er þar ráða húsum, þau eiga við erfið- leika að stríða sökum ásóknar æskunnar á þennan stað. Og þá er þú hefur gengið góðborgari um Hafnarstræti um siðkvöld, hver er sú mynd, er fylgir þér 'heim á eftir. Jú, ég veit svar þitt. Ég sá unglinga híma hér og þar í portum og innskotum klædd afkáralegum stælfötum, mörg voru reykjandi og sum kannski undir áhrifum annarra nautna- lyfja. Jú, jú, þetta er svo sem staðreynd, en bættu því ekki við með hneysklunarsvip á vörum: „Að þetta sé úrhrakið, hin glat- aða æska, sem ekkert er hægt fyrir að gera“ eins og einn betri borgari sagði við mig um dag- inn og tók þar með málið út af dagskrá með hofmannlegum virðuleikasvip, hann hafði kveð ið upp sinn „Salómonsdóm“ og þar með basta. Hann dæmdi án nokkurs efa þá 30—40 unglinga er hann leit í innskotum Hafnar strætis sem glataða æsku — og hann hlustaði ekki einu sinni á mig, þá er ég maldaði í móinn. Hann hafði kveðið upp sinn dóm, er fullnæing hans eigins sjálfsálits hafði skapað honum. En minn dómur yfir slíkum broddborgarahugsunarhætti er VEI YÐUR FARISEAR ÞÉR HRÆSNARAR. ísland getur átt nýjan Davíð Stefánsson í hópi þess æskufólks er nú ráfar eirð- arlaust um Hafnarstræti í leit að útrás fyrir athafna- og ævin- týraþrá, án eftirlits skólaforráða manna, það vill tjá sig frjálst án þess að rannsóknaraugu fylgist með hverju spori þeirra, það vill geta hlegið frjálst, stigið dans- spor frjálst, lifað tómstundir sín ar frjálst — og átt sig frjálst, þó eigi sé um annað að velja en berangur Hafnarstrætis okkar. Ég vil leyfa mér að minnast á þátt ýmsra virðulegra fulltrúa minnar kynslóðar, í því lífi sem lifað er á götum Hafnarstrætis á síðkvöldum. Þeim leiðist ef- laust lífið heima og ungmeyjar í hópi hinnar „glötuðu æsku“ er tipla eftir Hafnarstræti í stæl- fötum virðast á stundum vera lostæt veiðibráð „góðborgara" sem þó hafa SALÓMONSDÓM á vörunum, þá er þeir dæma í sínum hópi veiðibráð sína. Góð- ir hálsar, virðulegir borgarar. Hver veitir hinni „glötuðu æsku“ vínið? Hverjir eiga luxus bílana er staldra við hjá ung- meyjahópi og bjóða uppí. Götu- æskan á þá ekki, fátæklingar úr minni kynslóð eiga þá ekki — og því bið ég marga hverja þá sem leiðast heima á síðkvöldum að hætta að berja sér á bi'jóst að hætti hins „réttláta". DISKÓTEK A HÓTEL AKUREYRI. Ég frétti af tilviljun að hótel- stjórinn á Hótel Akureyri hefði áhuga fyrir að koma á fót það sem nefnt hefur verið diskótek, ég fagnaði þessarri frétt og leit- aði staðfestingar hennar hjá hótelst j óranum. Er það rétt hermt Einar, að þú viljir koma á fót „diskótek“ á H. A.? Já, það er rétt. En því miður er það ekki útkljáð ennþá, og endanleg svör hafa ekki fengizt af hálfu ráðamanna. En fyrirgefðu lieimskulega spurningu. Hvað er annars „diskótek“? Jú, það eru dansleikir, þar sem stiginn er dans, eftir plötu- spilara, þar sem nýjustu dægur lögin eru spiluð og hljómburður aukinn með góðu magnarakerfi. En í þessu tilfelli einungis fyrir unglinga. Hver er áætlun þín um þitt „diskótek“? Ég hugsaði mér að það yrði tvisvar í viku og dansað yrði frá 9 til hálf tólf gegn aðgangs- eyri og aðgangur yrði eigi leyfð ur nema aldursflokkunum frá 16—20 ára. En ef samkomulag næðist er húsið opið yngri ald- (Framhald á blaðsíðu 5) XXXVHI. árg. — Akureyri, fimmtudaginn 5. des. 1968 — Myndina tók Páll A. Pálsson við afhendingu verðlaunanna á Hótel KEA sl. þriðjudagskvöld. — Frá vinstri: Hermann Stefánsson formaður ÍBA, Kári Arnason með verðlaunaskjöldinn og Reynir Hjart- arson íþróttaritstjóri AM, er afhenti verðlaunin, en eins og AM gat um í síðasta blaði voru verðlaunin gefin af Olíusöludeild KEA og færir AM deildarstjóranum beztu þakkir fyrir vinsemd hans — og svo í lokin til hamingju Kári. Kári Árnason kosinn knattspyrnumað- ur ársins Á ÞRIÐ JUD AGSKV ÖLDIÐ var, afhenti Hermann Stefáns- son formaður ÍBA, Kára Árna- syni verðlaun sem hann hlaut í kosningu AM um Bezta knatt- spyrnumann ársins 1968, og fór afhending verðlauna frain að Hótel KEA. Kára Árnason þekkja allir íþróttaunnendur á landinu, fyrst og fremst sem miðhérja' ÍB'A- En úrslit urðu þá sem hér segir, að eins og áður er talið þá sigraði Kári Árnason með 74 atkvæðum, annar var Gunn- ar Austfjörð með 62 atkvæði og þriðji Magnús Jónatansson sem fékk 54 atkvæði, og voru þessir þrír menn lang efstir, en sam- liðsins, og einhvern haéftulég- táls voru greidd 203 atkvæði, Blásarakvintett á tónleikum TA AÐRIR tónleikar Tónlistarfé- lags Akureyrar, verða í Borgar- bíói þriðjudaginn 10. desember kl. 21. Blásarakvintett Tónlistarskól ans i Reykjavík, með undirleik Guðrúnar A. Kristinsdóttur mun flytja þar verk eftir Mozart, Paul Hindemith, Ibert og Beethoven. Það er von Tónlistarfélagsins, að þarna sé á ferðinni tónlist, sem marga fýsir að heyra. Líkt og strokkvartett er blás- ásamt samtíða tónskáldum hafa arakvinkett hyrningarsteinn skrifað gullkorn fyrir þessa kammertónlistar allra menning hljóðfæraskipan, sem sjaldan arlanda. Síðari alda meistarar, eða aldrei heyrist hér á landi. N ENGBNN AKUREYRINGUR I LANDSLIÐINU? BLAÐIÐ hefur fregnað að eng- inn Akureyringur né Vest- mannáeyingur verði valinn til landsliðsæfinga í vetur. Má furðulega kallast slíkar ráðstaf- anir. asta sóknarmann á láridinu, 'éii Kári hefur einnig léikið ' riiéð unglingalandsliði okkáf, á sín- um tíma, og síðan í lándsliðinu, og óhætt er að segja það að marga leikina hefir hann bók- staflega unnið fyrir okkur Akúr eyringa, og er það ekki ofrnælt að segja að í hverjurri leik sem Akureyrarliðið spilar, þá sé það mesti höfuðverkur andstæðinga þess að gæta Kára, enda eins ’ gott að þar sé röskur maður að verki, og eru þeir fáir varnar- mennirnir sem stöðva Kára, þegar hann er kominn á fulla ferð með knöttinn. Kári er íþróttakennari. Kári er fæddur árið 1944 og því 24 ára. Hann hefir leikið með liði KA frá því hann hafði aldur til að spila með í 4. flokki og alltaf síðan, og er nú uppi- staðan í meistaraflokki KA. Er Kári lærður íþróttakennari og kennir við Barnaskóla Akur eyrar. og dreifðust hin á fimm menn, og óskar íþróttasíðan Kára, Gunnari og Mágnúsi til ham- ingju með þær vinsældir sem þeir hafa aflað sér meðal áhorf- enda og er, ég þess fullviss að þeir eru vel að þeim komnir. okkurgóður SL. NÓVEMBER var sá næst- hlýjasti er komið hefur á þessari öld. Meðalhitinn á Akureyri var 2.9 stig, en hlýjasti nóvember á Akureyri var árið 1956, en þá var meðalhitinn 4.8 stig.

x

Alþýðumaðurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðumaðurinn
https://timarit.is/publication/597

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.