84 Hlín eftirlætisgoð hennar. María varð miðdepillinn, sem alt líf hennar snjerist um og miðaðist við. — Þegar María var liðlega tvítug veiktist hún, og náði aldrei heilsu síð- an. Hún andaðist á Vejlefjord heilsuhæli í janúar árið 1907, tuttugu og þriggja ára gómul. Þá fanst frú St. sem sólin myrkvaðist. Hún gat ekki skilið, að líf sitt hefði neinn tilgang, þegar sú, sem hún unni heitast var horfin frá henni. f mörg ár mintist hún aldrei ógrátandi á Maríu sína. Það varð henni helst til huggunar að ráðstafa eigum sínum þannig, að það sem hún Ijeti eftir sig, mætti halda uppi minningu Maríu. Tók hún til að semja arfleiðsluskrá og vakti oft við hugsun um það á nóttunni. Las hún upp kafla úr skjali þessu fyrir þeim, sem hún treysti best. Tíminn leið og hún lifði Maríu sína í 15 ár. — Smá- saman tók frú St. aftur gleði sína. Hún tók sjer nýja fósturdóttur, sem varð henni bæði til gleði og sóma. Frú Stephensen andaðist á Landakotsspítala 29. júní 1922. I mínum augum var hún ímynd sannrar höfðings- konu, og vildi jeg óska að ísland ætti margar slíkar. Akureyri í júlí 1927. Kristín Matthlasson. Ættjarðarást. Erindi flutt í Kennaraskólanum af sr. Magnúsi Hclgasyni, skólastjóra.* Ýmsir segja, að aldrei verði góð vísa of oft kveðin. Jeg held, að það sje nú ekki satt. Það má þrástagast svo á góðri vísu, fögrum orðum, hollum áminningum, jafn- * Erindið birtist samkvæmt beiðni ritstj. >Hlínar«.