Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Sumargjöfin

PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |


Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Sumargjöfin

						SUMARGJÖFIN
sem æskan lærir að láta í ljósi hugsanir
sínar og tilfinningar, en það verður best gert
með því, að vekja snemma smekk fyrir bók-
mentum, sögu og fögrum listum.
Það er og nauðsynlegt að menning verði
hverjum borgara fóstra manndygðar. Þjóð-
fjelagsstofnanir vorar eru jafnan tilefni at-
hugana og aðfinslu, og slíkt er rjettmætt.
Hver borgari landsins þarf að öðlast rjettan
skilning á eðli þeirra og uppruna og Iæra
að meta þær og virða. Skorti þá slíkan
skilning og slíka virðingu, er hætt við að
þeir verði skrumurum að bráð, sem boða
þeim hleypidóma eina, og það í eiginhags-
muna von. Einmitt nú ætti það að vera öll-
um ljóst, að þjóð vor hefir með stjórnarbylt-
ingunni lagt alt stjórnarvald jafnskiftilega og
algerlega í hendur fólksins sjálfs. Atkvæðis-
rjetturinn er því óbrigðult meðal, til þess að
framkvæma hverja breytingu er það þráir,
og ráða fram úr hverskonar hörmungum,
sem á herðum þess hvílir. Löggjafarvald og
landstjórn er að öllu leyti í höndum þess.
Árásir þær, sem gerðar eru á þjóðfjelags-
stofnanir vorar, eru aðallega á sviði fjelags-
fræði og hagfræði. í skólunum þarf því að
fara fram heilbrigð kensla um þessi efni.
Að öðrum kosti er hætt við, að þeir, sem
greiða atkvæði og gjöld til þióðþarfa, fái
ýmsar þokukendar og rangar hugmyndir,
sem leiða af sjer almenna óánægju og þjóð-
fjelagsmein. Hætt er við, að þjóðarheildin
eignist ekki þá menn í æðstu sæti sín, sem
bæði eru knúðir af ættjarðarást og hafa getu
til þess að fara viturlega og trúlega með
fjármálin, nema því að eins að útbreidd sje
þekking á undirstöðuatriðum þjóðmála, svo
að sköpuð verði heilbrigð þjóðarhugsun og
henni viðhaldið. Það ætti að vera brent inn
í meðvitund hvers einasta manns, að megin
uppspretta að þjóðarauði er iðni og spar-
semi, og að vinna fólksins er meginstyrkur
ríkissjóðsins. Sjálfsagt er að ættjarðarást sje
alstaðar kend. Þjóðvörn er nauðsyn og dygð,
en friðsamleg störf heiðvirðra manna er hið
heilbrigða og eðlilega ástand mannkynsins.
Það þarf að vera aðaltakmark, sem kept er
að í öllum mannfjelagsmálum.
Annað atriði er það, sem þarf að tryggja
í uppeldi hvers einasta borgara. Að öðrum
kosti er öll viðleitni vor vindhögg. Allur
okkar lærdómur og vísindi, fagrar listir og
siðfágun, alt er þetta fánýtt, nema það standi
á grundvelli göfugrar skapgerðar. Skorti
drengslund, sannleiksást og rjettlætistilfinn-
ingu, standi ekki þjóðarauður vor á horn-
steinum siðferðilegra og andiegra auðæfa,
þá er alt á sandi bygt og engin undirstaða
til, er framför þjóðarinnar geti bygst á.
Þroskun vitsmunalífsins getur áorkað miklu,
en ekkert er það milli himins og jarðar, sem
bætt geti upp vöntun á siðgæði, göfugri
skapgerð og trúarvissu. Sje þetta ekki fyrir
hendi, verður þjóð vor aldrei vaxin starfi
sínu.
Þegar ræða á um skólaþarfir þær, sem
nútíðin hlýtur að krefjast, þá verður mjer að
horfa með nokkrum efa fram í tímann. Við
megum vel við því, að beina meiri athygli
að skólabyggingúnum en hingað til hefir átt
sjer stað. Skólahúsið á ekki að eins að vera
þægilegt, rúmgott og heilsusamlegt, heldur
ætti það að yera sannkallað listaverk, sem
gæti vakið ást á því sem fagurt er. Bygg-
ingin sjálf á að vekja nemendunum háar
hugsjónir og verka á þá sem innblástur.
Kenslustarfíð er göfugast allra embætta.
En þungamiðja hvers skóla verður þó alt-
af kennarinn. Starf hans er göfugast allra
starfa. Það krefst rækilegs undirbúnings og
æfingar, þolinmæði og fórnfýsi og glöggrar
tilfinningar fyrir ábyrgð. Þeir, sem móta
manns-hugann, vinna ekki fyrir tímann held-
ur eilífðina. Þakklætisskuld vor til þeirra
manna verður aldrei fullgoldin. Manna, sem
helga æfi sína uppeldi æskulýðsins í landinu,
svo að hann megi öðlast frelsi fyrir þekk-
ingu  á  því sem  satt er og gott.  Þeim ber
					
Fela smįmyndir
Blašsķša 1
Blašsķša 1
Blašsķša 2
Blašsķša 2
Blašsķša 3
Blašsķša 3
Blašsķša 4
Blašsķša 4
Blašsķša 5
Blašsķša 5
Blašsķša 6
Blašsķša 6
Blašsķša 7
Blašsķša 7
Blašsķša 8
Blašsķša 8
Blašsķša 9
Blašsķša 9
Blašsķša 10
Blašsķša 10
Blašsķša 11
Blašsķša 11
Blašsķša 12
Blašsķša 12
Blašsķša 13
Blašsķša 13
Blašsķša 14
Blašsķša 14
Blašsķša 15
Blašsķša 15
Blašsķša 16
Blašsķša 16
Blašsķša 17
Blašsķša 17
Blašsķša 18
Blašsķša 18
Blašsķša 19
Blašsķša 19
Blašsķša 20
Blašsķša 20
Blašsķša 21
Blašsķša 21
Blašsķša 22
Blašsķša 22
Blašsķša 23
Blašsķša 23
Blašsķša 24
Blašsķša 24