Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Sumargjöfin

PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |


Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Sumargjöfin

						SUMARGJÖFIN
ekki að eins það kaup, er geri þeim fært
að annast lífsstarf sitt óáreittir af áhyggjum
fyrir daglegum nauðsynjum. Þeim ber og
sæmd, virðing og þakklæti alþjóðar.
S. A. þýddi.
Dagheimilið.
Ilt er að horfa á börnin á götunni hjer í
Reykjavík alt sumarið, og góðir þykjast þeir
foreldrar og eru það líka, sem hafa einhver
ráð með að koma þeim þaðan og upp í
sveit einhvern part úr sumrinu. Og þó að
þeir sjeu orðnir margir, sem sjá ráð til þess,
þá eru hinir fleiri, sem engin hafa ráðin.
Darnavinafjelagið Sumargjöf rjeðst í það í
fyrrasumar, að hafa nokkurskonar sveitaheimili,
getur maður vel sagt, fyrir börn í Kennara-
skólanum. Dagheimili var það kallað, því að
börnin fóru heim til sín á kvöldin.
Tilgangur félagsins var sá fyrst og fremst,
að koma þeim, sem þar voru af götunni og
veita þeim þar þeim gott heimili, sem var
svo' í garðinn búið, að þau fengu góðan og
einfaldan mat og nóga mjólk, — og vöndust
þar góðum siðum, jafnframt því, sem þau
gátu lifað lífi sínu úti í Guðs grænni náttúr-
unni, á Grænuborgartúnunum og melunum
þar í kring, laus við götuna og alt, sem
henni fylgir.
Þyrftu þau einhvers með eða óskuðu ein-
hvers, var hjálpin við hendina, þar sem við
vorum, sem tekist höfðum á hendur að vera
höfuð heimilisins. Ekki gat heldur verið um
það að tala, að hópurinn væri nokkra stund
eftirlitslaus, slíkt ungviði, sem þar var saman
komið.  .
Reynsla var hér engin fyrir, hvernig þetta
mætti takast, eða hvert gagn mætti af verða,
og undirbúningurinn heldur lítill. Félagið
ungt,  stofnað  um  sumarmálin  í  fyrra,  og
hafði litlu öðru yfir að ráða, en góðum og
einlægum vilja, til þess að verða börnunum
að liði. 2000 kr. sem safnast höfðu á sumar-
daginn fyrsta í fyrra, var það eina fje, er
það byrjaði þessa starfsemi sína með.
Með sannfæringu og von þeirra, sem mest-
an áhuga höfðu fyrir að eitthvað gæti fje-
lagið gert fyrir uppeldi barna, var byrjað
með þessu litla dagheimili, þannig að þó að
þessi vísir, sem alveg væri ókunnugt um ár-
angur af, væri lítill, þá myndi fjelagið altaf
geta bygt upp af honum og haldið áfram,
þótt ef til vill yrði breytt eitthvað til.
Hvað voru nú börnin að gera?
Þau veltu sjer og ljeku á túnunum, þau
mokuðu upp melinn með skóflum sínum, óku
sandi fram og aftur í litlu hjólbörunum.
Stundum var stafrófið á ferðinni, blýantar og
teiknibækur, og búnir til rammar o. fl. úr
basti. Þau hlupu af stað, þegar bjallan
kallaði í máltíðir, og þá var að þvo sjer,
áður en tiltækilegt var að setjast að borðum,
og þá varð oft handagangur í öskjunni, því
höndurnar voru margar og moldugar, enda
fór líka stundum vatn á gólfið, en þau hjálp-
uðu sjálf til að þurka það upp, eins og þau
líka þurkuðu af í dagstofunni sinni og lög-
uðu þar til á morgnana til skiftis og báru
af borðinu eftir máltíðir og sópuðu molana,
sem dottið höfðu af borðum. Borð öll og
sæti voru lág og við þeirra hæfi.
Þegar þau höfðu sest niður að borða, lásu
þau öll í einu og hvert fyrir sig góða og
gamla borðbæn, tóku "mundlínuna, sem lá í
umslagi á hverjum diski og létu framan á sig
og tóku sér skamt, eftir að búið var að biðja
þau að gera svo vel. Stóðu upp frá borðum
þökkuðu fyrir sig og fóru til leikja sinna.
Þessu líkt liðu dagarnir þarna þessa tvo
mánuði, júlí og ágúst.
Foreldrar barnanna voru ánægð með
börnin sín þarna, og unnið var í þeim anda
eins og áður er áminst, að þau ættu þarna
heimili, sem  ljeti sjer ant um  að þeim liði
					
Fela smįmyndir
Blašsķša 1
Blašsķša 1
Blašsķša 2
Blašsķša 2
Blašsķša 3
Blašsķša 3
Blašsķša 4
Blašsķša 4
Blašsķša 5
Blašsķša 5
Blašsķša 6
Blašsķša 6
Blašsķša 7
Blašsķša 7
Blašsķša 8
Blašsķša 8
Blašsķša 9
Blašsķša 9
Blašsķša 10
Blašsķša 10
Blašsķša 11
Blašsķša 11
Blašsķša 12
Blašsķša 12
Blašsķša 13
Blašsķša 13
Blašsķša 14
Blašsķša 14
Blašsķša 15
Blašsķša 15
Blašsķša 16
Blašsķša 16
Blašsķša 17
Blašsķša 17
Blašsķša 18
Blašsķša 18
Blašsķša 19
Blašsķša 19
Blašsķša 20
Blašsķša 20
Blašsķša 21
Blašsķša 21
Blašsķša 22
Blašsķša 22
Blašsķša 23
Blašsķša 23
Blašsķša 24
Blašsķša 24