Dvöl - 03.11.1935, Blaðsíða 6

Dvöl - 03.11.1935, Blaðsíða 6
6 D V 0 L 3. nóv. 1935 Abessinía Það mun tæplega ofmælt, að allur heimurinn hafi undanfama mánuði staðið á öndinni vegna deilunnar milli Italíu og Abessin- iu, og þó sérstaklega nú síðan Italir hófu innrás sína í landið. Enginn gat um það sagt, hversu víðtækar afleiðingar deila þessi kynni að hafa. Vel mátti búast við, að hún leiddi til þess, ,að all- ur heimurinn stæði innan skamms í ófriðerbáli. Er langt frá því, að útséð sé um það enn, þó að ef til vill friðvænlegar horfi í svipinn. Abessinia, sem fjöldi manna vissi tæplega annað en nafnið á fyrir nokkrum mánuðum, er nú allt í einu orðin efst í allra huga og á hvers manns vörum. Flestir hér um slóðir munu hafa samúð með íbúum landsins, sem nú eru til neyddir — lítt búnir að ný- tízku vopnum — að mæta her stórþjóðar, sem öllum nýjustu drápstækjum hefir yfir að ráða. En Abessiniumenn eru hraustir og herskáir og landi þeirra auk þess þannig háttað, að erfitt er til sóknar. Það er þess vegna mjög óvíst — og að áliti sumra sérfræðinga ólíklegt — að ítalir sæki gull í greipar þeirra. Abessinia (Iíabesch Aitiopya) er stórt land, 800 þús. km.2 að stærð, eða nálega átta sinnum stærra en ísland. íbúatalan er á- ætluð um tíu miljónir, en mann- tal fer þar ekki fram. Svæði það, sem byggt er Abessiniumönnum, þ. e. hálendið um norður- og vest- urhluta landsins, fylkin Tigré, Amhara, Godscham og Sohoa, er þó ekki nema tæplega þi'iðjungur af öllu landrými ríkisins, eða um 240 þús. ferkm., með fjórum milj- íbúa. En allt láglendið um suður- og austurhluta landsins er byggt öðrum þjóðflokkum. Stór svæði eru þar og óbyggð að mestu. Meðalhæð hálendisins er talin yera 2000 m. yfir hafflöt. (Til samanburðar má geta þess, að Esjan er um 900 m. á hæð). Hæzti tindurinn, Ras Daschan, er 4260 m. á hæð. Landið hækkar aflíðandi frá láglendunum að norðan og sunnan, en að vestan og þó sérstaklega að austan snar- hækkar það á örstuttu bili. Há- lendi þetta er grösug háslétta. Himinháir, snævikrýndir fjalla- tindar gnæfa þar upp úr háslétt- unni, en djúpir dalir og skorning- ar, sem þverskera hver annan, skipta henni í skákir eða nokk- urskonar eyjar, sem víða er mjög örðugt uppgöngu í, jafnvel svo, að stiga þarf að setja í einstigin þar sem erfiðast er. Þetta eru því hin ágætustu vígi og ógerningur að koma þar þung- um fallbyssuin eða öðrum slíkum

x

Dvöl

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dvöl
https://timarit.is/publication/619

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.