Dvöl - 01.01.1940, Blaðsíða 66

Dvöl - 01.01.1940, Blaðsíða 66
60 D VÖL Úr gömlnrn kvæðasyrpnm I. Jon Þorleifsson — 12. maí 1825 — 12 febr. 1860 — Tckið liefii' sanian Svcinn í l)al Jón Þorleifsson var fæddur í Hvammi í Dölum. Var faðir hans þar prestur. Báðir afar hans höfðu verið prestar og þrir af langöfum ha,ns. Það var því náttUrlegt að Jón væri látinn læra til prests, enda var hann krypplingur að vexti, haldinn af „brjóstveiki og hálsmeinum" sína stuttu æfi, og því til lítils líkamlegs erfiðis fær. Jón fór í Reykjavíkurskóla og var rektors- megin í pereatinu 1850. Þaðan útskrifað- ist hann 1851, en úr prestaskólanum var hann útskrifaður 1853. Þrítugur tók hann vígslu. Næstu fjögur ár var hann prestur i Pljótshlíðarþingum, og síðan eitt ár á Ólafsvöllum, en þar dó hann árið 1860, tæplega hálffertugur að aldri. Þegar hann á barnsaldri gat ekki leikið til jafnteflis við önnur börn, sneri hann iðju sinni inn á við í hugarheima sína og byrjaði að yrkja. Við það gat hann dvalið án íhlutunar annarra, og að þeim leik boðið líkamlegu ofurefli byrginn. Hann orti allmikið af Ijóðum samdi fyrrihluta af skáldsögu, reit smápistla og þýddi lít- ilsháttar úr erlendum málum. Árið 1868 skoðaði hann, brosti og hrópaði svo í áttina til skálans. Hermaður með hvíta svuntu kom hlaupandi. Liðsforinginn fleygði til hans veiðinni og skipaði: „Steiktu þessa fiska strax, meðan þeir eru lifandi, það verður ljúffeng mál- tíð.“ Svo hélt hann áfram að reykja pípu sína. voru ljóðmæli hans prentuð í Kaup- mannahöfn ásamt fleiru af skrifum hans. Jón Þorleifsson byrjar að yrkja, svo á því verði mark tekið, árið sem Jónas Hall- grímsson deyr; og hann viðheldur litlum streng úr hörpu Jónasar og framlengir, unz hann deyr hálfum öðrum áratug síð- ar. Það er þunglyndiskenndur góðlátlega smákíminn lyriskur strengur; og hann leikur á þennan einfalda streng fyrir sjálfan sig, og aðeins sjálfan sig, — í tær- ingarbaráttu sinni og armóði meðan Gröndal, Grímur og Jón Thoroddsen kveða fyrir alþjóð manna, og Steingrími og Matthíasi eru að byrja að vaxa vængir. Jón Þorleifsson verður ekki talinn til þjóðskálda eins og áðurnefndir menn. En hann hafði engu að síður það til brunns að bera að hann á fyllilega skilið, að hans sé að nokkru minnst. Ljóð hans eru aldrei mærðarfull, og yrkisefni ekki lengra sótt heldur en efni standa til. Hugræn innsæi hins fatlaða manns er margs hefir farið á mis, samfara athugulli kímni, sem höf- undi er eðlileg; gefur ljóðum hans fylling og jafnvægi, sem oft skortir á um kveð- skap þeirra, sem þó eru meiri skáld. þessi einkenni eru ekki bundin staðháttum og aldaranda eins og það hlutræna, þau eiga rætur sínar í innri skapgerð skáldsins, og eru sprottin af reynslu og þjáningum, en mitt í þjáningum sínum átti hann nægan hugarstyrk eins og eftirfarandi vísa sýnir: „Þetta hefir líf mitt lægst liðið niður að dauðans inni, og þetta hefir hugurinn nægst haft af styrk í fátækt sinni“. Og einmitt þessvegna mun ljóðelskum
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Dvöl

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dvöl
https://timarit.is/publication/619

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.