Dvöl - 01.07.1941, Blaðsíða 76

Dvöl - 01.07.1941, Blaðsíða 76
DVÖL 234 Bæknr Mánaskin, Ijóðmœli eftir Hugrúnu. Þetta er lítil ljóðabók og fremur lítil kvæði, enda að sjálfsögðu fremur ort „til hugarhægðar“ en „til lofs og frægðar". Hið fyrra er meinlaus iðja, en hið síðara, lofið og frægðin, fellur aðeins í skaut þe:m útvöldu og fáu. Menn hafa undarlega gaman af því, að sjá ritsmíðar sínar á prenti, og gæta þess þá oft síður en skyldi, að sitt er hvað að geta rímað létt og liðlega og að hafa eitthvað að segja. Ýms kvæði í þessari bók eru snoturlega samsett, en þau vantar allflest það, sem gerir rím að ljóði og veldur því, ef vel tekst, að mann langar til að læra það og muna. Árlega eru gefnar út fleiri og færri ljóðabækur hér á landi með þessum sama annmarka. Bókin er í snotru bandi, en pappír lé- legur. Theodór Arnbjörnsson: Sagnir úr Hzinaþingi heitir nýútkomin bók, sem ísafoldar- prentsmiðja hefir gefið út. Sagnir þessar eru ritaðar af hinum nýlátna gáfumanni, Theodóri Arnbjörnssyni frá Ósi. Áður hef- ir komið út eftir sama höfund Hestar (1931) og Járningar (1938). Kafli úr bók- inni Hestar birtist í Dvöl á síðastliðnu ári, og fjallaði hann um uppruna íslenzka hestsins. Höfuðefni þessarar nýútkomnu bókar eru sagnir af Þingeyrarfeðgum, þeim Ásgeiri Einarssyni og Jóni Ásgeirs- syni, er bjuggu á Þingeyrum um og fyrir miðbik síðustu aldar. Voru þeir höfðingjar miklir og auðugir að fé, sérstaklega með- an Ásgeirs naut við, en eftir það hvarf auðurinn skjótt, enda var Jón heimsmað- ur hinn mesti, drykkfelldur og laus við heimili, en þó hinum prýðilegustu kostum búinn að mörgu leyti. Jón var mjög vel hagmæltur og talið er, að eftir hann sé hin þjóðkunna vísa: Nú er hlátur nývakinn, nú er grátur tregur. Nú er ég kátur nafni minn, nú er ég mátulegur. Margar skemmtilegar frásagnir eru í þátt- um þessum, einkum um ferðalög og góð- hesta, sukk og svall, en þá var drykkjuöld mikil hér á landi og varð mörgum góðum dreng að tjóni eins og jafnan vill verða. Bókin er rituð á góðu og þróttmiklu máli. Ragnheiður Jónsdóttir: Arfur. Áður hafa allmargar smásögur birzt á prenti eftir Ragnheiði Jónsdóttur, þar á meðal ein í Dvöl á síðastliðnu ári. Þetta er fyrsta langa skáldsagan frá höfrtnd- arins hendi og er frásagnarstíllinn léttur og liðugur eins og þeir kannast við, sem hafa lesið smásögur hennar. Efni skáld- sögunnar er „dramatískt" og of þungt og veigamikið til þess að því séu gerð full- komin skil í ekki stærri bók. Mörgum ungum höfundum hættir til þess að binda sér of þungar byrðar á þenna hátt, í stað þess að æfa sig fyrst vel og lengi við léttari viðfangsefni. Ragnheiður Jóns- dóttir hefir ótvíræða frásagnargáfu og sennilega lætur henni betur að skrifa langar sögur en stuttar. En hún ætti að velja sér léttari og bjartari söguefni. Oddur Oddsson: Sagnir og þjóðhœttir. Þetta er safn af þáttum úr atvinnu- og þjóðarháttasögu íslendinga, eins og hún gerðist á seinni hluta síðastliðinnar aldar, á unglinga- og þorskaárum höf- undar. Hefir meginefni bókarinnar verið birt áður i Eimreiðinni og Skírni, og eru lesendum að góðu kunnir höfuðþættirnir, s. s. Kaupstaðarferðir 1880—90, í verinu 1880—90, Flakk, Fiskiróður fyrir fjörutíu árum og Skinnklæði.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92

x

Dvöl

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dvöl
https://timarit.is/publication/619

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.