Melkorka - 01.03.1955, Blaðsíða 11

Melkorka - 01.03.1955, Blaðsíða 11
BÍLAÆÐIÐ er hvimleið farsótt Stiitl viðtal við Oddnýju GuÖtnundsdótiur, rithöfund Við lifum á öld flugvélanna og bílanna, að minnsta kosti eru það farartækin scm mest eru notuð nú á dögum til að komast áfram hér á landi. l>ví finnst rnanni það í frásögur færandi að hitta konu seni hefur notazt eingöngu við reiðhjól sitt til þess að sjá sig um í landinu, ferðazt á þessuin reiðskjóta um allt landið, löngum ein á ferð, og má því vera að hún hafi heyrt betur en flestir aðrir „fs- lands eigið lag“. Þessi kona, sem minnzt er hér á, er rithöfundurinn Oddný Guðmundsdóttir, og er óþarfi að kynna hana fyr- ir lesendum Melkorku. Greinar og ferðapistlar hafa birzt cftir hana í blaðinu. Við vitum að hún hefur gefið út fjórar skáldsögur, þá siðustu núna fyrir jólin, „Á því herrans ári“. — Hún er kennari og stundar farkennslti í sveitum á vetruni og segist ætla að verða síðasti farkenn- arinn á íslandi. A sumrin ræður hún sig í kaupavinntt á ólíkustu stöðum til að kynnast fólkinu og landinu sem bezt. Bækur Oddnýjar segja okkur allar eitthvað um þetta fólk, sent cr enn þá í nánum tengslum við landið og hið heilbrigðasta í okkar menningu. Það á aðdáun hertn- ar og traust. Okkur datt í hug að lesendur blaðsins hefðtt gaman af að heyra hve víða Oddný hefur komizt á reiðhjóli sínu um landið, það gæti orðið einhverjum til uppörvunar að reyna sh'kt hið sarna, og fer hcr á cftir stutt viðtal setn Melkorka átti við hana um þetta efni. — Punktalínan á kortinu sýnir leiðina sem Oddný hefur farið á hjólinu. Mér er víst óhætt að segja, að ég hef hjólað um nær alla akvegi landsins, að Vestfjörðum undanteknum, segir Oddný. Flestar jressar leiðir ltef ég farið oft. Leiðina frá Reykjavík norður á Langanes hef ég oftast farið á hjóli, jregar ég hef brugðið mér norður í átthagana. Og bílstjórinn, sem einu sinni vorkenndi mér í ódáðaveðri á Öxnadalsheiði og léði mér far niður í Bakkasel, má ekki halda, ef hann les Jretta, að ég merki á kortinu leið, sem ég hef ekki hjölað. Öxnadalslieiði hef ég farið bæði fyrr og síðar á hjóli. Vel á mirínst! Nú hugsa ég hlýlega til bílstjórá, sem bauð mér far í krapahríð, síðast, Jregar ég fór Vaðlaheiði......... . .... MELKORKA U

x

Melkorka

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Melkorka
https://timarit.is/publication/625

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.