Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Melkorka

PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |


Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Melkorka

						Þjóðkunnar konur svara fyrirspurnum
um kvenréttindamál
Melkorka lagði eftirfarandi spurningar
fyrir nokkrar þjóðkunnar konur.
1. Hvaða áhrif hefur kvenréttindabarátian
haft á lífsstarf þitt?
2.  Telur þú að kvenréttindabaráttan sé til
lykta leidd hér á landif Ef ekki, livað tel-
ur þú að helzt skorti á að kvenfólk hafi
fullt. jafnrétti við karla, og á hvern hátt
telur þú því markmiði vcrði bezt náð?
3. Finnst þcr ekki, að islenzk kvennasam-
tök geri of lítið að þvi, bœði að kynna
sér baráttu kvenna víðsvegar um heim,
\og styðja mannréttindamál þeirra á al-
þjóðlegum vetlvangi?
Elinborg Lárusdóttir,
rithófundur.
1. Hún hefur gert mér það ljóst hve konur hafa
staðið einar í lífsbaráttunni og hver nauðsyn það er að
konur skilji sinn vitjunartlma _og taki virkan þatt í
baráttu fyrir bættum kjörum kvenna og jafnrétti konu
og karls.
2. Eg tel henni hvergi nærri lokið. Það er margt sem
veldur því að konan á við verri kjör að búa en karl-
maðurinn. Kona, sem á heimili, mann og börn, en
vinnur samt i'iti, verður að vinna heimilisverkin er
heim kemur. Með þeim móti verður vinnudagur kon-
unnar tvöfaldur. Hægt er að bæta að nokkru úr þessu
með aðkeyptri hjálp við heimilið, til dæmis með því
að hafa fasta stúlku sem vinnur heimilisstörfin. Ef
börn eru á hciinilimi, mun óhætt að fullyrða að konan
verði samt að vinna eitthvað heima, ef allt á vel að
fara og verður þá vinnudagur hennar óhjákvæmilega
letigri en mannsins. Eg þekki þó fleiri en eitt heimili,
þar sem bæði hjónin vinna úti, en hafa enga húshjálp.
l'egar þau koma heim skipta þau með sér verkum.
Þetta virðist rétt og sanngjarnt og er algengt i Ameríku
en var að ég held óþekkt fyrirbæri hér fyrir nokkrum
árum. Þó mun það vera tíðara að konan sé látin ein
um öll heimilisstörf og eigi langan vinnudag.
Það skortir cnn talsvert á að konan sc jafn rétthá og
maður hennar. Það nær engri átt að maðurinn hafi
einn fjárráð heimilisins og verður að teljast mjög ó-
heppilegt og ranglátt gagnvart konunni, sem líka vinn-
ur heimilinu, engu síður en maðurinn. Hjón ciga bæði
að ráða um fjárhaginn þvi að það fé, sem aflað er, er
sameign þeirra beggja. Svo virðist sem konan sé á
þessu sviði alveg réttlaus, ef maðurinn vill svo viðhafa.
En einmitt þetta er mjög mikilvægt atriði og varðar
heill heimilanna og þjóðfélagið í heild.
Eg aðeins drap á þetta atriði, því að hér er ekki rúm
fyrir langt mál. En það verður að ráða bót á þessu.
2. Ég hcld að kvcnnasamtökin hafi gert sitt til þess
að kynna ser baráttu kvenna í nágrannalöndunum og
mér finnst að þcim hafi orðið ótrúlega mikið ágengt á
þcim vettvangi á ekki fleiri árum en liðin eru síðan
baráttan hófst hér a landi. Eins og heimurinn er í
dag er létt að fylgjast með þvi, sem gerist. Ég sc ekki
betur en konur taki virkan þátt í baráttunni mcð því
að vinna að réttindabótum kynsystra sinna a sínu eigin
landi, en betur má ef duga skal.
Jóhanna Egilsdóttir,
formaður Verkakvennafélagsins Framsóhn.
\. Kvenréttindabaráttan er margþætt eins og öll bar-
átta er, sem háð er gegn gömlum kreddum og úreltum
skoðunum.
Sannarlega mun áhrifa frú Bríetar Bjarnhéðinsdótt-
ur gaita að miklu í hugsunarhætti minnar kynslóðar,
vakning sú er hún kom af stað festi víðar rætur en
fólk gerir sér í hugarlund.
Eitt af því sem kvenréttindabaráttan hratt af stað
var stofnun V. K. F. Framsókn, og mtin það ekki ó-
merkasti þátturinn í kvenréttindamálum að berjast
fyrir bættum kjörum og kaupi kvenna við daglauna-
vinnu. En eins og þú veizt, þekki ég nokkuð þcssa sögu
hér í Reykjavík, og hef lagt þar fram lið mitt cftir því
sem kraftar og aðrar aðsta-ður hafa leyft.
2. Kvcnréttindabaráttan er náttúrlega alls ekki til
lykta leidd, Baratta fyrir réttlætinu verður aldrei til
lykta leidd, sú  barátta er eilíf, og þegar kvcnfóikið
MELKORKA
29
					
Fela smįmyndir
Blašsķša 1
Blašsķša 1
Blašsķša 2
Blašsķša 2
Blašsķša 3
Blašsķša 3
Blašsķša 4
Blašsķša 4
Blašsķša 5
Blašsķša 5
Blašsķša 6
Blašsķša 6
Blašsķša 7
Blašsķša 7
Blašsķša 8
Blašsķša 8
Blašsķša 9
Blašsķša 9
Blašsķša 10
Blašsķša 10
Blašsķša 11
Blašsķša 11
Blašsķša 12
Blašsķša 12
Blašsķša 13
Blašsķša 13
Blašsķša 14
Blašsķša 14
Blašsķša 15
Blašsķša 15
Blašsķša 16
Blašsķša 16
Blašsķša 17
Blašsķša 17
Blašsķša 18
Blašsķša 18
Blašsķša 19
Blašsķša 19
Blašsķša 20
Blašsķša 20
Blašsķša 21
Blašsķša 21
Blašsķša 22
Blašsķša 22
Blašsķša 23
Blašsķša 23
Blašsķša 24
Blašsķša 24
Blašsķša 25
Blašsķša 25
Blašsķša 26
Blašsķša 26
Blašsķša 27
Blašsķša 27
Blašsķša 28
Blašsķša 28
Blašsķša 29
Blašsķša 29
Blašsķša 30
Blašsķša 30
Blašsķša 31
Blašsķša 31
Blašsķša 32
Blašsķša 32
Blašsķša 33
Blašsķša 33
Blašsķša 34
Blašsķša 34
Blašsķša 35
Blašsķša 35
Blašsķša 36
Blašsķša 36
Blašsķša 37
Blašsķša 37
Blašsķša 38
Blašsķša 38
Blašsķša 39
Blašsķša 39
Blašsķša 40
Blašsķša 40