Skutull

Árgangur

Skutull - 06.09.1936, Blaðsíða 1

Skutull - 06.09.1936, Blaðsíða 1
Útgefandi: Alþýðusamband Vestfirðingafjórðungs. Ritstjóri og ábyrgdarmaður: Hannibal Valdimarsson. XIV. ár ísafjörður, 6. sept 1936. 27. tbl. IsfirðingarT Eflið ísfirzkan iðnað! Kaupið Rækjur. Aflið yður þekkingar i að matreiða þær á sem allra fjöl- breyttastan hátt! Karfaveiðin er orðin sfór atvinnugrein Helmingur togaraflotans er Ná eru 17 togarar komnir á karfaveiðar, og ætla þeir að stunda þá veiði í haust. Leggja þeir upp afla sinn á Patreksfirði, Sölbakka, Hesteyri, Djúpuvik, Siglufirði og Noskaupstað. Allstaðar þar, sera karfaveiði er stunduð, vikur at- vinnuleysið á brott, því enginn veiðiskapur heimtar eins mikla vinnu í landi. Er nú líka svo komið, að ihaldsmenn eru farnir að halda þvi fram á fundum og skrifa um það i flokksblöð sin, að það seu þeir, sem hafi brotið brautina fyrir þennan atvinnuveg, og komið honum af stað. Þannig hefir það gengið, og mun ganga á næstu árum, Ihald- ið fjandskapast fyrsta sprettinn við liverri nýjung i atvinnumál- um þjöðarinnar. Það tekur síðan engan þátt i nýmælunum, fyr en þau eru kornin af tilraunastigi og hafa sýnt, að þau eru gróðavæn- leg. — En þá er íhaldið líka með á nóturnar. Og þá bregst aldrei, að það eignar sór braut- ryðjendastarfið og öll frumkvæði nýmælanna. Ef íslendingar væru flestir eða allir ólæsir og óskrifandi — væru þekkingarlausir villimenn, — þá gæti hugsast, að íhaldinu tækist að slá pólitiska mynt á slikum blekkingum. En þar sem íslondingar eru ná- lega allir bæði læsir og skrifandi °g fjdgjast fLestum þjöðum betur með opinberum niálum, þá or það heldur ósigurvænleg aðferð að ætla sér að halda uppi stórum Síldar sala til Rússlands íyrir hálfa miljón króna. Fyrir nokkru tókust samningar milli Sildarútvegsnefndar og ís- lenzk-rússneska verzlunarfólagsins um sölu á 19000 tunnum Faxa- flóasildar til Rússlands. Verðið er 22 krönur fyrir tunnuna. Tald- ar eru miklar iikur til, að meiri sildarsala muni á eftir koma til Rússlands. Hefir íhaldið i Reykjavik dag eftir dag haldið þvi fram, að Faxaflóasildin væri öll seljanleg nú kominn á karfaveiðar. pólitískum flokki á málefnaþjófn- aði einum að undangengnum hoipt- úðugum mótþróa við fiest nytja- og framfaramál landsmanna. Nálega hvert mannsbarn á land- inu veit, að núverandi ríkisstjórn lót hefja karfaveiðarnar frá Sói- bakka snemma vors 1935. Jafn kunnugt er og hitt, að Kvöldúlf- ur ári síðar neitaði að láta togara sina veiða karfa, þó hátt verð fyrir karfaaflann væri í boði. Heldur en stunda karfaveiði lét hann togara sína liggja bundna á Reykjavíkurhöfn og lét verk- smiðju sína á Hesteyri óhreyfða. Fyrst sl. vor, þegar formaður Sjálfstæðisflokksins var að reyna að espa aðra útgerðarmenn til verkfalls í þeim tilgangi að stöðva allan sildveiðiflotann, lét hann tvo eða þrjá af togurum sinum fara einn karfatúr, og nú eru allir Kvöldúlfstogararnir komnir á karfaveiðar. Staðreyndirnar eru þjöðinni, bæði i þessum karfamálum og öðrum, kunnari en svo, að íhald- inu takist að snúa þeim við sór í hag. Rauða ríkisstjórnin braut ís- inn þegar í byrjun, tók ungan visindamann í þjónustu sina, leigði skip til veiðanna, vann karfamjöli og lýsi markaði erlendis og kom hinni nýju atvinnugrein af til- raunastigi. Þjóðin hlær þessvegna um endilangt ísland, þegar íhaldið fer að eigna sér þá aukningu at- vinnuiífsins, sem af karfaveiðun- uin lðiðir. fyrir 40 kr. tunnan og reynt á alla lund að koma i veg fyrir, að þessi viðskifti tækjust. Enga tuuuu hefir þó íhaidið selt af Faxaflóasíld fyrir þetta upplogna verð sitt, enda hafa út- gerðarmenn syðra tekið Rússa- samningnum með mikium fögn- uði, og keppast um það hver um annan þveran að tryggja sór sem mesta hlutdeild í uppfyllingu hans. Að ári liðnu mun ihaldið tii- einka sór frumkvæðið að sildar- sölunni til Rússlands, á því leikur varla nokkur vafi. Samgöngubót. Hæzti fjailvegur á íslandi opnaður. Þann 3. þossa mánaðar kom fyrsta bifreiðin frá Flateyri yfir Breiðadalsheiði. Siðan hafa ver ið farnar fjöldamargar ferðir bæði vestur og norður yfir heiði, og Ijúka bilstjórar upp éinum munni um það, að veg- urinn sé bæði fallegur og góð- ur. Ferðin milli ísafjarðar og Fiateyrar tekur rúma klukku- stund, og er vegalengdin 27 kilómetrar. — Yegurinn yfir Breiðadalsheiði mun Vera hæsti fjallvegur á íslandi sem stend- ur, eða um 610 metrar yfir sjávaiflöt. Búast má við því hvað af hverju, að vegurinn spillist og jafnvel lokist vegna bleytu og ef til vill snjóa. Verður því vafalaust fjörug umferð um heiðina næstu viku og meðan bílfært er vestur um á þessu hausti. Eru þeir margir, sem ckki eira því að biða næsta vors með að fara landveg vestur og reyna þannig hina nýju samgönguleið, en auk þess sóst nú þegar ijós vottur mikillar viðskiftaþarfar miili ísafjarðar og sveitanna við önundars og Dýrafjörð. Vilhjálmur Stefánsson, landkönnuður, er hér á landi um þessar mundir i erindum fyrir flugfólagið Pau American Ainvays. Flutti Vil • hjálmur eriudi i flugmálafólagi íslands um flugleiðiua yfir ísland og lýsti áliti sínu á henni með þessum orðum: Veðurfar íslands yæti verið heppilegra frá fluglegu sjón- armiði, en um það liggur lang bezta og beinasta flugleiðin milli Ameriku og Evrópu, og ég er sannfærður um, að um ísland og nágrenni þess kvísl- ast allar flugleiðir frá Ameríku til hinna ýmsu borga í Evrópu.“ Bíó Alþýðuhússins. „Weekend“. Sýnd sunnudag kl. 9. „Roberta“. Sýnd sunnudag kl. 5. Þriðjudagssýning verður eins og venjulega og aukasýningar á mánudag og miðvikudag. Ofskynjanir Moggans. Myrkfælnir menn þykjast sjá drauga og forynjur í hverju horni. Hjartveikt fólk tryllist, hvað lítið setli út af ber. Morgunblaðið er likt slíkum veikluðum vesalingum. Í allt sumar hefir það talað um „samfylkingu11 frjálslyndu flokk- anna í landinu, og er auðsóð á skrifum þess, að það er hugsjúkt mjög yfir þessari Imynduðu flokka- samsteypu. Nú er það vitanlegt, að íhaldið væri þegar dauðadæmt sem póli- tlskur flokkur á iandi hér, ef allir frjálslyndir menn á íslandi tækju saman höndum í falslausu og traustu samstarfi um lausn allra stærstu umbótamálanna, sem nú kalla að. Þetta vita jafnvei moð- kausa'rDÍr við Morgunbiaðið, en þá skortir manndóm til að láta iítið á hræðslu sinni bera. Fyrir skemmstu komst skelfÍDg blaðsins á það hátt stig út af þessari samvinnu rauðu flokkanna, að það bjó til 9 manna uefnd Alþýðuflokksmanna, Kommúnista og Framsóknarmanna og nafn- greiudi 3 menn frá hverjum þessara flokka, sem væru að und- irbúa væntaniegt samstarf. Öll fregnin er tilbúnÍDgur frá rótum, sennilega til þess eins samansett að reyna að hræða bændur með þvi, að Framsókn vœri uú i þann veginn að hefja samvinnu við kommúnista. Væri þess óskandi, að sú stund rynni bráðlega upp, að frjálslyndu flokkarnir legðust allir á eitt um heilsteypta lausn þeirra viðfangs- efna, sem íhaldið óttast mest, að verði framkvæmd, og sem almenn- ingur má ekki við að biða eftir árum saman. Ógreidd sóknargjöid, sem féllu i gjalddaga 31. des. s. 1., óskast greidd sem fyrst. Jónas Tómasson.

x

Skutull

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skutull
https://timarit.is/publication/626

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.