Skutull

Volume

Skutull - 16.09.1946, Page 4

Skutull - 16.09.1946, Page 4
4 SKUTULL * Liggnr við landauðn í Sléttuhreppi. Neydarkall frá hreppsnefnd til ráöuneytisins. Eftirlitsmaður sveitastjórnarmálefna óskar tiilagna, þingmanna, sýslunefndar og hreppsnefndar um það, hvaða hjálp þessir aðilar telji, að helzt komi að haldi, til þess að byggð haldist í Sléttuhreppi. Þingmenn og hreppsnefnd hafa haldið fund um málið og gert sínar tillögur. Ýmsir minnast þpss e. t. v. að í vor birtist hér í blaðinu grein uni allö’murlegt ástand, er ríkjandi væri i Sléttuhreppi. Vera má, að einhverjir hafi talið, að þar væri ástandið málað full- dökkum litum, þar eð kosningar voru framundan. En því miður var svo. ekki. Nú birtir Skutull bréf, sem hreppsnefndin í Sléttuhreppi sam- þykkti einróma á fundi sínum þann 25. ágúst í sumar að senda félags- inálaráðuneytinu. Bréfið er svohljóðandi: „tít af því ástandi, sem skapast hefir í Sléttuhreppi vill hrepps- nefndin skýra hinu háa félagsmála- ráðuneyti frá því, sem hér segir: Héraðið er læknislaust og ljós- móðurlaust, og prestur er ekki heldur í hreppnum. Landssímastöð- in og bréfhirðingin á Látrum hefir verið lögð niður, en þó er bráða- birgðarsímaafgreiðsla. Úr hreppnum hafa flutt og flytja fyrir 1. okt. n. k. búferlum rúmlega eitt hundrað manns, og verða íbúar þá í hrepprtum um 180. Af þeim eru 35 sextíu ára og eldri, börn innan 10 ára 55 að tölu, en aðeins teljast 33 karlmenn 20—59 ára (verkfærir menn). Þá gefur það og nokkra hugmynd um, hvaða skarð er fyrir skildi í hreppnum með brottflutningi þessa fólks, að í fyrrverandi hreppsnefnd voru aðeins eftir tveir menn, í kjör- tjsórn Látrakjördeildar var enginn eftir er alþingiskosningar fóru fram, og varamenn heldur ekki, og allir skólanefndarmenn Látra- skólahverfis voru líka farnir. Enn fremur má geta þess, að þeir, sem burt hafa flutt, bera um helming útsvarsbyrðarinnar þetta ár. Hvernig á að snúast við slíku ástandi? — Oss heimamönnum verður ráðafátt, einkum þar sem ganga má út frá því, að brottflutn- ingur hins vinnufæra hluta íbúanna sé enn eigi stöðvaður. Hinsvegar er augljóst mál, að hlutur hinna, sem eftir eru, verður æ erfiðari,. eftir því sem fleiri fara. Auðsætt virðist því, að annað- hvort verður að gerast: Að þjóðfé- lagið geri þegar ráðstafanir til að lijálpa þeim, sem eftir eru, til þess að heyja lífsbaráttuna á _þessum stað, eða í annan stað að veita að ininnsta kosti þeim, sem verst eru settir beina aðstoð til að komast burt-til annara staða. Ástæða mundi þykja til þess, að hjálpa fólki, sem á einhvern skynd- ilegan hátt missti fasteignir sínar. Hér er í raun og veru um það sama að ræða.. Fólk hefir unnvörpum oröið að ganga frá eignum sínum verðlausum, og veitist þá mörgum erfitt að koma undir sig fótunum á nýjum stað. Auk . alls þessa skilja fáir þann sársauka, sem því fylgir að sjá heilt byggðarlag leggjast í auðn. Slíkt og þvílíkt hefir lamandi á- hrif og dregur þrótt úr þeim, sem eftir eru og alltaf sjá raðirnar þynn- ast og erfiðleikana aukast. Ilvaða atvinnulegar ráðstafanir er liægt að gera fyrir Hesteyri, Sæból og Látra? Eða treystist hið liáa ráðuneyti til að koma stórum fjöl- skyldum, sem liafa yfir verulegum vinnukfafti að ráða, til staðar, þar sem næga atvinnu væri að fá. Getur hið liáa ráðuneyti útvegað gamalmennum, sem þess kynnu að óska eða á það fallast, hælisvist? — Slíkar ráðstafanir, þótt neyðarúr- ræði séu, myndu létta þeim, sem eftir eru, nokkuð byrðarnar. Ef leggja þarf þorp eins og Látra í auðn, geta þeir síðustu af vinnu- færu fólki ekki til þess liugsað að fara og slcilja gamalmenni og ör- yrkja og aðra þá, sem verst eiga með að koma sér fyrir á nýjum stað, eina eftir. Oss er ljóst, að þetta er erfitt vandamál, og máske einstætt. En oss fannst ekki verjandi að draga lengur, að leggja málið fyrir liið háa ráðuneyti, og leyfum oss að gera það með b^éfi þessu. Auðvitað erum vér fúsir til að eiga viðræður við rikisstjórnina um þessi mál, en þess ber fyrst og fremst að minnast, að það sem gert verður, þarf og verður að gerast í skjótri svipan. Virðingarfyllst, pr. Hreppsnefnd Sléttuhrepps, Bergm. Sigurðsson. (sign.) Til Félagsmálaráðuneytisins, Bvk.“ Við þessu neyðarkalli lirepps- nefndarinnar snerist Finnur Jóns- son félagsmálaráðlierra þannig, að lianr. lagði þegar fyrir eftirlitsmann sveitastjórnarmálefna að óska til- lagna þingmanna kjördæmisins, sýslunefndar og hreppsnefndar í þessu einstæða vandamáli. Bréf eftirlitsmanns sveitastjórn- armálefna til þreppsnefndarinnar í Sléttuhreppi er svoliljóðandi: 6. september 1946. Félagsmálaráðherra hefir sent mér bréf hreppsnefndar Sléttu- hrepps, dags. 25. ágúst s. 1., með fyrirmælum um, að setja mig nú þegar í samband við hreppsnefnd og sýslunefnd og þingmenn kjör- dæmisins í því skyni að fá raun- hæfar tillögur til úrbóta á því vandamáli, sem þarna er um að ræða. Samkvæmt þessu er hér með lagt fyrir hreppsnefndina að gera nú þegar tillögur um, hvaða hjálp liún telur að helzt myndi að lialdi koma, til þess byggð fengi haldist í Sléttuhreppi. Er þess vænst, að tillögur hrepps- nefndarinnar berist hingað hið allra fyrsta. Virðingarfyllst Jónas Guðmundsson (sign.) Oddviti Sléttulirepps, Látrum, Aðalvík, N.-IS. Út af þessu bréfi héldu alþingis- mennirnir Hannibal Valdimarsson og Sigurður Bjarnason fund á Isa- firði með hreppsnefnd Sléltuhrepps þann 11. september, og er fundar- gerð þess fundar svohljóðandi: Isafirði, 11. sept. 1946. Hreppsnefnd Sléttuhrepps átti miðvikudaginn 11. sept. 1946 fund með alþingismönnunum Sigurði Bjarnasyni og Hannibal Valdimars- syni á Isafirði. Tilefni fundarins var bréf hrepps nefndarinnar til félagsmálaráðu- neytisins dags. 25. ágúst 1946, þar sem óskað var aðstoðar ráðuneytis- ins vegna þess ástands, sem skapast hefir í hreppnum ogsvar, erlirepps- nefndinni og þingmönnunum hafði borist frá eftirlitsmanni sveita- stjórnarmála. Ákveðið var að beina eftirfarandi tillögu til viðreisnar hreppsfélaginu til félagsmálaráðuneytisins, ög var þingmönnunum falið að fylgja þeim eftir: 1. Ríkið reisi tvö lítil liraðfrysti- hús, annað á Sæbóli í Aðalvík og hitt að Hesteyri. 2. Lendingarbótum þeim, sem hafnar eru á Látrum, verði fram haldið, þannig að bryggjan komi að fullum notum fyrir smávélbáta. Ráðgerð bryggja á Sæbóli verði byggð þannig að hún fullnægi þörf- unum vegna hraðfrystihússins. Á sama hátt verði séð fyrir nauðsyn- legum lendingarbótum á Hesteyri. 3. Rannsökuð verði virkjunar- skilyrði Hesteyrar og Reyðardals- ár í Norður-Aðalvík og þær virkj- aðar ef ráðlegt þykir. 4. Mælt verði upp ræktanlegt land við Hesteyri og í Aðalvík með tilliti til þess að lireppsbúar geti fengið aukin afnot af Iandi. 5. Lögð verði áherzla á að ljúka sem fyrst akfærum sumarvegi milli Hesteyrar og Sæbóls. Fenginn verði þegar læknir í Hesteyrarhérað með búsetu á Ilest- eyri. Um nauðsyn þessara ráðstafana leyfir hreppsnefndin sér að skír- skota til fyrgreinds bréfs til fé- Iagsmálaráðuneytisins. Það er álit hreppsnefndarinnar að ef þessar ráðstafanir eða aðrar, sem að líku haldi mættu koma, ekki verði gerð- ar mjög fljótlegay muni hreppsfé- lagið fara algerlega í auðn. Nefndin treystir því á aðstoð rík- isins í þessu einstæða vandamáli hreppsins. Virðingarfyllst, Má það öllum augljóst vera af framanskráðum gögnum, að ástand það, sem skapazt hefir í Sléttu- hreppi er hið alvarlegasta og næsta einstætt, og ekki hvað sízt erfitt viðfangs vegna þess, hve mikið af vinnufæru fólki er þegar flutt úr hreppnum. Þó verður að vorna það, að enn sé ekki of seint að bjarga byggð í Sléttulireppi. HAPPDRÆTTI ) til ágóða fyrir starfsemi SUNNUKÓRSINS Vinningur er Blythner-píanó að verðgildi kr. 9594,00. Verð kr. 10,00. * Dregið verður hjá bæjarfógetanum á Isafirði 10. júní 1947. Styðjið starfsemi Sunnukórsins, kaupið happdrættismiða hans og fáið yður ódýrt píanó! Miðarnir fást í báðum bókabúðunum og hjá öllum félögum Sunnukórsins.

x

Skutull

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Skutull
https://timarit.is/publication/626

Link to this issue: 34.-35. Tölublað (16.09.1946)
https://timarit.is/issue/320938

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.

34.-35. Tölublað (16.09.1946)

Actions: