Skutull

Árgangur

Skutull - 08.10.1948, Blaðsíða 1

Skutull - 08.10.1948, Blaðsíða 1
XXVI. ár. ísafjörður, 8. október 1948. 39. tölublað. Bíó ALÞVÐUHCSSINS sýnir laugardag og sunnudag kl. 9: Báðar vildu eiga hann. Aðalhlutverk: VAN JOHNSON ESTER WILLIAMS „Heyrði ég í hamrinum, hátt var Sorgarþáttur Súðavíkurvegar. Óþolandi sóun ríkisfjár. Óþarfar tafir á nauðsynlegri vegagerð. — Auðveldari leið hafnað. Fyllilega kominn tími til, að kraftur verði settur á verkið. — Þolinmæði manna löngu ofboðið. Þagnarrof. Fyrstu dagana í september skrifaði ég grein um eitt stærsta lineykslismál, sem átt liefir sér stað í framkvæind vegamála á Vest- fjörðum. Greinin birtist svo í Al- þýðublaðinu þann 18. september undir fyrirsögninni: .,,Vegagerð, sem gengur seint,,. 1 þessari grein var rakin sorgar- saga Súðavíkurvegar. Þar skýrði ég frá, að búið væri að bauka við þessa vegagerð á annan áratug, að fjárveitingar til Súðavíkurvegar á þremur .seinustu árum hefðu numið 270 þúsund krónum, en þrátt fyrir það hefði vegagerðinni ekkert miðað áfram allan þennan tíma. 1 Alþýðubl.greininni skýrði ég frá því áliti staðkunnugra manna, að fyrir það fé, sem til Súðavíkur- vegar hefir verið veitt, hefði vegur- inn nú getað verið kominn til Súðavíkur, ef hann hefði verið lagður yfir Arnardalsháls. — Ég skýrði frá viðureign vegamála- stjórnarinnar við „Hamarinn“ síð- an haustið 1946, og árangrinum af þeirri viðureign, sem sé skarðinu ofan í hann og holunni frá því í fyrrasumar utan í hann. Ég taldi ekki ástæðu til að draga fjöður yfir það, að vegamálastjóri hefði ekki fengizt til að gefa neinar upplýsingar um framkvæmd þessa verks eða kostnað við það, þrátt fyrir ítrekaðar bréflegar fyrir- spurnir af minni hendi. Vegna þessarar þagnar neyddist ég til að bera svohljóðandi fyrirspurnir fram opinberlega: „Hvað hefir skarðið og holan í Arnardalshamar kostað? Er til kostnaðaráætlun um fyrir- liuguð jarðgöng gegn um Arnar- dalshamar, og ef svo er, hverjar eru þá niðurstöðutölur þeirrar áætlunar? Hvenær má búasl við að Súða- víkurvegur komist gegn uro þessa óbilgjörnu klöpp, sem nú hefir ptaðið fyrir sérfræðingum vega- málastjórnarinnar i þrjú sumur? Er það rétt, að einn eða tveir af trúnaðarmönnum vegamála- stjórnarinnar liafi í álitsgjörðum sínum um Súðavíkurveg lagt til, að hann yrði lagður yfir Arnardals- háls“? Að greinarlokum bar ég fram þá kröfu almennings, að ef ekki ynnist á „Hamrinuin“ á næstu dögum eða vikum, eða enn ætti að bíða eftir borum eða púðri, yrði þegar að hefja vegageröina yfir Háls eöa láta ýtuna byrja strax á vegagerö- inni frá Súöavik út hlíö á þeim hlula leiöarinnar, sem öllum kemur saman umL hvar vegurinn skuli liggja. Hélt ég því fram, að þetta væru sjálfsögð vinnubrögð, og vandséð næsta, hvernig hægt yrði að standa gegn svo sjálfsagðri kröfu, eftir allan þann óverjandi drátt, sem orðið hefði á fram- kvæmd þessarar vegagerðar. Borar á ferðalagi. Af bréfum, sem mér hafa borizt, síðan greinin um Súðavíkurveg kom í Alþýðublaðinu, sé ég, að þetta mál hefir vakið athygli og furðu í öðrum landsfjórðungum. En ánægðastir eru þó þeir, sem bezt þekkja til, yfir því, að þögnin skyldi loksins vera rofin um þetta mál. Menn voru farnir að óttast, að ekkert yrði snert á verki í Súðavíkurvegi á þessu sumri. Menn spurðu hvern annan um borana, sem beðið var eftir í allt fyrra- sumar, og Vesturlandið sagði farna frá Noregi í vor og komna til Reykjavíkur á miðju sumri. Menn spurðu um hvað „Hamarsævintýr- ið“ mundi vera búið að kosta ríkissjóð. Menn gerðu að gamni sínu um hið ægilega fjall Arnar- dalsliáls, sem enginn kæmist yfir, nema fuglinn fljúgandi. Menn kímdu að boðskapnum um fyrstu jarðgöng á Islandi, en um það mannvirki skrifaði eitt af dagblöð- unum í Reykjavík fyrir mörgum mánuðum síðan. Og hjartanlega hlógu menn hér vesturfrá, þegar Guðmundur Tlior- oddsen prófessor, minnti á söguna um Búkollu og óskaði þess í út- varpserindi, að engan ætti eftir að henda það slys, þegar gatið loks- ins kæmi á klettinn, að standa fastur í gatinu. En sannast að segja er varla gerandi gaman að þessari hörm- ungu. Með sama áframhaldi líða mörg ár enn, þar til Álftfirðingar komast í akvegarsamband við Isafjörð. Verkfræðingur og verksjóri sendir á staðinn. Það verður sjálfsagt að teljast mikill merkisdagur, þegar hörðu borarnir loksins komu til bæjar- ins, en það mun hafa verið í byrjun september. Og svo var farið að bora Hamarinn. Fyrstu sögur liermdu, að nú ynnist liarða bergið eins og tré og grjótið spryngi ágætlega. Að skömmum tíma liðn- um mundu jarðgöngin verða full- ger. Þó fór brátt að kvisast, að hörðu borarnir liitnuðu. Þá var smíðaður við þá kæliútbúnaður og síðan hefir verið borað og sprengt og sprengt og borað, pn samt er sá dagur alllangt undan, að ekið verði gegn um Arnardalsliamar. Nú hefir þó verið sendur verk- stjóri að sunnan til að stjórna sprengingunum, og verkfræðingur er hér líka til að leggja á ráðin og annast yfirstjórn verksins. Þrír áverkar hlið við hlið. Nú eru liðnar fjórar vikur, síðan seinasla atlagan að Hamrinum liófst. Og víst er hann ekki óskadd- þar látið“ aður lengur. — Svolítið skarð er nú ofan í Hamarinn, og hlaut hann þann áverka haustið 1946. Mun þá hafa verið ætlunin að rjúfa hann niður í gegn, en þó var brátt horf- ið frá því ráði. Eftir sumarið í fyrrasumar er svolítil hola inn i bergið, en nú er enn sprengt á nýjum stað, og er það þó vafalaust réttara. — Virðast þetta nokkuð kákkend vinnubrögð, að ekki sé meira sagt. Menn hafa sem sé uppgötvað, að innan við Hamarinn er allhátt berg, og er nú ætlunin að leggja göngin gegn um Hamarinn á snið fram á við til sjávar og komast þannig með veginn framan við það. Jarðgöngin verða tæpast fullger þetta haustið. Þegar þetta er ritað, er seinasta holan í Hamrinum orðin 7 metra djúp og göngin þó hvergi nærri fullger að þeim hluta. Verkið hef- ir þegar staðið fast að fjórum vik- um. Alls munu göngin gegn mn Hamarinn verða allt að 30 metrum. Verður því að ganga betur en af er, ef það 4 ekki að þurfa að bíða sumarsins 1949, að lokið sé við jarðgöngin gegn um Arnardals- liamar. Upplýsingar fengnar. Ég hefi nú fyrir nokkru fengið bréf frá vegamálastjóra, og er það dagsett 18. september, þ.e. sama daginn og grein mín um Súðavíkur- veg birtist í Alþýðublaðinu. Þar upplýsir vegamálastjóri, að Lýöur Jónsson hafi fyrir allöngu siöan athugaö vegarstæöiö frá Arnardal til Súöavikur, og hafi hann mælt meö þvi, aö vegurinn yröi lagöur yfir hálsinn nokkuö nálægt gömlu götunni. Hinsvegar hafi verkfræðingar, sem þarna hafi athugað staðháttu, lagt til, að farið yrði gegn um Hamarinn, og sjálf- ur segist vegamálastjóri einnig hafa fallizt á það, er hann fór þar um í fyrra, enda hafi vegurinn þá veriö kominn inn aö Hamri. Að öðru leyti upplýsir vegamála- stjóri þetta í bréfi sínu: Haustið 1945 var vegurinn að mestu fullgerður út að Arnardalsá. Á árinu 1946 var unnið fyrir 134000 krónur i Súðavíkurvegi (það er vegurinn frá Arnardalsá að Hamri og skarðið ofan í hann). Á árinu 1947 (í fyrra sumar) var unnið í veginum fyrir 27 400 krónur. Alls eru því farnar í Súðavíkurveg frá Arnardalsá að Hamri (og i Hamariiui) á þessum tveimur árum Í6Í400 krónur. — Er það mikið fé í ekki lengri spotta. Vegamálastjórinn upplýsir enn í bréfi sínu, að verkfræðingur hafi Framhald á 4. síðu. Arnardalshamar.

x

Skutull

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skutull
https://timarit.is/publication/626

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.