Skutull

Árgangur

Skutull - 11.03.1949, Blaðsíða 3

Skutull - 11.03.1949, Blaðsíða 3
S K U T U L L 3 Harry S. Truman tók við forsetaembættinu í Bandaríkjunum 20. janúar s. 1. og voru mikil hátíðahöld í Washington. Hundruð þúsunda manna hylltu Truman, er hann ók til Hvíta hússins/eftir að hann hafði á ný tekið við forseta embætt- inu. Harry S. Truman hefur verið forseti Bandaríkja Norður- Ameríku síðan 12. apríl 1945, er hann tók við störfum fáum klukkustundum eftir andlát Franklin D. Roosevelt. Svo segja liin blöðiia. Toffaradeilan. Blaðið Vísir birti s.l. mánudag eftirfarandi frásögn uin togaradeil- una : Samningar hafa nú tekizt milli skipstjóra, 1. stýrimanna og vél- stjóra á togurunum og útgerðar- nianna. Áliættujióknunin i samningnum milli jiessara aðila er felld niður, en hins vegar fá stýrimennirnir og vélstjórar smávegis kjarabætur, en um ekkert slíkt er að ræða hjá skip stjóranum. Fá þeir nú lægri „premíu,“ en fyrir styrjöldina, en jtess ber að gæta, að þá sigldu þeir með allt að því helmingi afkasta minni skip, svo eigi er unnt að miða við það. Ósamið er enn við háseta, loft- skeytamenn og 2. stýrimenn, en eftir liádegi í dag munu samninga- fundir liefjast við þá aðila. Verkfallið á togurunum hefur nú staðið í 25 daga, eða frá 10. febrú- ar og er nú svo komið, að enginn íslenzl ur togari er að veiðum á iniðunum umhverfis landið, en flestir 'ngaranna eru bundnir við bryggjur í höfnum, en nokkrir eru enn ókomnir tii landsins. Því ber eindregið að fagna, að samningar skuli hafa náðst milli þessara aðila og má telja þá fyrsta raunhæfa sporið í þá ált, að leysa jiessa deilu milli sjómanna og út- gerðarmanna. Sýnir þetta, að báðir aðilar hafa fullan hug á, að deilan leysist á sem farsælastan hátt. Verður þess vonandi ekki langt að bíða, að gengið verði frá samning- um milli allra deiluaðila svo togar- ar okkar geti á ný flutt björg í bú. -------O------ Loftleiðir fimm ára. Flugfélagið Loftleiðir h.f., er 5 ára í dag. Félagið er stofnað fyrst og fremst með Vestfjarða flug fyrir augum og fékk til þess nokkur hlutafjárframlög frá þorpum á Vestfjörðum. Þegar félagið hóf starfsemi sína átti það eina þriggja far- þega flugvél. Nú er flugvéla- eign félagsins 10 vélar, er flutt geta 150 farþega samtímis. Loftleiðir hafa nú nýverið fest kaup á einni Katalína- flugvél og er henni sérstaklega ætlað að halda uppi samgöng- um milli Vestfjarða og Reykja víkur. Flugvél þessi er vænt- anleg til landsins á næstunni. VEGGFÖÐUR nýkomið. Guðmundur Sæmundsson, Tangaíjötu 17, Sími 47. íþróttanámskcit) viS Núpsskóla. Axel Andrésson sendikennari 1. S. 1. liefir nýlokið knattspyrnu- og handknattleiksnámskeiði á Núps- skóla í Dýrafirði. Þátttakendur voru allir nemend- ur skólans. Ennfremur barnaskóla- börn. Neinendatala var 48 piltar, 38 stúlkur, alls 86. Kennslan fór fram bæði úti og inni. Nýr íþróttasalur hefur verið reistur á Núpi, sem var tilbúinn til notkun^r um miðjan janúar. Salurinn er 8x16. Stórt leiksvið, 10x10, er við enda hans. Með annari hlið hans eru svalir. Geta með góðu móti verið 350 á- horfendur, er sýningar fara frain í salnum. Námskeiðið stóð frá 26. jan. til 1. marz, og lauk ineð kaffisamsæti, sem Axel var lialdið kvöldið áður en hann fór. Ræður fluttu 4 nem- endur skólans, kennarar og skóla- stjóri. Voru Axel færðar vinargjafir frá nemendum. Námskeiðið tókst með ágætum, og vardieilsufar í skól anum ágætt. Gunnvör. Sjóvátryggingafélag lslands hef- ur nú selt flakið af m. s. Gunnvör þar sem það liggur nú í fjörunni í Fljótavík. Söluverð mun hafa verið rúmar 6 þús. kr. Kaupendur voru þrír Isfirðingar. Undanfarna daga hefur verið unnið við að hjarga ýmsum verðmætum úr skipinu. Hressingarskáli. 1 nýkomnu Lögbirtingarblaði er frá því skýrt, að verzlun Böðvars Sveinbjarnarssonar reki á Isafirði veitingar undir nafninu Hressing- arskálinn. Verzlun Jóns Ö. BárZarsonar. Tilkynnt liefur verið að Guðm. Pétursson, kaupmaður hafi frá 1. jan. s. 1. selt eignahlut sinn í : Verzl. Guðm. Péturssonar. Verzl. París og Verzl. Bræðraborg og verð ur verzlun Guðmundar Pétursson- ar framvegis starfrækt undir nafni Jóns ö. Bárðarsonar, en hinar verzlanirnar verða reknar undir sömu nöfnum og áður. Kaupand- iiin, Jón ö. Bárðarson er einka- eigandi allra jiriggja verzlananna. Sextugur. Sigurður Sigurðsson, kennari varð 60 ára 7. j). m. Hjónaefni. Nýlega hafa opinberað tnilofun sína ungfrú Guðrún Guðmundsdótt- ir verzlunarmær og Guðmundur Ingólfsson, verzlunarmaður Reykja vik. Togarinn fsborg. kom heim úr Englandsferð í gær. Skipið stöðvast nú vegna kaupdeilunnar á togaraflolanum. Boögöngukeppni. Á Sunnudaginn kemur fer frarn i Tungudal boðgöngukeppni á skíðum. Þessi keppni er alveg ný- lunda hér og verður í fyrsta skipti keppt í henni á landsmóti þvi er hér fer fram um páskana. Þessi keppni er sveitakeppni og eru 4 menn í hverri sveit. 1 keppninni á sunnudaginn keppa 4 sveitir frá þremur íþróttafélögum. Keppendur eru 17 ára og eldri. Keppnin hefsl ki 2 e.li. Aðgangur er seldur að keppninni. -------O------- Undirbúningur að sioicnmi sementverk- smiðju. i i v i V i Atvinnumálaráðherra hefur upp- lýst, að undirbúningur hinnar fyr- irhuguðu sementsverksmiðju væri nú vel á veg kominn, en lög um sementsverksmiðju voru afgreidd á alþingi i fyrra. Hefur verið skipuð sérfræðinganefnd til að ljúka rann- sóknum varðandi verksmiðjuna og verið er að afla tilboða um teikn- ingar, byggingarlýsingar, stofn- kostnaðaráætlun og reksturskostn- aðaráætlun. Ákvörðun um staðsetn- ingu verksmiðjunnar hefur þó enn ekki verið tekin. Þegar Alþingi hafði afgreitt lögin um sementsverksmiðju, var hingað ráðinn, fyrir milligöngu sendiráðs- ins í Lundúnum, einn af kunnustu sementsfræðingum Breta, Elmquist að nafni, til að athuga þann undir- búning, sem gerður hafði verið, og kynnast aðstæðuin liér fyrir þessa starfrækslu. Skilaði hann ýtarlegri greinargerð á liðnu hausti og taldi, að hér myndi um að ræða fjár- hagslega arðbært fyrirtæki, en benti á ýmis atriöi, sem þyrftu at- hugunar og rannsóknar við áður en hafizt yrði handa um framkvæmd inálsins. Var þá hin starfandi sér- fræðinganefnd skipuð, en í henni eiga sæti Jón Vestdal, efnafræðing- ur, sem er formaður nefndarinnar, Haraldur Ásgeirsson, verkfræðing- ur og Jóhannes Bjarnason, verk- fræðingur. Sérfræðinganefndin og atvinnu- inálaráðuneytið liafa síðan samið við fyrirtækið F. L. Smith í Kaup- inannahöfn um að gera þær loka- rannsóknir, sem ekki verða fram- kvæmdar hér á landi. Hefur fyrir- tæki þetta sent sérfræðing liingað til lands, og er hann nýlega farinn utan eftir að hafa kynnt sér ræki- lega, ásamt íslenzku sérfræðinga- nefndinni, allar þær atliuganir sem gerðar hafa verið í þessu sambandi hér heima. Hefur verið samið við þetta fyrirtæki um, að það láti ,í té teikningar, byggingarlýsingar, stofn kostnaðaráætlun og reksturskostn- aðaráætlun og geri tilboð um fram- kvæmd verksins. Verður tilboð þetta siðan borið saman við önnur samskonar tilboð, sem aflað verður frá Italíu, Sviss, Frakklandi, Vest- ur-Þýzkalandi, Bretlandi og Banda- ríkjunum. --------0-------

x

Skutull

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skutull
https://timarit.is/publication/626

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.