Skutull - 27.05.1949, Side 2
2
S K U T U L L
SKUTULL
VIKUBLAÐ
Útgefandi:
Alþýðuflokkurinn á Isafirði
Ábyrgðarmaður:
Birgir Finnssori
Neðsakaupstað, Isaf. — Sími 13
Afgreiðslumaður:
GuHmundur Bjarnason
Alþýðuhúsinu, Isaf. — Sími 202
Innheimtumaður:
Haraldur Jónsson
Þvergötu 3. Isafiröi.
Úr útvarpsumrædnm
Eldhúsumræður um fjárlögin fóru
fram 10. og 17. þ.m. 1 þeim um-
ræðum lýsti Stefán Jóhann Stefáns-
son, forsætisráðherra, yfir því, að
í ráði væri að stórauka innflutning
á neyzluvörum og áð verið væri að
atliuga um afnám á skömmtun á
benzini, kaffi og kornvöru. Reynt
yrði að flytja nægilegt magn af
skömmtuðum vörum inn í landið til
þess að fólk geti ávallt fengið vörur
fyrir skömmtunarmiða, hvar sem
er á landinu. Emil Jónsson, við-
skiptamálaráðherra, upplýsti eftir-
farandi um innflutt magn nokkurra
neyzluvara, reiknað í tonnum:
1937 1947 1948
Kornvörur . 17 165 21551 31402
Sykur .. 5050 4469 5560
Kaffi 643 1283 777
Ávextir . . . . 356 3674 2184
Smjör 0 250 550
Vefnaðarv. .. 1002 1311 1136
Skóf., leður 69 152 118
Gúmmískóf. 83 90 204
Ber þessi skýrsla vott um stöð-
ugt vaxandi innflutning, enda þótt
ekki hafi tekizt að fullnægja eftir-
spurn ei'tir þessum vörum öllum.
Ennþá meiri aukning hefir átt sér
stað á innflutningi kapítalvara og
rekstursvara, samkvæmt upplýsing-
uro Emils:
1938 1947 ' 1948
Sement .... 20055 03088 58428
Járn og stál 4809 11048 12549
Brennslu- og
smurn.olía 19758 101730 127002
Blaða- og
bókapappír 554 1150 171-3
Á s.l. ári, sagði Emil, náðist í
fy.rsta sinn um langan tíma jöfnuð-
ur í viðskiptunum við útlönd, og
fyrstu 4 mánuði þessa árs hefir
einnig verið jöfnuður í þessum við-
skiptum.
Á fyrstu 4 mánuðum þessa árs
liafa alls verið flutt til landsins
21 541 tonn af vörum frá Banda-
ríkjunum. Þar af á vegum efnahags-
samvinnustofnunarinnar 10 755
tonn, eða 77,78%.
1 gegn um efnahagssamvinnuna,
sem er kennd við Marhall, höfum
við fengið 5,2 milj. dollara fyrir
vörur, seldar til Evrópulanda, 2,3
milj. dollara að láni til kaupa á
framleiðslutækjum og 2,5 milj. doll-
ara sem framlag án endurgjalds og
á áð verja því framlagi til að frani-
kvæma liluta af 4 ára áætlun ríkis-
stjórnarinnar. Þessar upphæðir
nema alls 05 milj. ísl. króna.
Þessar dollaragreiðslur hafa gert
það mögulegt fyrir okkur að halda
áfram úppbyggingu atvinnutífsins í
tandinu, og gert okkur kteyft að fá
innfluttar góðar og ódýrar vömr
frá U.S.A.
Knattspyrnufélagið Hörður hér í
bæ á 30 ára afmæli í dag. Félagið
var stofnað 27. maí 1919. Stofnend-
ur voru: Karl, Þorsteinn og Guð-
hrandur Kristinssynir, Kristján og
Jón Albertssynir, Hjörtur og Garð-
ar Ólafssynir, Þórhallur Leósson,
Dagbjartur Sigurðsson, Ólafur Ás-
geirsson, Helgi Guðmuridsson og
Axel Gíslason, eða samt. 12. Fyrsta
stjórn félagsins var þannig skipuð.
Þórhallur í.eósson, formaður, Dag-
Ijjartur Sigurðsson, gjaldkeri -og
Helgi Guðmundsson, ritari. Flestir
þessa manna voru taldir atl slyngir
knattspyrnumenn í þá daga. Sér-
staklega voru taldir efnilegir þeir
Kristinsbræður og Jón og Kristján
Alberts, svo og Þórhallur Léósson.
Fyrsti opintieri kappleikurinn
sem félagið tók þátt í var við Fót-
boitafélag Isafjarðar 17. júni 1921,
og var þá keppt í fyrsta sinn um
grip, gefinn af Einari O. Kristjáns-
syni, gullsmið. Þetta sama ár kom
liingað knattspyrnufélagið Víking-
ur úr Reykjavík og keppti félagið
við hann, en Vjkingur bar vitantega
sigur úr bítum, enda þá bezta
knattspyrnufélag landsins. Næsta
ár vinnur Horður enn gripinn og á
þátt í komu Fram úr Reykjavík
hingað. Það ár lognast „Fótboltafél.
Isafjarðar" út af og var Hörður
því eina knattspyrnufélag staðar-
ins til ársins 1926 að Vestri var
stofnaður. 1931 er félaginu skift í
aldursft. og þá stofnaður 3 aldurs-
flokkur með 26 drengjum. 1933 tek-
ur félagið handknattleik kvenna á
stefnuskrá sína. 1937 fór félagið að
æfa frjálsar íþróltir og upp frá því
að taka fleiri og fleiri íþróttagrein-
ar á stefnuskrá sína, og hefir nú á
stefnuskrá sinni alldiða íþróttastarf
semi. Félagið er nú Vestfjarðameist-
ari í frjálsum íþróttum, knatt-
spyrnu 1. og 3. flokki og í liand-
knattleik karla og er virkur þátt-
takandi i skíðaíþróttinni og á
marga mjög efnilega skíðamenn og
hefir í byggingu myndarlegan
skíðaskála á Seljalandsdal.
Félagið hefir tekið þátt í lands-
mótuin og farið iþrottaferðalög til
Norðurlandsins og Reykjavíkur.
Hörður er fjölmennasta og virkasta
íþróttafélagið á Vestfjörðum. Það
hefir mörgum góðum og efnilegum
íþróttamönnum á að skipa, og get-
Margar fleiri merkilegar upplýs-
ingar gáfu talsmenn ríkisstjórnar-
innar í þessum umræðum, en
kommúnistar sönnuðu það um
sjálfa sig, að stjórnarandstaða
þeirra er mjög veik og úrræðalaus,
enda þótt stjórnarflokkarnir eigi
ýms stór vandamál óleyst, og þeir
liggi þessvegna betur við höggi.
Helgi Guömundsson
var ritari Harðar frá 1919—1925.
Formaður frá 1926—1935. Hann
liefur því verið 10 ár formaður og
6 ár ritari.
Þórhallur Leósson,
fijrsli formaöur IJaröur.
ur því talist félagslega og íþrótta-
lega sterkt á þessum merku tíma-
mótum þess.
í Herði eru nú 338 félagar. For-
maður Harðar cr Högni Þórðarson,
Jjankabókari.
Félagið liefir ákveðið að lialda
liátíðlegt afinæli sitt um hvíta-
sunnuna ineð afmælismóti í frjáls-
um íljróttum, þar sem taka þátt í
þjóðfrægir frjálsíþróttamenn svo
sem Clausens-bræður og Finnbjörn
Þorvaldsson o.fl. iR-ingar.
Að loknu mótinu verður svo lióf
á annan í hvítasunnu. Einnig ætlar
félagið að gefa út afmælisrit, sem
kemur út um þá lielgi.
Skutull árnar Herði og Harðv.erj-
urn allra heilla á þessum merku
tímamótum í sögu félagsins, og leyf-
ir sér að bera fram þá óslc, að fé-
lagið rpegi liér eftir, sein hingað til,
blómgast og dafna. Starf það sem
Jrinn fámenni hópur, er stofnaði
félagið fyrir 30 órum hóf þá, hef-
ir þegar ljorið mikinn ávöxt, en
verkefnin eru enn mörg ag marg-
vísleg, og æskan mun fylkja sér um
þetta ágæta félag í framtíðinni, og
undir jTandleiðslu þess eflast að
líkamshreisti og lífsgleði og læra
að bera sig frjálsmannlega og síð-
ast en ekki sízt öðlast félagslegan
þroska og lipurð.
Síik félög sem Ilörður eru mann-
bætandi.
STOFA TIL LEIGU
Ágúst Ingilij artsson
Pólgötu 5
Krabbameinsvajrnar-
sjóður ísfirðinga.
Á fundi bæjarstjórnar þ. 27. apríl
s.l. var samþykkt samkvæmt til-
lögu Baldurs Jolinsens, lTéraðslæltn-
is, að stofna liér sjóð með ofan-
greindu nafni, og fer skipulagsslcrá
lians liér á eftir.
1. gr.
Sjóðurinn lieitir KraJjbameins-
varnarsjóður Isfirðinga, og er
stofnaður 1949 af Bæjarstjórn Isa-
fjarðar með kr. 1.000,00 — eitt þús-
und krónum.
2. gr.
Marlonið sjóðsins er að styrkja
liverskonar kraljbameinsvarnir, eft-
ir því sem ástæður leyfa á hverjum
tíma.
Hér undir lieyra:
1. Styrkir til útbreiðslustarfs-
semi er upplýsi fólk um eðli
kraljbameins og varnir gegn
þvi.
2. Styrkir til kaupa á tækjum til
rannsókna og lækninga á
krabbameinii
3. Styrkir til ferðalaga og lælcn-
ingar sjúklingum, sem þess
þurfa með, enda beri eigi öðr-
um aðilum að standa straum
að jjeim kostnaði.
3. gr.
Tekjur sjóðsins eru arður af
sölu minningarspjalda, sem sjóðs-
stjórnin gefur út, sem og tekjur af
m'inningargjöf'um og öðrum gjöf-
um sem sjóðnum kúnna að berast.
4. gr.
Stofnfé sjóðsins má aldrei skerða
en vaxtatekjum og öðrum tekjum
má úthluta ó hverjum tíma eftir
þörfuin, enda skal jjað fé jaifnan
vera handbært.
5. gr.
Umsóknir um styrk úr sjóðnum
skal senda skriflega til formanns
sjóðssljórnar, og skai þegar um
styríc til sjúklinga er að ræða fylgja
vottorð frá hlutaðeigandi lækni.
6. gr.
Stjórn sjóðsins skipa 3 menn.
Héraðslæknir á ísafirði, og slcal
liann vera formaður, formaður
stjórnar sjúlcrasamlags Isafjarðar,
en þegar sjúkrasamlagið verður
tagt niður tekur formaður heilsu-
gæzlunefndar sæti hans. Þriðji
maður sjóðsstjórnarinnar skal vera
sóknarpresturinn á Isafirði.
7. gr.
Reikningsár sjóðsins skal vera
almanaksórið. Skulu reikningar
sjóðsins gerðir upp í lok livers árs,
eigi síðar en í febrúarlok ár hverl.
8. gr.
Skipulagsskrá þessi óskast inn-
færð í B-deild stjórnartíðindanna.
Minningarspjöld þau, er um getur
í skipulagssskránni, munú verða til
sölu hjá sjóðsljórninni, og ennfrem-
ur veitir hún móttöku minningar-
gjöfum í sjóðinn.
VIL KAUPA
lítin hefilbekk eða rennibeklc.
Kristjón .Jónasson,
Tangagötu 12, Isafirði.