Skutull

Árgangur

Skutull - 24.12.1960, Blaðsíða 13

Skutull - 24.12.1960, Blaðsíða 13
SKUTULL 13 Guðmundur Guðmundsson. Haraldur, sendiherra, 4. Ketill, kaupfélagsstjóri, 5. Þórir, for- stöðumaður, 6. Sigurður ,bakara- meistari, 7. Þorlákur, skipstjóri, 8. Unnur, kona Bjama Ásgeirssonar, 9. Ása, bankagjaldkeri, 10. Þóra, hjúkrunarkona. Guðmundur útskrifaðist af Prestaskólanum árið 1889 og varð þá prestur í Gufudal. Hann fékk lausn frá embætti 1905 og fluttist þá til ísafjarðar. Hann var auka- kennari við bamaskólann á ísa- firði 1905—1906, en erindreki Stórstúku Islands 1906—1908 og forstöðumaður Bökunarfélags ís- firðinga 1908—1934. Hann var ár- ið 1916 kosinn forstöðumaður ut- anþjóðkirkjusafnaðar í Bolungar- vík og gegndi því starfi um hríð frá ísafirði. Guðmundur lét mjög til sín taka bæjarmál og landsmál eftir að hann kom til ísafjarðar. Var hann harðskeyttur baráttumaður bæði i ræðu og riti og er við brugðið mælsku hans á málfundum. Hann var ritstjóri Njarðar 1916—1920 og síðan Skutuls 1923—1927. Hann var ritfær með ágætum og óvenju- lega slyngur í því að flytja rök sín í samanþjöppuðu og hnitmið- uðu máli. Guðmundur var um langt skeið forustumaður Alþýðuflokksins á ísafirði. \ Ingvar Vigfússon, blikksmiður. Bæjarfultrúi 10. 10. 1910—1911. F. 6. 1. 1858. D. 2. 7. 1941. Foreldrar: Vigfús Guðnason, bóndi í Nýjabæ í Krísuvík og Anna Bjarnadóttir. Kona 1884: Sigríður Árnadóttir. Börn: 1. Anna, kona Jónasar Tómassonar, bóksala, 2. Sigríður Oddný, kona Þórarins Stefánsson- ar, bóksala, Húsavík, 3. Arnfríður kona Jóns Ól. Jónssonar, málara, 4. Vigfús, pípulagningarmaður. Ingvar settist fyrst að í Hafnar- firði og stundaði þar um margra ára skeið ýmiskonar vinnu. Hann var vel hagur og tók að leggja sig eftir blikksmíði. Árið 1897 flutt- ist hann til ísafjiarðar og stundaði Ingvar Vigfússon. þar blikksmíði og pípulagningar. Fyrsta vatnsleiðla á ísafirði var hans verk. Ingvar átti lengi sæti í sóknar- nefnd. Hann gerðist Góðtemplari 1885 og var í reglunni til æviloka. Hann var greindur maður og áhugasamur um félagsmál. Ingvar var kosinn í bæjarstjórn við aukakosningu, þegar Jón Lax- dal, verzlunarstjóri, flutti burtu. Jóhann Eggert Þorsteinsson, kaup- maður. Bæjarfulltrúi 19. 6. 1909—1920. F. 30. 1. 1878. D. 28. 5. 1947. Jóhaim E. Þorsteinsson. Foreldrar: Þorsteinn Stef áns- son, kennari, Kjarlaksstöðum í Dalasýslu og Anna N. Guðmunds- dóttir. Kona 1902: Sigríður Guðmunds- dóttir úr Reykjavík. Börn: 1. Jóhann, forstjóri, 2. Þorsteinn, verzlunarmaður, 3. Sig- ríður, gift í Bandaríkjunum, 4. Anna, gift í Rómaborg, 5. Ágústa, gift í Bandarikjunum, 6. Áslaug í Reykjavík, 7. Soffía í Reykjiavík. Jóhann Eggert ólst að miklu leyti upp á Hvoli í Saurbæ hjá Indriða Indriðasyni bónda. Hann fluttist til Isafjarðar 1895 og lærði þar söðlasmíði. Gerðist hann síðar verzlunarmaður hjá Lárusi Á. Snornasyni, kaupmanni, en var sýsluskrifari hjá Magnúsi Torfa- syni sýslumanni 1904—1907. Eftir það hóf hann verzlun og útveg ýmist sjálfstætt eða í félagi við aðra. Einnig hafði hann á hendi afgreiðslu fyrir dönsku og norsku skipafélögin, sem héldu uppi sigl- ingum hingað á fyrri árum. Hann veitti forstöðu h.f. Grút, sem hafði allmikla meðalalýsisframleiðslu, bæði á Isáfirði, Hnífsdal og í Bol- ungarvík. Um sömu mundir átti 1 hann vélbát og gerði hann út til fiskveiða. Jóhann lét bæjarmál mikið til sín taka og átti um skeið sæti í niðurjöfnunarnefnd. Honum var létt um mál og rökfastur. Hann var lipurmenni, söngmaður góður og starfaði hér í söngfélögum og leikfélögum. Jóhann Eggert var fyrst kosinn í bæjarstjórn við aukakosningu, er fór fram þegar Sigurður Á. Kristjánsson hvarf þaðan. Jón Jónsson Laxdal, verzlunar- stjóri. Bæjarfultrúi 5. 1. 1900—10. 10. 1910. F. 13. 10. 1865. D. 7. 7. 1928. Kona 1.: Kristín Egilsdóttir Jónssoniar bókbindara. Þau skildu. 2. Elín Matthíasdóttir Jochums- sonar. Dóttir þeirra: Guðrún. Jón Laxdal. 3. Inger Lehmeier, dönsk. Barn- laus. Jón vann að verzlunarstörfum frá 12 ára aldri á Akureyri, Blönduósi og í Keflavík. Hann var við nám í Kaupmannahöfn 1891— 1892, en síðan bókhaldari í Reykjavík til 1895 að hann varð verzlunarstjóri á ísafirði, við Hæstakaupstaðarverzlun, sem Leonhard Tang átti um þær mund- ir. Frá Isafirði fluttist hann 1910 og gerðist þá kaupsýslumaður í Reykjavík. Jón viar tónskáld og hefur samið mikið af vinsælum sönglögum, sem mörg hafa verið prentuð, meðal annars við ljóðaflokka um Helgu fögru og Gunnar á Hlíðar- enda eftir Guðmund Guðmundsson. Meðan hann starfaði á Isafirði æfði hann karliakór og stjórnaði söng á opinberum hljómleikum á vegum Söngfélags Isfirðinga. Jón lét allmikið að sér kveða í opinberum málum á Isafirði. Einu sinni var hann í framboði til Al- þingis, en náði ekki kosningu. Karl Olgeirsson, kaupmaður. Bæjarfulltrúi 4. 1. 1909—1915. F. 18. 1. 1867. D. 5. 1. 1956. Karl Olgeirsson. Foreldrar: Olgeir Guðmundsson bóndi að Vatnsleysu í Fnjóskadal og Helga Jónsdóttir. Kona 1903: 1. Elín Guðmunds- dóttir Sveinssonar kaupmanns í Hnífsdal. Börn: 1. Kristján d. ungbam, 2. Guðmundur forstjóri. 2. 1917: Soffía Jóhannesdóttir, kaupkona. Þau skildu. Barnlaus. Karl ólst upp við algenga sveita- vinnu. Árið 1889 fór hann á Möðruvallaskóla. Um þær mundir varð hann organisti við Möðru- vallakirkju. Hann var tvo vetur við nám í skólanum, en var á sumrum ráðsmaður hjá Jóni Hjaltalín, skólastjóra. Að námi loknu varð hann farkennari í Fnjóskadal, en skólastjóri í Hnífsdal 1893—1901. Þá fór hann til verzlunarnáms til Kaupmannahafnar. Árið 1903 varð hann verzlunarstjóri við Edinborg- arvei-zlun á ísafirði og meðeigandi fáum árum síðar. Á.rið 1917 eign- laðist hann alla verzlunina. 1 árs- lok 1918 varð Jóhann Eggert Þor- steinsson meðeigandi að fyrir- tækinu, sem þá var rekið undir heitinu Karl og Jóhann. Árið 1921 gekk Sigurjón Jónsson, skólastjóri, inn í fyrirtækið. Árið 1921 varð Jóhann E. Þorsteinsson einkaeig- andi að fyrirtækinu. Þá setti Karl á fót vefnaðarvöruverzlun. Edinborgarverzlun innleiddi nýja verzlumarhætti á íslandi, og átti ríkan þátt í því, að viðskipti breyttust úr hinu gamla horfi. Greiddi fyrirtækið innlendar af- urðir með peningum og seldi vörur gegn staðgreiðslu. Karl varð mað- ur hins nýja tíma í viðskiptalíf-

x

Skutull

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skutull
https://timarit.is/publication/626

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.