Skutull

Árgangur

Skutull - 18.04.1969, Blaðsíða 4

Skutull - 18.04.1969, Blaðsíða 4
4 SKUTULL Skíðamót Islands 1969 Vel heppnað mót þrátt fyrir erfið veðurskilyrði - Akureyringar hrepptu flesta meistarana, en Sigl- firðingar fylgdu fast á eftir - Fljótamenn sterkastir í göngu - Grænlenzku skíðamennirnir settu svip á mótið - 91 keppandi var skráður til leiks Skíðamót Islands 1969 fór fram á Isafirði um páskana. Heldur voru veður válynd og olli það talsverðum tilfæring- um á dagskrá mótsins, en þrátt fyrir óhagstætt veður tókst framkvæmdin með ágæt um. Nokkuð kom hið risjótta veður misjafnt niður á kepp- endum, eins og t.d. í stórsvig inu svo og settu hin snöggu veðrabrigði er boðgangan fór fram strik í þann reikning. En þannig verður það ætíð, það skiptast á skin og skúrir, heppni og óheppni. Víst er um það, að heima- menn mega muna sinn fífil fegri á Skíðalandsmóti. Að þessu sinni fengu þeir aðeins eitt meistarastig, í sveitasvigi Heldur voru happadísirnar ís- firðingum fráhverfar að þessu sinni, en rétt fyrir mótið slas aðist Hafsteinn Sigurðsson, sem tvímælalust er einn fremsti skíðamaður landsins í alpagreinum í dag. Þrátt fyrir handarbrot sitt tók hann Trausti Sveinsson, F sigur- vegari í 15 og 30 km göngu. Árdís Þórðardóttir, Siglufirði, sigraði í svigi og alpatví- keppni kvenna. þátt í mótinu og stóð sig með miklum ágætum, enda þótt út koman væri langt fyrir neðan það, sem búast hefði mátt við af honum, ef hann hefði gegnið heill til skógar. Húsvíska skíðafólkið kom á óvart í alpagreinum, eink- um vöktu athygli þau Björn Haraldsson og Sigrún Þór- hallsdóttir, sem öllum á ó- vart krækti sér í þriðja sæt- ið í stórsvigi kvenna. Einn Norðmaður tók þátt í mótinu, Vidar Torheid frá Rjúkan. Eins og fyrr segir var mót- ið nokkuð erfitt í framkvæmd en fyrir þrautsegju og á- kveðni var haldið áfram, þótt vissulega megi segja, að á köflum hafi verið „staðið á meðan stætt var“. En öll él birtir upp um síðir, er leið á mótið var komið hið ágætasta veður og á annan dag páska skartaði Isafjörður sínu feg- ursta vetrarskrúði í glamp- andi sól. Og með þannig mynd í huga voru Skíðalandsmótið og Skíðavikan kvödd að þessu sinni. Mótstjóri Skíðalandsmóts íslands var Jóhann Einvarðs- son, bæjarstjóri, en yfirdóm- ari Helgi Sveinsson frá Siglu- firði. Sigurvegarar mótsins urðu: Stórsvig kvenna: 1. Barbara Geirsdóttir A Stórsvig karla: 1. Ámi Óðinsson A Stökkmeistarakeppni karla: 1. Haukur Jónsson S 216,5 st. Stökkkeppni 17—19 ára: 1. Guðm. Ólafsson Ó 191,3 st. Norræn tvíkeppni ganga og stökk: 1. Birgir Guðlaugsson S. 4x10 km boðganga: 1. Sveit Akureyrir 15 km ganga: 1. Trausti Sveinsson F 10 km ganga 17—19 ára: 1. Magnús Eiríksson F Svig karla: 1. Reynir Brynjólfsson A Svig kvenna: 1. Árdís Þórðardóttir S Alpatvíkeppni karla svig og stórsvig: 1. Reynir Brynjólfsson A Alpatvíkeppni kvenna svig og stórsvig: 1. Árdís Þórðardóttir S Sveitasvig: 1. Sveit ísafjarðar 30 km ganga: 1. Trausti Sveinsson F Norðmaður Vidar Toreid keppti í 15 og 30 km göngu Halldór Matthíasson gekk síðastur Altureyringa í boð- göngunni og sést koma hér að marki eftir að hafa tryggt sveitinni sigur í keppninni. Sveit Isfirðinga sigraði í flokkasvigi. Frá vinstri Móts- stjórinn Jóhann Einvarðsson, Guðm. Jóhannesson, Sam- úel Gústafsson, Hafsteinn Sigurðsson og Árni Sigurðssori ísfirðingar - Vestfirðingar Munum kappkosta að hafa á lager: í RAFKERFIÐ: ÝMISLEGT ANNAÐ Rafgeyma Ferðagrindur Dynamóa og Bremsudælur varahluti í þá Bremsuborða Startara Bremsugúmi Köttát Höfuðdælur Startbendixa Vatnsdælur Platínur Benzíndælur Kveikjulok Kúplingsdiska Hamra Kúplingspressur Stefnuljós Dempara Ýmsa rofa Kúlulegur í hjól Blikkara Pakkdósir í hjól Flautur Hraðamælissnúrur Rúðuþurrkumótora Þéttikant og lím Flautuköttát Hljóðkúta og rör Ampermæla Reimar Kerti Spegla Háspennukefli Boxerplast til Samlokur og perur boddiviðgerða Háspennuþráð Aurhlífar Þetta ásamt mörgu öðru. Leitið upplýsinga áður en þér farið annað VIÐGERÐAÞJÖNUSTA RAF hf. - ísafirði

x

Skutull

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skutull
https://timarit.is/publication/626

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.