Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Siglfiršingablašiš

Smelltu hér til aš fį meiri upplżsingar um Nśmer 17 - 2. tbl. 
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |


Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Siglfiršingablašiš

						Vildi fara frjá
Jónas Ásgeirsson var einn fremsti íþró
Jónas Ásgeirsson þekkja eflaust allir Sigl-
firðingar sem komnir eru á miðjan aldur
og jafnvel þeir yngri líka. Hann rak lengi
verslunina Ásgeir í Aðalgötunni og bar
hróður Siglufjarðar vtða sem keppnismað-
ur í knattspyrnu og á skíðum.
N' ú er Jónas fluttur
suður fyrir allmörg-
um árum og býr í
Kópavogi ásamt
konu sinni, Margréti
Ólafsdóttur, en þau
hafa þolað saman súrt
og sætt í hálfa öld um
þessar mundir. Þau
voru að undirbúa gull-
brúðkaupið og 75 ára
afmæli hans þegar tíð-
indamaður blaðsins leit
inn til þeirra eitt kvöld-
ið.
Starfaði við verslun
alla tíð
Jónas er raunar
fæddur á Húsavík en
flutti til Siglufjarðar á
öðru árinu og segist líta
á sig sem Siglfirðing.
„Þar ólst ég upp og
eignaðist mína vini og
þar ætlaði ég alltaf að
vera. Ég man að ein-
hverju sinni gekk ég
upp í Hvanneyrarskál,
leit yfir bæinn og sagði
við sjálfan mig: Héðan
fer ég aldrei. En það fór
nú öðruvísi.
Ég fékkst við verslun
alla mína tíð, að heita
má. Faðir minn stofn-
aði Verslunarfélag
Siglufjarðar hf. og
byggði húsið sem nú er
kennt við Sparisjóð
Siglufjarðar. Þar starf-
aði ég fram yfir stríð.
Þá vann ég hjá Pósti og
síma um þriggja ára
skeið, en árið 1954
stofnaði ég verslunina
Ásgeir. Hún var í hús-
inu númer 21 við Aðal-
götu. Við keyptum það
og ég innréttaði íbúð
fyrir móður mína á efri
hæðinni, en hún varð
ekkja 1957. Þarna
verslaði ég með mat-
vörur og íþróttavörur
fram til 1967.
Þá var síldin farin og
ekki lengur hægt að lifa
af verslun svo ég flutti
suður. Reyndar var ég
of lengi og má segja að
ég hafi sloppið á nær-
haldinu út úr þessum
rekstri. I Reykjavík
vann ég í Ford-umboð-
inu Sveini Egilssyni hf.
en Þórir Jónsson fram-
kvæmdastjóri þess var
gamall skíðafélagi
minn. Þar var ég þang-
að til ég fór á eftirlaun
fyrir fimm árum," segir
Jónas.
Keppti á Ólympíu-
leikum
- Þú byrjaðir snemma í
íþróttunum.
„Já, ég byrjaði sem
strákur á skíðum og
keppti töluvert í stökki,
en líka bruni og svigi.
Árið 1937 kom upp
óeining innan Skíðafé-
lags Siglufjarðar sem
endaði með því að nýtt
félag var stofnað. Nýja
félagið bauðst til að
senda mig á Thule-mót-
ið sem þá var stærsta
skíðamót á íslandi, en
ég fékk flensu og komst
ekki. Árið eftir var ég
svo meðal þátttakenda.
Þannig hófst keppnis-
ferillinn," segir Jónas.
Eftir þetta starfaði
hann að málefnum
skíðaíþróttarinnar um
þriggja áratuga skeið
eða lengur, bæði fyrir
norðan og líka hér
syðra. Hann sýnir
blaðamanni verðlauna-
grip frá árinu 1946 sem
hann hlaut fyrir lengsta
skíðastökk á Islandi, 54
stikur (metrar). Að
loknu stríði fór hann í
það minnsta þvívegis til
útlanda sem skíðamað-
ur.
„Árið 1946 fórégtil
Svíþjóðar og lærði
tækni við skíðaþjálfun
og kenndi síðan á skíði
eftir það. Ári síðar fór
ég með Jóni Þorsteins-
syni vini mínum til
Noregs þar sem við
kepptum í stökki á
Homenkollen. Þetta var
					
Fela smįmyndir
Blašsķša 1
Blašsķša 1
Blašsķša 2
Blašsķša 2
Blašsķša 3
Blašsķša 3
Blašsķša 4
Blašsķša 4
Blašsķša 5
Blašsķša 5
Blašsķša 6
Blašsķša 6
Blašsķša 7
Blašsķša 7
Blašsķša 8
Blašsķša 8
Blašsķša 9
Blašsķša 9
Blašsķša 10
Blašsķša 10
Blašsķša 11
Blašsķša 11
Blašsķša 12
Blašsķša 12