Fréttabréf Siglfirðingafélagsins í Reykjavík og nágrenni - okt. 1996, Blaðsíða 15

Fréttabréf Siglfirðingafélagsins í Reykjavík og nágrenni - okt. 1996, Blaðsíða 15
daga. I húsi hans að Suður- götu 6 var þá rakarastofa Jónasar, en mér þótti lengi vel skrytið að Gestur ætlaði að hafa búð í rakarastofunni þegar að því kom. Gestur var með sína matvörubúð í Aðal- götu 20, útibú úti í Bakka eins og áður sagði, og vefn- aðarvörudeild hinum megin á horninu í Aðalgötu 15, en uppi bjó Addi Þuru vinur minn með sína fjölskyldu. þegar Gestur flutti með versl- anir sína í Suðurgötu 6, tók Sófus Árnason og Sigurður sonur hans við húsnæðinu í Aðalgötu 20 og ráku þar Litlu búðina, en glæsilegur jólabasar þeirra líður seint úr minni. I mörg ár rak Jóhann Stefánsson, sem eiginlega var þekktari sem Jói dívana, Eyr- arbúðina þar við hliðina, en þar hafði Verslunarfélagið verið áður til húsa undir for- ystu Ásgeirs Jónassonar. Seinna rak Ásgeir samnefnda verslun í Aðalgötu 14. Um- fangsmestu matvöruverslun- ina rak sennilega kaupfélagið að Aðalgötu 32, þar sem Haraldur frændi minn Árna- son og Fanna á Eyri voru fremst í flokki í mínum huga. Verslunarfélagið við Túngötu 3 með þá bræður Þórhall ogÁsgeir Björnssyni að ógleymdum sjálfum Jónasi Ásgeirssyni var mjög umfangsmikið, en einnig var þó nokkur verslun hjá Pétri Björnssyni, sem hafði sína matvörubúð eiginlega á annarri hæð við Aðalgötu 25 á horni Grundargötu beint á móti Aðalbúðinni, en þar hitti maður ljúfmennin Helga í Lindarbrekku og Ragga sendil fyrir. Elstu búð- irnar, sem ég man eftir á þessu sviði voru Verslun Sveins Hjartar, þar sem Hannes Guðmundsson réði ríkjum, en hún var við Aðal- götu 7, þar sem seinna var áhaldadeild Kaupfélags Sigl- firðinga, verslun Halldórs Jónassonar í Aðalgötu 3 og svo verslunin Frón í Vetrar- braut hjá Dóra. Verslunin Hamborg var neðst í Aðal- götu 1, en hún verslaði með fleira en matvöru. Bókabúðir. Aðalbúðin var eiginlega tvær búðir, en helst var hún stór og glæsileg bókabúð, sem rekin var af Blöndals-systkin- um og sem kennd var við Lárus eþa Lalla í Aðalbúð- inni. Ógleymanleg er auglys- ing þeirra sem sagði: „Aðal- leiðin liggur um Aðalgötuna í Aðalbúðina“. Að sjálfsögðu var önnur bókabúð á Siglu- firði og það einnig við Aðal- götuna. það var bókabúð Hannesar Jónassonar, en hún stóð fyrst við Aðalgötu 7 á horni Vetrarbrautar beint á móti Sparisjóðnum og Hótel Hvanneyri. það hús brann, þannig að Hannes og Kidda skátahöfðingi fluttu sig til Adda Þuru, þar sem Gestur var áður með vefnaðarvöru- deildina, að Aðalgötu 15 og voru þar í mörg ár. Punt og prjál. Vefnaðarvöru- og fatabúð- ir voru margar og fjölbreytt- ar. þegar hefur verið minnst ábúðir kaupfélagsins, Gests Fanndal og verslun Odds og Óla Thor. Fyrsta skal telja verslunina Túngötu 1 hjá Ingibjörgu konu Togga fisk- sala, en Gyða Jóhanns og Anna Hertervig ráku þá verslun eftir að fjölskyldan flutti úr bænum og stofnaði Tösku- og hanskabúðina í Reykjavík. Diddi Rúnu rak herrafataverslun þar við hlið- ina og síþar var þar sjoppa. En þar að auki voru a.m.k. fjórar verslanir við Aðalgötu, en það voru hattabúð Guð- rúnar Rögnvalds í litlu húsi beint á móti matvörubúð kaupfélagsins, sem síþar varð Hallasjoppa, hattabúð Jenn- yar í nr. 21 í húsi Víkings, þar sem Jónas Ásgeirs versl- aði síþar og nú er Leifsbak- arí. I nr. 5 var verslun Sig- urðar Kristjánssonar, sem var þekkt sem vefnaðarvörur Ingimundar og sem Daníel Þórhallsson tók síþar við og sem enn síþar varð sjó- mannaverslunin Dröfn hjá Jóhanni Péturssyni, og svo B-deildin svokallaða, en það var verslun Kristins Hall- dórssonar í Aðalgötu 4. Allt gæþaverslanir. Fyrir mitt minni voru svo tvær hannyr- þabúðir Jónínu Tómasdótt- ur í Norðurgötu og fröken Margrétar í Vetrarbraut. Verslunarmiðstöðin. Aðalgatan hefur verið heil- mikil verslunargata eins og þegar hefur komið fram, en þó er langt frá allt upp talið. Utvegsbankinn, sem áður var í húsi Péturs Björnssonar fyr- ir sunnan matvörubúð hans við Grundargötu, var efst í götunni við nr. 34 í stærsta húsinu við götuna. Áður voru á þeirri lóð tveir söluturnar sem Thori átti, en það er rétt svo að mig rámi í þá. I öðr- um þeirra var Thora-sjoppan með ísinn fræga og í hinum var Aðalbjörn gullsmiður. SICLUFJARÐARLEIÐ 15 L

x

Fréttabréf Siglfirðingafélagsins í Reykjavík og nágrenni

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttabréf Siglfirðingafélagsins í Reykjavík og nágrenni
https://timarit.is/publication/627

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.