Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Vesturland

PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |


Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Vesturland

						24
VESTURLAND
Erling Ellingsen
ilagmálastjóri.
Erling Ellingsen verkfræð-
ingur hefur verið skipaður
flugmálastjóri. Jafnframt fell-
ur niður starf flugmálaráðu-
nauts ríkísins, en þvi starfi
hefur Agnar Kofoed Hansen
lögreglustjóri gegnt til þessa. 1
lögum, sem síðasta Alþingi
samþykkti, var kveðið á um
stofnun embættis flugmála-
stjóra. Skal hann hafa yfirum-
sjón með framkvæmdum i
flugmálum, byggingu flug-
valla, flugskýla, dráttarbrauta
og þráðlausra talstöðva í þágu
flugsamgangnanna. Væntan-
lega verður nú hafizt handa
um býggingu hinnar marg-
raðgerðu dráttarbrautar fyrir
sjóflugvélar hér á lsafirði.
Eins og áður hefur verið skýrt
frá hér i blaðinu hefur nú ver-
ið útvegað fé, 100 þús. kr., til
þessarar framkvæmdar.
0-----------
Styrjöldin.
Framh. af 1. síðu.
kringt stórborgina Breslau og
er nú barist í úthverf um henn-
ar. Borgirnar Danzig og Stettin
virðast munu falla þá og þeg-
ar. Mikill hluti Austur-Prúss-
lands er nú á valdi Rússa og
nær allt Pólland.
1 Ungverj alandi verjast Þjóð-
verjar af miklu kappi og hef-
ur framsókn Rússa verið mjög
hæg þar um skeið. Virðist
þýzka herstjórnin ætla sér að
koma í veg fyrir að Rússar
komist bakdyramegin, þ. e. um
Austurríki inn í Suður-Þýzka-
land. Annars virðist Berlín
vera í yfirvofandi hættu af
framsókn Rússa frá Póllandi.
Hundruð þúsunda flóttamanna
hafa, streymt til borgarinnar,
sem verið hefur undir stöðug-
um loftárásum Breta og
Bandarík j amanna.
Við Kyrrahaf.
Þar eru Bandaríkjamenn í
mikilli sókn. Hafa þeir tekið
Manilla, höfuðborg Philipps-
eyja og hrakið Japana úr einu
vigi þeirra á fætur öðru.
Loftsókn er hafin gegn sjálí'-
um Japanseyjum og hafa verið
gerðar stórárásir á stærstu
borgirnar Tokio, sem hefur
yfir 4 milj. íbúa og Osaka,
sem hefur yfir 3 milj. íbúa.
Hafa Bretar nú sent mikinn
hluta flota síns til aðstoðar
Bandarikjaflotanum á Kyrra-
hafi. Hafa nú Bandamenn al-
ger yfirtök á sj ó og í lofti aust-
ur þar.
1 Japan hefur herinn tekið
öll völd i sínar hendur svo
auðsætt er að „sonum sólarinn-
ar" sýnist hagur sinn uggvæn-
legur.
HNAKKUR
óskast til kaups.
Upplýsingar í prentstofunni.
50 ára starfsafmæli:
Steinn Ólafsson
bakarameistari, Þingeyri.
Þann 15. þ. m. voru 50 ár
liðin síðan Steinn Ólafsson
hóf bakarastörf hér á Isaf irði.
Stundaði hann fyrst nám i bak-
arii F. Thordarsonar konsúls
og starfaði þar um margra ára
skeið, lengstum sem yfirbak-
ari. En þá gerðist hann aðal-
hvatamaður að stofnun Félags-
bakarísins og veitti þvi for-
stöðu um nokkurt skeið unz
hann flutti til Þingeyrar og
setti þar upp eigið brauðgerða-
hús, sem hann hefir rekið sið-
an af dugnaði og fyrirhyggju.
Siðari árixx hefir haixn einnig
rekið þar gistihús og matsölu.
Steinn er kvæntur Jóhönnu
Guðmundsdóttur, Natanaels-
sonar frá Kirkjubóli í Dýra-
firði. Er heimili þeirra mesta
fyrirmyndarheimili og þau
hjónin mjög samhent um
rausn og myndai'skap.
Steinn er vinsæll maður og
vinfastur og í alla staði hinn
bezti drengur. Vesturland ósk-
ar honum allra heilla í tilefni
þessa starfsafmælis hans.
-0-
Byggingarmál.
Svohlj óðandi tillögu, sem
Bjarni Benediktsson flutti fyr-
ir hönd Sj álfstæðisflokksins,
samþykkti Alþingi nokkru áð-
ur en þvi sleit:
„Alþingi ályktar að fela rík-
isstjórninni að láta athuga og
gera tillögur um, með hverj um
hætti bezt vex-ði af opinberri
hálfu greitt fyrir byggingu í-
búðarhúsa í kaupstöðum,
kauptúnum og sveitum lands-
ins.               . .
Skal stjórnin svo fljótt sem
kostur er láta afla gagna um
þá tækni í húsabyggingum er-
lendis, sem þar hefur rutt sér
til rúms hin síðari ár og likur
væri til að okkur mætti a^
haldi koma.
Þá skal stjóx-nin og leita á-
lits og tillagna byggingar-
fróðra manna hér á landi um
nýja tilhögun við húsagerð, er
leiða mætti til þess að bygging-
um skilaði fljótar áfram og
drægi jafnframt úr kostnaðin-
um.
Ennfremur skal ríkisstjórnin
láta taka til endurskoðunar
löggjöf þá, sem hú gildir um
byggingarmál i landinu.
Verði athugun þessa máls
sem mest, svo að stjórnin geti
sem fyrst lagt fram álit og til-
lögur unx málið".
Hér er um hið nxesta nauð-
synjamál að ræða og verður
að vænta þess að i'íkisstjórnnx
láti ekki undir höfuð leggjast
að framkvæma ráðstafanir
þær, sem tillagan fjallar um.
Prentstofan Isrúa h.f.
Guðjón Sigmandsson
látinn.
Nýlátinn er í Reykjavík í
hárri elli Guðjón Sigmundsson,
faðir Jóns Guðjónssonar bæj-
arstjóra hér á Isafirði.
Guðjón dvaldi lengi í ön-
undax-firði og var hinn mesti
sómamaður.
-o-
Nýr norskur sendiherra
á íslandi.
Nýkomimx er hingað til
lands nýr norskur sendiherra.
Heitir sá Andersen Ryst. Es-
mark sá, er hér var áður, er
nú sendiherra Norðmanna í
Stokkhólmi.
Inneignir Islendinga
erlendis.
Inneign Islendinga í erlend-
um bönkum námu í lok janú-
ar s. 1. 567*milj. kr.
Á sama tíma námu innlán í
íslenzkum bönkum tæplega
600 milj. kr.
--------o——
Skíðamóti Vestf jarða
lýkur væntanlega á morgun.
Keppt hefur vexúð í göngu og
bruni. I göngunni sigx-aði
Bjax*ni Halldórsson, Armanni,
en í bruninu varð fyrstur Guð-
mundur Benediktsson, Ar-
manni.
Heildarúrslita mótsins verð-
ur getið í næsta blaði.
Karitas Hafliðadóttir
kennslukona var jarðsungin
í dag.
Var jarðarför lxennar afar-
fjölmenn.
Búnaðarþingi
lýktir í dag. Hefur það staðið
yfir á annan mánuð. Héðan frá
Djúpi sat Páll Pálsson bóndi í Þúf-
um þingið, en úr Vestur-Isafjarðar-
sýslu, Jóhannes Davíðsson í Hjarð-
ardal.
ÁRABÁTUR
í góðu standi með seglum og
öðru tilheyrandi til sölu með
eða án veiðarfæra.
Helgi SalómOnsson,
Hnífsdal.
HÚS TIL SÖLU.
Húseign mín á Atlastöðunx í
Fljótavík er til sölu. Húsið er
nýbyggt úr thxibri og járnvax*-
ið. I húsinu eru 3 herbergi. —
Stærð hússins 4X9 og hlaða
4X9. Allar nánari upplýsingar
í síma 62, Isafirði
Geirmundur Júlíusson.
Þakkarávarp.
Hjartanlega þakka ég öllum
þeim, er hafa glatt mig í veik-
indum mínum, með heimsókn-
um og gjöfum. Sérstaklega vil
ég þakka Kvenfélaginu Hlíf og
Kvenfélaginu Ósk, Isafirði, fyr-
ir peningagjöf, er þau færðu
mér. Guð blessi ykkur.
Helga Veturliðadóttir,
Sjúkrahúsi Isafjarðar.
Auglýsing um útsvör.
Utsvarsgreiðendur í Isafjarðarkaupstað, sem enn
hafa ekki lokið fyrstu útsvarsgreiðslu sinni, fyrir árið
1945, sem féll í gjalddaga 1. þ. m., eru vinsamlegast á-
minntir um að draga það ekki lengur.
Þeir atvinnurekendur, og aðrir kaupgreiðendur, sem
hafa ekki gert bæjarsjóði skil á fyrstu útsvarsgreiðslu
starfsmanna sinna, samkvæmt auglýsingu frá skrifstofu
bæjarstjóra, eru einnig áminntir um að gera skil á
greiðslum þessum án frekari dráttar.
Utsvarsgreiðslunum ber að skila í skrifstofu bæjar-
gjaldkera.
Isafirði, 16. márz 1945.
SKRIFSTOFA BÆJARSTJÓRA
¦
¦
¦
¦
¦
¦
H
! Bolvíkingar og aðrir héraðsbúar!    a
¦                                           3
| Sel allar matvörur.        i
5                                        S
I
¦
B
Matur er mannsins meginn.       *
\
Verzlun Einars Guðfinnssonar |
Bolungarvík.
.!
					
Fela smįmyndir
Blašsķša 21
Blašsķša 21
Blašsķša 22
Blašsķša 22
Blašsķša 23
Blašsķša 23
Blašsķša 24
Blašsķša 24