Vesturland

Árgangur

Vesturland - 13.06.1946, Blaðsíða 4

Vesturland - 13.06.1946, Blaðsíða 4
4 VESTURLAND Sérstæður hagleiksmaður sextugur. Árið 1915 lcom liingað til Isa- fjarðar ungur danskur trúðleikari til þess að sýna hér listir sínar. Honuin leist strax vel á sig hér og árið 1917 fluttist hann liingað al- kominn og hóf hér ljósmyndatök- ur. Þessi ungi maður var Martin- us Simson, sém allir Isfirðingar þekkja nú af nær 30 ára góðri við- kynningu. Hann varð sextugur á Hvítasunnudag og þá var það að ritstjóri Vesturlands kom á Pólinn þar sem hann býr og hefur ljós- myndastofu sína. En þótt Simson og kona hans, frú Gerda María, búi á „Pólnum“, þá er 'þar sann- arlega ekkert „pólarloftslag“. Þar andar þvert á móti vori og hlýind- um móti gestum. Þannig er heim- ili þeirra hjóna. Simson hefur unnið merkilegt brautryðjendastarf í trjáræktar- málum hér á Isafirði, á býli sínu Kornustöðum í Tungudal. Vesturland árnar honum allra lieilla sextugum. Þóra J. Einarsson S J ö T U G . Þann 6. júní síðastliðinn varð frú Þóra J. Einarsson, Silfurgötu 3 hér i bæ sjötug. Frú Þóra er fædd í Vallar- nesi í Vallarhreppi, Suður- Múlasýslu 6 júni 1876. Liðlega tvítug fór frú Þóra til Reykjavikur og stundaði þar nám i einn vetur á Kvennaskólanum. En að því loknu sneri hún sér að hjúkr- unarstörfum. Var hún um noklcurn tíma á Gamlaspital- anum svo kallaða, nú Farsótt í Þingholtunum. En eftir að hafa starfað þar um nokkur ár sigldi hún til Englands og nam þar hjúkrun- arfræði. Er hún fyrsta islenzka konan, sem lærði hjúkrun til nokkrar hlýtar. 1 Englandi dvaldi hún um 6 ára bil. Eftir að frú Þóra kom aítur heim til Islands árið 1905 gerð- ist hún yfirhjúkrunarkona á geðveikrahælinu að Kleppi og gegndi þvi starfi með mikilli prýði í nokkur ár. En eftir að hún lét af þeim störfum setti hún á stofn sjálfstætt hjúkr- unarheimili i Rcykjavík, sem hún rak þar í tvö ár. Árið 1910 fluttist frú Þóra hingað til Isafjarðar og hefir dvalið hér siðan. Var hún fyrst ráðin hingað sem hjúkr- unarkona að sjúkrahúsinu hér á Isafirði og gengdi þvi starfi til ársins 1917. En þá lét frú Þóra af þeim störfum vegna þess að ekki samdist á milli hennar og stjórnenda spítal- ans um laun hennar. Eftir að frú Þóra hætti hjúkrunarstörfum við sjúkra- húsið setti hún á stofn matsölu og kaffihús hér í bænijm og rak það á meðan hún hafði heilsu til þess. Matsala hennar M. Simson, Ijósmyndari. var í Silfurgötu 3 og hét Kaffi isafjarðar. Frú Þóra er nú mjög farin að heilsu, enda hefir hún hart að sér lagt við hin erfiðu störf og aldrei hlift sér. Árið 1921 giftist frú Þóra R j arna Hávarðarsyni skip- stjórn hér í bæ. Hafa þau hjón- in alið upp tvö fósturbörn, Jó- hönnu Vilhjálmsdóttur, sem er enn á heimili þeirra, ásamt barni hennar og Einar Jónsson, sem nú dvelur á Grundarfirði við trésmiðanám. Frú Þóra J. Einarsson hefir allstaðar fengið almennings orð þar sem hún hefir dvalið, enda mikil hæfileika kona og vel gefin. Vesturland óskar frú Þóru hjartanlega til hamingju með þetta merkisafmæli hennar. ------o------- Tveir Svíþjóðarbátar komn- ir til Vestfjarða. Um síðast liðna helgi kom til Bolungarvíkur fyrsti Sví- þjóðarbáturinn, sem von var á hingað vestur. Báturinn heit- ir Hugrún og er 92 tonn. — Eigandi hans er Einar Guð- finnsson, útgerðarmaður í Bol- ungarvík. I gær kom svo hingað til Isafjarðar annar af sænsku bátunum, sem hingað hafa ver- ið pantaðir. Heitir hann Ís- björn og er eign Samvinnufé- lags Isfirðinga. ------o------- Sumarliði Vilhjálmsson bæjarpóstur er sextugur í dag. Sumarliði er mjög vel látinn i starfi sinu. Hann hefir talsvert komið við félagsstarfsemi hér í bænum, Vesturland óskar Sumarliða til hamingju með afmælið. Isfirzkir templarar. Þegar við nú höfum flutt okkur^burtu frá Isafirði, sendum við ykkur innilegustu kveðjur okkar, með beztu þökkum fyrir ánægjulegt samstarf og kynningu liðinna ára. Sérstaklega þökkum við þeim félögum okkar í Dags- brún, sem gáfu okkur hina rausnarlegu gjöf, með áletr- uðu nafni stúkunnar. Við óskum þess, að slúkan Dagsbrún eflist, og verði ætið sönn fyrirmynd til manndóms og bræðralags. Guð blessi Isafjörð og Isfirðinga. Lovísa Þorláksdóttir Páll Jónsson SÆNSKAR BÁTAVÉLAR. Útvegum með 3ja mánaða fyrirvara 8—12 hestafla dieselvélar frá A. B. Lindasdiesel, Stockholm. Diesel rafstöðvar frá *sama firma eru væntanlegar í næsta mánuði. Umboðs- og Raftækjaverzlun Islands h. f. Hafnarstræti 17, sími 6439, Reykjavík n 11 ■ 11111111111111 ■ i 11111111111111111111111111111111111111 ■ 1111111111111 i 111111111111111111111111111111 ijj = Úrvals I KARTÖFLUR | = í heilum pokum. | | Gullauga | Skán | | Rauöar íslenzkar = | og Danskar kartöflur | | B JÖRNINN. íimmiiiiimimiiimmmmimmmmimmmmiimiimmmiiiiiiiiiimiiiiimiiiiiiiv Útvegsbaiiki íslands li. f. Arður fyrir árið 1945 er 4%. Arðmiðar innleystir í útibúi bankans hér á Isafirði. Kosningaskrifstofa Sjálfstæðisflokksins á Isafirði er á Uppsölum (uppi). Skrifstofan veitir allar upplýsingar varðandi kosn- ingarnar. Sími 260. Sj álf stæðisf élögin. Prentstofan Isrún h.f.

x

Vesturland

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vesturland
https://timarit.is/publication/633

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.