Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Vesturland

PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |


Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Vesturland

						VESTURLAND
Isafjörður þarf aukna
raforku.
Framhald af 1. síðu.
kwst. kosti 9 aura í dieselolíu
og smurolíu. Reksturskostnað-
aráætlun þessi er miðuð við
1,18 millj. kwst framleiðslu, og
yrði þá framleiðsluverð 21,6
aurar á hverja kwst..
Um Nónhornsvirkjunina
mætti rita langt mál, en það
verður samt ekki gert hér í
þessari grein, heldur aðeins
farið yfir það helzta.
Árið 1942 var ráðist i virkj-
unarframkvæmdir við Nón-
hornsvatn og var sú virkjun
sameinuð Fossárvirkjuninni i
sama stöðvarhúsi. Sett var nið-
ur ein raforkusamstæða um
800 hö. og getur unnið á eftir-
farandi hátt: sem varasam-
stæða við túrbínurörið frá
Fossá, sem viðbótarsamstæða
við  Fossársamstæðu,  og sem
. sérstæð raforkusamstæða við
Nónhornsvirk j un.
Frumdrög að pípugerð og
stiflu við Nónhornsvatn gerði
Sigurður Thoroddsen verk- ,
fræðingur árið 1936. Var þá
ætlast til að stíflugarðurinn
yrði 4 m eða að vatnsflöturinn
frá kóta 418 1. í kóta 422 1. Þar
sem stiflan er hæst. En frá
þessum frumdrögum Sig Thor-
oddsen var horfið og stíflan
hækkuð mikið, eða frá kóta
422 i 426 þar sem stíflan er
hæst. Stíflan hefir þó ekki ver-
ið lengd i þessari kótahæð til
vesturs, því framkvæmdir
stöðvuðust, því að i ljós kom
að stíflan gat ekki haldið því
„vatnsmagni sem til var ætlast í
frumdrögum. Orsökin fyrir þvi
er sú að jarðlagið ofan stíflu
var svo sprungið, að vatnið
rann niður í jarðlagíð og kom
út nokkuð neðan við stíflu í
dýjum, sem þar hafa myndast.
1 athugunum sínum leggur
rafveitustjóri til að Nónhorns-
vatnsstíflan verði lengd til
vesturs og jarðvegur innan
stiflu þéttaður eða farið það
langt niður með stíflugerð að
tekið verði fyrir allan leka. —
f>ar segir raf veitustj óri og
hvernig hann hugsar sér þess-
ar framkvæmdir og gerir j af n-
framt kostnaðaráætlun yfir
þær, og nemur hún 600 þús-
undir króna. Telur hann að
orkuframleiðsla frá þeirri
virkjun með þvi að notuð sé
sama samstæða og nú er, muni
verða rúmar 1,7 milj. kwst til
neytenda með 4100 klst.) hag-
nýtingatíma, en núverandi
orkuframleiðsla beggja vatns-
virkjananna mun vera um 2,3
miljón kwst. til neytenda. —
Heildarorkuframleiðslan eftir
að þessar framkvæmdir hafa
verið gerðar mun því verða til
neytenda um 6 milj. kwst.
miðað við 1000 klst. hagnýting-
artima hitaaflstöðvarinnar,
sem eykst eftir því sem hita-
aflstöðin starfar fram yfir
þennan  tíma.  Líklegt  er  að
orkuþörfin muni aukast á
næstu árum, þvi í ráði er að
byggja hér Fiskiðjuver og er
áætlað að það muni þurfa 650
hö. og 920 þús. kwst orkuþörf
á ári. Ef reiknað er með sömu
meðal fólksfjölgun og verið
hefur síðustu 25 árin, þá ætti
íbúatala i Isafjarðarkaupstað,
Eyrarhreppi og Hólshreppi að
vera árið 1960 um 5100 manns
og ef reiknað er með orkuþörf
slíks iðjuvers og hlutfallslegri
aukningu á orkuþörf á mann,
eins og á árunum 1938—1945
yrði orkuþörfin um 1600 kwst.
á mann árið 1960, en orku-
vinnslan mun vera um 25%
hærri. Verður þvi orkuvinnsl-
an um 2000 kwst á mann.
Orkuyinnslan 1960 verður þvi
um 10,2 millj. kwst. eða um 8,1
millj. kwst til neytenda.
Nú er framleiðsluverð á
kwst. hér 14,6 aurar, en þeg-
ar framkvæmdir þessar
hafa verið gerðar ætti
framleiðslukostnaðurinn að
lækka niður í 11,9 aur. pr.
kwst.
Eins og fyrr er sagt kom
greinargerð rafveitustj óra fyr-
ir rafveitustj órn á fundi henn-
ar 21 þ. m. og höfðu þá flestir
nefndarmenn kynnt sér hana.
Urðu um þessi mál nokkrar
umræður, og var svo að lokum
borin fram eftirfarandi álykt-
un:
„Raf veitustj örn álítur að
þriðja leið er um getur í grein-
argerð raf veitustj óra, þ. e.
hitaaflstöð og framkvæmdir til
úrbóta á miðlunarvirkj un Nón-
hornsvatns, heppileg til úrbóta
orkuþörf Isafjarðarkaupstað-
ar og nágrennis og óskar um-
sagnar raforkumálastjóra um
þetta mál.
Rafveitustjórn leggur á-
herzlu á að raforkumálastj óri
sjái sér fært að senda umsögn
sina sem fyrst tii að flýta fyr-
ir framkvæmdum í þessu að-
kallandi máli".
Var þessi ályktun samþykkt
með 5 atkv. og greiddu henni
atkvæði Matthías Bjarnason,
Kjartan Ólafsson, Ásberg Sig-
urðsson, Halldór Ólafsson rit-
stjóri og Hjörtur Sturlaugsson
varafulltrúi Eyrarhrepps, sem
mætti á þessum fundi í forföll-
um aðalfulltrúans. Báðir aðal-
fulltrúar Alþýðuflokksins voru
ekki í bænum, en annar vara-
fulltrúi flokksins, Sverrir Guð-
mundsson, var á fundinum og
greiddi hann ekki atkvæði um
álykíunina þar sem hann ósk-
aði að málinu yrði frestað til
frekari athugunar. Aðrir full-
trúar töldu frestun óþarfa og
fannst að hér væri um það að-
kallandi mál að ræða sem
krefðist úrlausnar hið bráð-
asta, og töldu enga ástæðu til
að tefja framgang þess með ó-
þarfa frestun.
Það er því raforkuniálastj óra
að skera úr því hvort þess-
ar leiðir skuli fara og vonumst
við til að það hafi ekki út á
Baldur Johnsen, heraðslæknir:
UM MÆNUVEIKINA
tTt af tíðum fyrirspurnum um mænuveikina eða mátt-
leysisveikina skal eftirfarandi upplýst:
Eins og menn hafa heyrt þá
hefir nokkuð borið á mænu-
veiki i Reykjavik nú i haust,
og birti héraðslæknirinn þar i
þvi sambandi bréf um, hvern-
ig fólki bæri að hegða sér í
þvi sambandi.
Slíkir faraldrar sem þessi
koma alltaf við og við á ýmsa
staði á landinu.
T. d. voru fyr i haust nokk-
ur tilf elli á Akureyri með löm-
unum og í fyrra sumar var
veikin á ferðinni víða um land-
ið, meðal annars hér á Vest-
fjörðum. Þá fengu nokkrir
lamanir, meðal annars einn
drengur í Sléttuhreppi, en hér
á  Isafirði  lamaðist  enginn.
Þó hefir veikin einnig geng-
ið hér á ísafirði í fyrrasumar,
því að drengurinn á Sléttu-
hreppi smitaðist hér.
Þannig er þetta venjulega
með veikina.
Hana taka fjölmargir, áh
þess að lamast, eða verða
nokkuð verulega veikir.
Á sama hátt er og mjög lik-
legt, að veikin hafi verið hér á
ferðinni í sumar sem leið og
fyrri partinn i haust, en að-
eins í einu tilfelli hefir verið
um lömun'að ræða, og þó er
eigi full vissa fyrir, að lömun-
in hafi verið mænuveikinni að
kenna einni saman.
Nú, við lok nóvember mán.
fer þeim tilfellum mjög fækk-
andi, sem hugsanlega gætu átt
nokkuð skylt við mænuveiki,
en á byrj unarstigi og léttari
stigum er það ekki á neins
manns færi að þekkja veikina
með vissu.
Annars er það um veikina
að segja, að hún er virus-sjúk-
dómur, sem engin meðul eru
þekkt við.
Um útbreiðsluhætti veikinn-
ar vita menn heldur ekki ann-
að en það, að hún er smitandi.
Hvernig hún smitar eða berst
á milli vita menn ekki, því
eru einangrunarráðstafanir
þýðingarlausar. Og því getur
hún gripið niður á hinum ó-
liklegustu stöðum. Það eina,
sem hægt er að gera til að
minnka likindi fyrir smitun,
er að STUNDA HREINLÆTI
UT 1 ÆSAR, þvo sér eftir
vinnu, á undan mat, eftir að
farið er á vanhús, bursta tenn-
ur og losa sig við lúsina. Einn-
ig er óráðlegt, að láta taka úr
sér hálskirtla, ef smitunar-
hætta er meiri i einn tíma.
Það, sem hægt er að gera til
þess að minnka líkindi fyrir
lomunum er að vera ekki á
fótum veikur, með hdta o. s.
frv.
Þetta sama, gildir auðvitað
um alla sjúkdóma, til að forð-
ast eftirköst, en'þó alveg sér-
staklega hér.
Þegar á allt er litið verður
á augnablikinu eigi meiri
hætta fyrir dyrum hér á Isa-
firði í þessu efni, en altaf er,
þegar mænuveiki er einhvers-
staðar á ferðinni í landinu.
Þvi verður eigi séð, að hér
sé neinna sérstakra ráðstafana
þörf fram yfir það, sem lækn-
ar sifellt eru að prédika fyrir
fólki, sem sé: itrasta hreinlæti
og rúmlega ef um hitasj úkdóm
er að ræða með hvíld á eftir
meðan líkaminn er að ná sér.
NIÐURS.TÖÐUR:
1. Mænuveikin er vírussjúk-
dómur, sem engin meðul eru
þekkt við.
2.  Fjölmargir taka veikina
þegar hún gengur, en örfáir
veikjast alvarlega.
3. Einu varnir gegn veikinni
eru hreinlætí.
4. Einu varnir gegn lömun-
um eru, að fara vel með sig í
sj úkdómstilf ellum.
5. Veikin hefir gengið yfir
landið síðast liðin 2 ár, þar á
meðal hér á Vestfjörðum og
Isafirði.
6. Full ástæða er til að ætla,
að Isafjörður muni sleppa vel
að þessu sinni, þótt veikin sé
annars mjög svo óútreiknan-
leg.
greinargerð rafveitustjóra og
ákvörðun rafveitustjórnar að
setja og geti. því gefið með-
mæli með þessum f ram-
kvæmdum, og þegar það er
fengið verður næsta skrefið að
fá ríkisábyrgð fyrir '85% af
stofnkostnaði þessara fram-
kvæmda, sem heimilt er að
veita samkvæmt lögum um
héraðsveitur þeim sveitarfélög-
um og héraðsrafmagnsveitum,
er áður hafa fengið samþykki
raf orkumálastj óra á" fyrir-
komulagi, gerð og tilhögun
verksins.
Vonandi verður þessíim mál-
um fylgt fast eftir af okkar
ráðandi mönnum, því -sannar-
lega er tími til kominn að ræt-
ist úr rafmagnshungri því, er
við höfum búið við.
-0-
Hjúskapur.
Laugardaginn 23. þ. m. voru
gefin saman í hjónaband hér
á Isafirði, ungfrú Sigurþjörg
Kristjánsdóttir og Pétur Jeiís
Viborg Ragnarsson, Aðal-
stræti  23.
					
Fela smįmyndir
Blašsķša 1
Blašsķša 1
Blašsķša 2
Blašsķša 2
Blašsķša 3
Blašsķša 3
Blašsķša 4
Blašsķša 4