Vesturland

Árgangur

Vesturland - 16.06.1949, Blaðsíða 4

Vesturland - 16.06.1949, Blaðsíða 4
XXVI. árgangur 16. júní 1949. 16. tölublað. Ráðherra og sendiherra. Dean Acheson, utanríkisráðherra Bandaríkjanna og Philip C. Jessup „allsherjar sendiherra“ ræðast við. — Þeir eru nú tveir fremstu stj órnmálamenn Bandarikjanna. Aðalfundur Iðnaðarmannafélagsins Úr bæ og byggð. Sigurður Bjarnason alþingismaður kom í'yrir skömmu til bæjarins. Tónlistaskóla Isaf jarðar slitið. Fyrsta kennsluári Tónlista- skóla ísafjarðar var lokið s.l. mánudag. Skólinn tók til starfa 10. okt. s.l. Kennslugreinar voru tónfræði, píanó- og orgel- leikur. Um 30 nemendur stund- uðu nám í skólanum í vetur. Skólastjóri var Ragnar Ii. Ragnar, sem kenndi pianóleik, en Jónas Tómasson kenndi orgelleik. Veikindin í vetur háðu mjög starfi skólans. Við skólauppsögn töluðu formaður Tónlistafélagsins, Jóhann Gunnar Ólafsson, bæj- arfógeti og skólastjórinn Ragn- ar H. Ragnar. Tólf nemendur komu fram og léku 2—3 pínó- lög hver og tókst prýðilega. Tónlistaskólinn er borinn uppi af einstaklingum. Bæjarstjórn lsafjarðar hefur veitt honum 6 þús. kr. styrk, en hinsvegar fékkst enginn styrkur l'rá Al- þingi. Gagnfræðaskóla Isaf jarðar var sagt upp 1. júní s.l. Fast- ir kennarar við skólann voru 13 og stundakennarar 4. Skól- inn starfaði í 3 bekkjum og 8 deildum. 172 nemendur gengu undir próf, en allmargir nemendur hættu námi vegna mænuveikinnar í vetur, en skólanum var lokað^frá 11. janúar til 3. marz af völdum liennar. 52 nem. luku prófi i fyrsta bekk, 49 í öðrum bekk og 56 luku gagníræðaprófi og 15 nemendur gengu undir landspróf. Hæstu einkunn við gagnfræðapróf hlaut Garðar Halldórsson 9,03, en Friða Hördal hlaut hæstu einkunn skólans 9,35. Vaxandi útgerð í Hnífsdal Vélbáturinn Smári frá Húsa- vík var nýlega kéyptur til Hnífsdals. Smári er 39 srnál. að stærð, byggður í Danmörku fyrir 2 árum. Hann var gerður út frá Sandgerði í vetur og varð þriðji aflahæsti bátur á vertíðinni. — Frainkvæmdar- stjóri Smára er Hjörtur Guð- mundsson útgerðarmaður. Komu bátsins var fagnað af fjölda manns og með hátíð- legri móttökuathöfn . Ræður fluttu Einar Steindórsson, odd- viti, Ingimar Finnbjörnsson, útgerðarm. og framkvæmda- stjóri bátsins Hjörtur Guð- mundsson. Fögnuðu ræðumenn því, að stærri og betri bátar eru nú að koma í plássið. Nýr bátur 37 tonn, sem smíðaður var á Norðfirði á vegum ríkis- stjórnarinnar er væntanlegur Á aðalfundi Iðnaðarmanna- félags Isfirðinga, 10. júni s.l. var stjórn félagsins endurkjör- in, en hana skipa: Sigurður Guðmundsson formaður, Sam- úel Jónsson ritari og Ágúst Guðmundsson gjaldkeri. Vara- stjórn skipa: Marsellius Bern- harðsson fonnaður, Kristján Tryggvason ritari og Sigurður Ásgeirsson gjaldkeri. I skóla- nefnd Iðnskólans eiga þessir sæti: Kristján Tryggvason, Páll Guðmundsson og Þórður Jóhannsson. Iðnaðarmannafélagið hafði skipað 5 manna, nefnd til að í haust og er h.f. Haukur eig- andi hans. Hjörtur Guðmundsson benti á það í ræðu sinni, að núver- andi hafnarskilyrði torvelduðu mjög útgerð stærri báta frá IInífsda.1, og lagði áherzlu á að bryggjan yrði lengd hið fyrsta og jafnframt breikkuð. Er í ráði að lengja bryggjuna um 40 m. og standa vonir til að byrjað verði á þvi verki í sum- ar. Fjórir bátar verða gerðir út frá Hnífsdal í sumar, Páll Páls- son, Mímir, og Smári á línu, en Jóakim Pálsson með dragnót. Frystihúsið hefur fastráðið um 15 karlmenn í allt sumar. I ráði er að stækka frystihúsið í sumar. Ólafur í Skálavík sjötugur. Þann 13. þ. m. varð Ólafur Ólafsson bóndi í Skálavík sjöt- gera tillögur til úrbóta á raf- orkumálum bæjarins. Nefndin klofnaði í málinu og lágu tvö nefndarálit fyrir fundinum til umræðu og ályktunar. Miklar umræður urðu mn málið. Samþykkti fundurinn tillög- ur minnihluta nefndarinnar, sem Samúel Jónsson bar fram. Auk Samúels töluðu þeir Kristján Tryggvasonn, Jón Gauti og Þórður Jónsson fyrir tillögunni. Vegna rúmleysis verða samþykktir fundarins og frásögn af umræðunum að bíða næsta blaðs. ugur. Þessa merka bónda verð- ur getið nánar liér í blaðinu síðar. Ingimar Bjarnason látinn. Fyrir skönnnu er látinn Ingimar Bjarnason oddviti og sýslunefndarmaður í Iinifsdal. Hann hafði átt við alllanga vanheilsu að búa er hann lést. Með Ingimar Bjarnasyni er merkur maður til moldar genginn. Hann var hinn mesti þrekmaður og stundaði lengi sjómennsku og skipstjórn. I mörg ár var hann sýslunefnd- armaður og oddviti í Hnífsdal og hafði margháttuð afskipti af málum byggðarlags síns. Ingimar var maður mikill vexti í hvívetna hinn gei’filcg- asti. Hann var vel greindur maður, góðgjarn og glaðlynd- ur. — Hann var jarðsettur í Hnífsdal s.l. þriðjudag, liinn 14. júní að viðstöddu fjöl- menni. Knattspyrnufélagið Ilörður 30 ára. Þann 27. mai s.l. átti knatt- spyrnufélagið Hörður 30 ára afmæli. Svo sem nafnið bendir til var það upphaflega stofnað til að æfa hina vinsælu knatt- spyrnuíþrótt. En með árunum hefur Hörður vaxið og dafnað, bæði að félagafjölda og við- l'angsefnum, og er nú stærsta íþróttafélag Vestfjarða. Allar helztu íþróttagreinar sem iðk- aðar eru hér á landi eru á starfsskrá félagsins, svo sem knattspyrna, handknattlcikur og frjálsar íþróttir. Þá hefur Ilörður myndarleg- an skíðaskála í smíðum uppi á Seljalandsdal og er mjög vak- andi áhugi hjá félögum Harð- ar fyrir skíðaíþróttinni, sundi og fimleikum. Isfirzk æska hefur á þessum 30 árum átt þess kost að iðka margskonar íþróttir á vegum Harðar og liefur félagið því lagt fram mikinn skerf til að auka líkamlega og andlega heilbrigði æsku Jiessa bæjar í góðum og liollum félagsskap. Hörður minntist afmælis síns með íþróttamóti og glæsílegu afmælishófi. — Bauð félagið frj álsíþróttamönnum úr I. R. hingað vestur til keppni um hvítasunnuna. Meðal I. R.-inga var hinn glæsilegi iþróttamað- ur Finnbjörn Þorvaldsson, sem er gamall Harðverji. Þrátt fyrir óhagstæll veður náðist góður árangur á mótinu. Afmælishófið var haldið ann- an í hvítasunnu í Alþýðuliús- inu og sátu það um 120 manns. Margar ræður voru fluttar og félaginu bárust ýinsar góðar gjal'ir. Þessir töluðu: Högni Þórðarson, formaður Harðar, Helgi Guðmundsson bakaram., Ingólfur Steinsson, fararstjóri I. R.-inga, Finnur Finnsson forni. Vestra, Sigurð- ur Halldórsson, bæjarstjóri og Sverrir Guðmundsson banka- gjaldkeri. Vesturland árnar Herði mik- ils starfs og góðs gengis á kom- andi árum. 17. júní hátíðahöldin. ' Úliskemmtun hefst kl. 2 e. h. við Gagnfræðaskólann. Kvöld- skemmtun kl. 8,30 e. h. í Al- þýðuhúsinu. Dansleikir kl. 11 e. h. í Alþýðýuhúsinu (gömlu dansarnir) og á Uppsölum (nýju dansarnir). Skömmtun aflétt. Á fundi rafveitustj órnar í gær var ákveðið að aflétta skömmtun á rafmagni. 1

x

Vesturland

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vesturland
https://timarit.is/publication/633

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.