Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Vesturland

PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |


Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Vesturland

						VESTURLAND
Aðalsteinn Jónasson. Minníngarorð.
Hinn 27.. nóvember s.l. lézt að
heimili sínu Laugabóli í Ögur-
hreppi Aðalsteinn Jónasson bóndi
á 67. aldursári og var til moldar
borinn að ögri þann 10. des.
Séra Sigurður Kristjánsson
prestur á Isafirði jarðsöng hann.
Aðalsteinn var fæddur 24. apríl
árið 1888 að Birnustöðum í Laug-
ardal, sonur sæmdarhjónanna
Jónasar Bjarnasonar og Rebekku
Egilsdóttur, er þar bjuggu í mörg
ár.
Ólst Aðalsteinn upp í foreldra-
húsum til fullorðinsára. Vandist
hann strax í æsku allri algengri
sveitavinnu á heimili foreldra
sinna, þar sem iðjusemi, reglu-
semi og sparsemi skipuðu önd-
vegi.
í fardögum árið 1922 fluttist
Aðalsteinn að Laugabóli og byrj-
aði þar búskap. Bjó hann þar
síðan til æviloka. Búið var ekki
stórt til að byrja með, 51 kind
og eitt hross. Fyrstu 12 árin bjó
hann með unnustu sinni Ólöfu
Ólafsdóttur, sem var ættuð úr
Grunnavíkurhreppi. Bjuggu þau
saman ógift og eignuðust 6 dætur.
Tvær þeirra dóu á barnsaldri en
fjórar lifa föður sinn. Ragna og
Friðrikka Sigríður báðar til heim-
ilis á Laugabóli, ógiftar. Rebekka
gift í Hafnarfirði og Sigríður
gift til heimilis á Isafirði. Allar
eru  þær  systur  dugnaðar-  og
ekki verður sniðgengin. Engu að
síður þurfum við á nýjum at-
vinnutækjum að halda, meiri
framleiðslu, varanlegri atvinnu og
bættri aðstöðu á marga vegu. En
ég leyfi mér að staðhæfa:
Að þessu er unnið markvisst
og af fullri festu undir for-
ystu Sjálfstæðismanna. Stefn-
an í rafmagnsmálunum er
mörkuð og fé tryggt til fram-
kvæmdanna. Hin nýju vest-
firzku raforkuver Ieggja grund-
völl að miklum f ramförum,
tryggari atvinnurekstri, aukn-
um lífsþægindum og bjartari
framtíð. Stórfelldar samgöngu-
bætur eru framkvæmdar í hér-
uðunum og unnið að útvegun
fjármagns til kaupa á þeim
atvinnutækjum, sem byggðar-
lögin vantar. Þetta fjármagn
mun fást og atvinnutækin
munu koma, e.t.v. ekki öll í
einu, en þau munu koma og
mynda nauðsynlegan grund-
völl undir framtíðarfarsæld
fólksins hér vestra, við sjó og
í sveit.
Að svo mæltu leyfi ég mér
að árna öllu Sjálfstæðisfólki á
Vestf jörðum og öllum Vest-
firðingum giftudrjúgs komandi
árs.
Vigur, 28.  des.  1954
Sigurður Bjarnason.
mestu myndarkonur. Á árinu
1934 varð Aðalsteinn fyrir þeirri
þungu sorg að missa unnustu
sína, sem þá dó úr tæringu heima
á Laugabóli frá fjórum ungum
dætrum þeirra. Áfall þetta bar
hann með mikilli karlmennsku,
þótt fram undan blöstu við erfið-
leikar hvað snerti uppeldi barn-
anna, sem voru nú svipt um-
hyggju móðurinnar, sem uppeldi
barnanna  hvílir  jafnan  mest  á.
Búskapinn stundaði Aðaisteinn
á Laugabóli frá fyrstu tíð með
miklum dugnaði og fyrirhyggju.
Nýtt íbúðarhús úr steinsteypu
byggði hann á jörðinni 1926, í
stað gamla bæjarins. Bætti hann
jörðina með túnasléttum, girðing-
um og endurbótum á penings-
húsum. Laugabólið hafði hann
keypt á fyrstu búskaparárum sín-
um og þar með gjörst sjálfseign-
arbóndi.
Aðalsteinn var glöggskyggn á
landkosti í Laugardal, enda dal-
urinn grösugur og fallegur yfir að
líta. Allstórt veiðivatn með gnótt
af silungi og laxi, í vexti á
seinni árum, prýðir þarna byggð-
ina og skapar þeim er þarna
búa aukin skilyrði til góðrar af-
komu. Við suðurenda vatnsins
stendur Laugabólsbærinn og ber
hátt á, svo að útsýn þaðán yfir
dalinn, vatnið og út á ísafjarðar-
djúp er sérstaklega falleg og til-
komumikil. Já, þarna var það,
sem Aðalsteinn varð einn sjálf-
stæðasti og traustasti bóndinn í
Ögurhreppi, þótt stundum blési
á móti á lífsleiðinni.
Þarna í dalnum höfðu faðir
hans og afi búið allan sinn bú-
skap og farnast vel. Tvö eftirlif-
andi systkini Aðalsteins eru og
enn búandi í Laugardal, þau Þor-
björg í Hagakoti og Jón á Birnu-
stöðum. Að einlæg og sönn átt-
hagaást hafi að nokkru leyti ráð-
ið um stöðuglyndi þessa fólks á
þessum slóðum efast ég ekki um.
Hvað hinsvegar nú á tímum er
efst á baugi í þessum efnum er
alþjóð kunnugt um.
Um langt árabil var Aðalsteinn
bóndi fjárflestur allra bænda í
hreppnum. Fé hans var að jafnaði
mjög vænt og afurðir fjárins ár-
vissar hvernig svo sem áraði.
Efalaust réði þar miklu um natin
og umhyggjusöm hirðing fjárins.
Til þeirra hluta var ekki höndum
kastað. Hitt vissu líka sveitungar
hans, að aldrei brast hann fóður
fyrir skepnur sínar, en átti jafn-
an stórkostlegar heyfyrningar á
vori hverju.
Ég minnist er ég á sextugsaf-
mæli hans gekk með honum
skammt frá bænum á Laugabóli,
að heykumbli er stóð. þar ósnert.
„Þarna átt þú góðan stabba",
varð mér að orði.  „ójá, manni
MINNINGARORD:
Arnfríður Þorkelsdóttir.
Ekkjan Arnfríður Þorkelsdóttir
andaðist 7. ágúst s.i. að Meiri-
Bakka í Skálavík í Hólshreppi.
Arnfríður var fædd 16. janúar
1874 að Saurum í Álftafirði. For-
eldrar hennar voru Kristín Þor-
steinsdóttir og Þorkell- Magnús-
son.
Arnfríður ólst upp hjá foreldr-
um sínum til átta ára aldurs.
Fluttist hún þá til föðurbróður
síns, Guðna Magnússonar bónda
að Brekku í Langadal i Naut-
eyrarhreppi, og var hjá honum til
17 ára aldurs í góðu yfirlæti.
Réðist Arnfríður þá í vistir, fyrst
að Kirkjubóli í Langadal, og síðar
að Laugabóli til Jóns Halldórsson-
ar og Guðrúnar Þórðardóttur, sem
þar höfðu stórbú og margt hjóna.
Á Laugabóli var Arnfríður í átta
ár, og líkaði vistin vel, þótt mikið
væri að gera og vinnutíminn oft
langur.
Frá Laugabóli fluttist Arnfríð-
ur til Hnífsdals, réðist sem vinnu-
kona til hjónanna Símoníu Krist-
jánsdóttur og Jóns Pálssonar
skipstjóra.
Árið 1904 giftist Arnfríður Páli
Jósúasyni skipstjóra og útgerðar-
manni. Búsettust þau á Isafirði.
Þau hjón eignuðust sex börn.
Eru þessi fjögur á lífi: Jóhann,
skipstjóri í Reykjavík; Sigríður,
gift Jóhanni Pálssyni á Höfða í
Grunnavíkurhreppi; Páll, bóndi á
Meiri-Bakka, ókvæntur; Jakob,
sjómaður á Patreksfirði, kvæntur
Fjólu  Jónsdóttur.
líður betur að vita af þessu ó-
eyddu eftir veturinn" var svarið.
Þannig hugsaði þessi bóndi, sem
réttilega áleit heyleysi eitt mesta
bölið, sem hent gæti í búskapn-
um.
Aðalsteinn var að eðlisfari hlé-
drægur maður. Hispurslaus og
hreinskilinn í framkomu og lét
ógjarnan af skoðun þeirri er hann
hafði á mönnum og málefnum.
Orðheldinn og ábyggilegur í öll-
um viðskiptum var hann og
gein ekki við hverskonar nýung-
um en mat mikils fornar dyggðir,
svo sem iðjusemi, nýtni, reglu-
semi og sparsemi.
Síðustu æviárin var Aðalsteinn
heilsutæpur mjög, og féll þá
þungt að geta ekki gengið að
vinnu sem aðrir.
Fyrir frábæran dugnað og um-
hyggjusemi dætra hans, sem
heima voru, tókst að halda bú-
skapnum í góðu horfi án þess að
saman gengi búið.
Við fráfall hans hafa sveitung-
ar hans orðið á bak að sjá dug-
legum og nýtum bónda, sem hlífði
sér ekki  við  skyldustörfunum.
Vigur 11. des. 1954
Bj£mi Sigurðsson.
Einnig ólu þau Arnfríður og
Páll upp sex fósturbörn, að meira
eða minna leyti: Jón Jóhannes-
son, nú bónda í Hafnardal í Naut-
eyrarhreppi; Gunnar Sigtryggs-
son, nú rafvirkja í Bolungavík,
systurson Arnf ríðar; Arnfríði
Aradóttur; Sigurð Pálsson; Salo-
me Guðjónsdóttur og Sumarliða
Kristjánsson (til átta ára aldurs).
Árið 1911 fluttu þau Arnfríður
og Páll frá Isafirði að Meiri-
Bakka og hófu þar búskap, og
bjuggu þar síðan til æviloka. Til-
efni flutnings þeirra frá Isafirði
var það, að þau misstu þar ung-
an son á þann hátt, að hann var
að leika sér með öðrum börnum
á sjóvarnargarði umhverfis íbúð-
arhús þeirra; tók drenginn þá
brim svo hann drukknáði. Festi
hvorugt þeirra hjóna yndi á Isa-
firði eftir þennan atburð, þótt
afkoma þeirra væri í betra lagi,
enda var Páll heitinn mikill að-
dráttarmaður. Hafði hann útgerð
nokkra og var í ýmsum fram-
kvæmdum.
Þau Páll og Arnfríður keyptu
jörðina Meiri-Bakka nokkru eftir
að þau fluttust þangað. Bæði voru
mjög samhent um búskapinn og
unnu hörðum höndum. Með dugn-
aði og sparsemi tókst þeim að
eignast jörðina og sæmilega á-
höfn. Fyrstu búskaparárin stund-
aði Páll jafnan sjó að vorinu, og
oft einnig að haustinu. Komu bú-
verkin, úti og inni, þá jafnan
mest á Arnfríði og krakkana,
sem öll voru dugleg og vöndust
snemma að taka til hendi eftir
því sem með þurfti.
Bæði voru þau Arnfríður og
Páll vel gefin. Hann var fjöl-
fróður og víðlesinn með leitandi
gáfur. Hún hafði lesið minna og
engrar uppfræðslu notið umfram
fermingarlærdóm. Gáfur hennar
voru traustar og farsælar á þeim
sviðum er henni láu hjarta næst.
Arnfríður var ágæt móðir og
kona; gerði engan mun barna
sinna og fósturbarna. Öll börnin
áttu í henni víst athvarf. Manni
sínum var hún trúr og traustur
félagi og samstarfsmaður. Starf
hennar var mikið og farsælt, og
jafnan unnið af sérstakri skyldu-
rækni.
Þau Arnfríður og Páll bjuggu
fyrst á hálfri jörðinni Meiri-
Bakka. Keyptu þau síðan alla
jörðina er hálflendan losnaði.
Jafnframt húsuðu þau jörðina að
öllu leyti, græddu út tún og
engi og ræktuðu nokkuð að nýju.
Eftir að Páll andaðist 9. maí
1946, hélt Arnfríður áfram búi
að Meiri-Bakka með forsjón. og
aðstoð Páls sonar síns og Sigurð-
ar fóstursonar síns. Var jafnan
haldið áfram ræktun og húsabót-
um eftir því sem ástæður leyfðu.
Arnfríður var jarðsett að Hóli
í Bolungavík 14. ágúst s.l.
Arngr.
					
Fela smįmyndir
Blašsķša 1
Blašsķša 1
Blašsķša 2
Blašsķša 2
Blašsķša 3
Blašsķša 3
Blašsķša 4
Blašsķša 4
Blašsķša 5
Blašsķša 5
Blašsķša 6
Blašsķša 6
Blašsķša 7
Blašsķša 7
Blašsķša 8
Blašsķša 8