Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Vesturland

PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |


Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Vesturland

						&jG&s> 2/és3"FWZxm 83úGFsaræ$»sMæam
XXXVn. árgangur.
ísafjörður, 31. október 1960.
10.—11. tölublað.
Nýr flugvöllur á ísafirði.
Þáttaskil i samgöngumálum Vestf irðinga
Sunnudaginn 2. október s.l. var flugvöllurinn á Skipeyri
við Skutulsfjörð opnaður til afnota. Gljáfaxi Flugfélags
Islands flaug þessa fyrstu ferð til Isaf jarðar og leysti þar
með Katalínaflugvél Flugfélagsins af hólmi.
Frá því að flugsamgöngur hóf-
ust við ísafjörð hafa eingöngu
verið notaðar sjóflugvélar. Það er
því merkur áfangi í samgöngumál-
um okkar þegar tekin er í notkun
landflugvél á flugleiðinni ísafjörð-
ur—Rey k j aví k.
Þegar Gljáfaxi lenti á Skipeyr-
arflugvelli var þar saman kominn
mikill f jöldi manna frá isafirði og
byggðunum í nágrenninu.
Með flugvélinni kom Ingólfur
Jónsson, flugmálaráðherra, ásamt
fleiri forvígismönnum flugmál-
anna. Agnar Kofoed-Hansen, flug-
málastjóri, kom ásamt fleirum
með sjúkraflugvél Björns Pálsson-
ar, sem lenti rétt á undan Gljá-
faxa.
Ræða Birgis Finnssonar.
Þegar Gljáfaxi var lentur og
gestir höfðu stigið út úr flugvél-
inni kvaddi Birgir Finnsson, for-
seti bsejarstjórnar Isiafjarðar, sér
hljóðs. Bauð hann ráðherra, gesti
og áhöfn flugvélarinnar velkomna.
Hann gat þess að ungur ísfirzkur
menntamaður, Hjálmar R. Bárð-
arson, núverandi skipaskoðunar-
stjóri, hafi fyrir nær því 2 ára-
tugum bent fyrstur manna á þann
möguleika að byggja flugvöll á
Skipeyri. Þá gat hann þess enn-
fremur, að þar sem flugvöllurinn
stendur nú, eða við nyðri enda
hans, hefði farið fram síðasta
galdrabrenna á íslandi þegar séra
Jón Magnússon, þumlungur, prest-
ur á Eyri í Skutulsfirði lét brenna
Kirkjubólsfeðga fyrir galdra.
Völlurinn opnaður.
Þegar Birgir hafði lokið máli
sínu tók Ingólfur Jónsson flug-
málaráðherra til máls. Hann nakti
sögu flugmálanna á íslandi frá
upphafi. Þakkaði hann Flugfélagi
Islands þann mikla skerf, sem það
hefur lagt samgöngumálum okkar
Islendinga. Flugfélagið hefur rof-
ið einangrun þeirra byggðarlaga,
sem verst hafa verið sett með
siamgöngur. Ráðherrann sagði, að
nú væru 25 flugvellir hér á landi
og auk þess yfir hundrað sjúkra-
flugvellir. Að lokum þakkaði hann
öllum þeim, sem við flugvöllinn
hefðu unnið og stuðlað að því að
þessi áfangi hefði náðst í sam-
göngumálum Vestfirðinga. Lýsti
hann því síðan yfir að Skipeyrar-
flugvöllur væri opnaður til um-
ferðar, og bað þess, að: ,,Hann,
sem valdið hefur, haldi verndar-
hendi sinni yfir þeirri starfsemi,
sem hér fer fram."
Flugbrautin 1100 metrar.
Ekki er ennþá fulllokið  við að
gera flugvöllinn. Nú þegar er lok-
ið við að gera 1100 metra langa
flugbraut, en fyrirhugað er að hún
verði 1400 metra löng og 60 metra
breið. Brautin er malarborin, en
ætlunin er að malbika hana eða
steypa. Nú þegar hefir farið 170.
000 rúmmetrar að jarðefni í völl-
inn. Kostnaðaráætlun og teikning-
ar gerði Ólafur Pálsson, verkfræð-
ingur, og hefur kostnaðaráætlunin
staðist. Nú við opnun vallarins er
búið að verja í hann 4,8 millj. kr.
en áætlað er að fullgerður kosti
hann 7 milj. króna.
Verkstjóri við flugvöllinn var
Júlíus Þórðarson.
Boð bæjarstjórnar.
Þegar vígsluathöfn var lokið
bauð Flugfélagið bæjarfulltrúum,
verkamönnum við flugvöllinn og
nokkrum fleiri, í stutta flugferð
og var flogið inn fyrir Vigur.
Bæjarstjórn bauð gestum til
samsætis að Uppsölum. Voru
margar ræður fluttar þar.
ísafjarðarbær hefur stuðlað að
framgangi þessa máls með því að
leggja land undir flugvöllinn, end-
urgjaldslaust.
Fnndur Siálfstæðismanna um
landhelgismálið
Sjálfstæðismenn á Isafirði héldu sameiginlegan fund að Uppsölum,
sunnudaginn 23. október s.l. Á fundinum mætti Bjarni Benediktsson,
dómsmálaráðherra, og ræddi hann landhelgismálið.
Matthías Bjarnason, varafor-
maður fulltrúaráðs Sjálfstæðisfé-
laganna á ísafirði, setti fundinn.
Bauð hann Bjarna Benediktsson,
dómsmálaráðherra, velkominn til
ísafjarðar. Ennfremur bauð hann
fundiarmenn velkomna og þá eink-
um þá nágranna okkar, sem komn-
ir voru úr þorpunum í nágrenni
Isafjarðar. Bað hann siðan Guð-
finn Magnússon að vera fundar-
stjóra og Jón Pál Halldórsson
fundarritam.
Bæða dómsmálaráðherra.
Fundurinn hófst síðan á því, að
dómsmálaráðherrann flutti ræðu
um landhelgismálið.
I upphafi máls síns gat hann
þess, að í þessu máli hafi verið
hafður uppi einhliða áróður af
hendi stjórnarandstæðinga. Á með-
an á viðræðunum stóð taldi ríkis-
stjórnin sér ekki fært að koma
fram með neitt það, sem veikt
gæti málstað okkar Islendinga.
Ráðherrann kvaðst vilja bæta
nokkuð úr þessu með því að skýra
frá gangi landhelgismálsins frá
því að friðunarlínan var færð út
í 12 mílur hinn 1. september 1958.
Hann lagði  áherzlu á það,  að
Fyrsti
heiðursborgarinn
Sunnukórinn og sóknarnefnd
Isaf jarðar gengust fyrir samsæti í
tilefni þess að Jónas Tómasson,
tónskáld, átti fyrir nokkru 50 ára
afmæli sem orgelleikari við Isa-
fjarðarkirkju. Samsætinu stjórn-
aði Einar B. Ingvarsson, formað-
ur sóknarnefndar. Sunnukórinn
söng lög eftir Jónas Tómasson
undir stjórn Ragnars H. Ragnar.
Jónas var aðalhviatamaðurinn að
stofnun Sunnukórsins, en hann
var stofnaður árið 1934. Auk þess
hefur hann starfað mikið að söng-
málum Isafjarðar auk þess
hefur hann átt lengi sæti í sókn-
arnefnd og starfað mikið að bind-
indismálum.
Ræður fluttu séra Sigurður
Kristjánsson, Elías Pálsson og
Bjarni Guðbjörnsson, varaforseti
bæjarstjórnar. Hann afhenti Jón-
asi heiðursborgaraskjal frá bæj-
arstjórn Isafjarðar.
Jónas Tómasson er fyrsti ís-
firðingurinn, sem bæjarstjórnin
gerir að heiðursborgara.
Islendingar ættu nú í illvígri deilu
við Breta, sem fyrr eða síðar gæti
leitt til mannfórna, ef ekkert væri
að gert til að firra vandræðum.
Spurningin er því sú, á hvern
hátt er hægt að leysa þetta vanda-
mál án þess að fórna nokkru af
því,. sem þegar hefur áunnizt í
málinu.
„Við höfum sigrað í landhelgis-
málinu" sagði ráðherrann, „en lát-
um ekki sigur snúast upp í ó-
sigur, en það gerum við ef okkur
tekst ekki að leysa deiluna við
Breta."
Hann sagði að málin stæðu
þannig nú lað verið væri að kanna
alla þá möguleika, sem tryggt
gætu okkur fullan yfirráðarétt
yfir fiskyeiðilögsögu okkar.
Að lokinni ræðu ráðherrans tóku
til máls Kristján H. Jónsson, Matt-
hías Bjarnason og Ásberg Sigurðs-
son.
Fundinn sátu um 100 manns.
					
Fela smįmyndir
Blašsķša 1
Blašsķša 1
Blašsķša 2
Blašsķša 2
Blašsķša 3
Blašsķša 3
Blašsķša 4
Blašsķša 4
Blašsķša 5
Blašsķša 5
Blašsķša 6
Blašsķša 6
Blašsķša 7
Blašsķša 7
Blašsķša 8
Blašsķša 8