Vesturland

Árgangur

Vesturland - 16.04.1971, Blaðsíða 3

Vesturland - 16.04.1971, Blaðsíða 3
3 MINNINGARORÐ Guðniundnr Björnssoii, kannm. Isafirði Guðmundur Björnsson, fyrr- um kaupmaður á ísafirði, andaðist í Hveragerði 23. febrúar s.l. tæplega 83 ára að aldri. Guðmundur Björnsson er borinn og barnfæddur ísfirð- ingur, fæddur 21. marz 1888, og voru foreldrar hans Elísa- bet Jónsdóttir bónda á Laugabóli Árnasonar og Björn Guðmundsson, sem var fæddur að Broddanesi í Strandasýslu, en fluttist ung- ur hingað að Djúpi. Hann nam gullsmíði ungur að ár- um og stundaði þá iðn sem aðalstarf í nokkur ár. Hann var um hríð búsettur í Æðey en fluttist til ísafjarðar árið 1881 og átti þar heima til dauðadags. Björn Guðmunds- son var deildarstjóri Kaupfé- lags ísfirðinga hins eldra meðan það starfaði, en keypti um eða fyrir aldamót verzlun af Sigfúsi H. Bjarnasyni. Þessi verzlun hefur verið starfrækt undir nafni Björns Guðmundssonar síðan, en er í daglegu tali nefnd Björns- búð. Systkini Guðmundar eru Kristján læknir búsettur í Álaborg, og Ólöf, sem gift var Axel Ketilssyni kaupmanni í Reykjavík og er hún látin fyrir nokkrum árum. Guðmundur Björnsson hóf ungur störf við verzlun föður síns, fór til náms í Verzlunar- skóla íslands og lauk þaðan prófi vorið 1913. Á árinu 1919 varð hann verzlunarstjóri í Björnsbúð og tók við forstöðu verzlunarinnar þegar faðir hans varð að hætta fyrir ald- urs sakir. Verzlun Björns Guðmunds- sonar átti fyrr á árum mikil viðskipti við bændur í ísa- fjarðarsýslu og rak um ára- tugi sláturhús hér á ísafirði. Björn Guðmundsson var mik- ill dugnaðar- og ákafamaður við öll störf, heiðarlegur hjálpsamur og lipur við fólk, sem við hann skipti. Hann var einn af kunnustu og merkustu borgurum ísafjarð- ar á sinni tíð og setti svip á bæ sinn. Guðmundur sonur hans var hægur maður í fram komu, hlédrægur og allra manna kurteisastur. Hann var einstakt lipurmenni, hjálp fús og góðviljaður öllu fólki. Guðmundur Björnsson lagði aldrei nokkrum manni mis- jafnt orð en strangheiðarleg- ur cg nákvæmur í öllum við- skiptum og vildi ávallt vera réttlátur cg trúr í starfi sínu og lííi. í byrjun fjórða tugs þessarar aldar gekk mikil kreppa yfir land okkar og víða um heim. Mörg ef ekki öll fyrirtæki urðu fyrir barð- inu á kreppunni og erfiðleikar steðjuðu að úr öllum áttum. Þeir erfiðleikar sóttu hart að fyrirtæki hans og áttu sinn þátt í langvarandi veikindum hans. Á yngri árum tók Guð- mundur mikinn þátt í félags- lífi hér í bænum og var m.a. í kór undir stjórn Jóns Lax- dals tónskálds. Hann lagði jafnan mikla stund á íþróttir á yngri árum en sú íþrótt sem hann lagði mesta rækt við var sundið, sem hann stundaði langt fram á áttræð- isaldur. Guðmundur Björnsson var myndarlegur maður að vall- arsýn, sem bar af sér góðan þokka. Hann bar aldur sinn óvenju vel og í útliti var hann mun yngri maður en hann var að árum. Siðfáguð framkomu hans og viðmót við alla gerðu hann alúðlegan og vinsamlegan í augum sam- ferðamannanna. Framkoma hans var laus við alla tilgerð og honum fullkomlega eðli- leg. Guðmundur Björnsson kvæntist 6. janúar 1912 eftir- lifandi konu sinni Aðalheiði Guðmundsdóttur og bjuggu þau öll sín búskaparár á ísa- firði. Þeim hjónum varð þrett án barna auðið, en þau eru: Björn Kristinn búsettur í New York, kvæntur Maríe af sænsk-finnskum ættum, Gunn ar Bachmann, dáinn 1959, kvæntur Helgu Hermundsdótt ur, Elísabet, dáin 1941, Hulda, gift í Kaupmannahöfn, Erling Christiansen, Guðrún, gift í Álaborg, Kai Jensen, Guð- mundur, bókari í Reykjavík, ókvæntur, Aðalbjörn, kaup- maður á ísafirði, ókvæntur, Kristján, verzlunarmaður í Reykjavík, kvæntur Arndísi Bjarnadóttur, Kjartan, verzl- unarmaður í Reykjavík, kvæntur Sigríði Jónsdóttur, Garðar, kaupmaður á ísafirði, kvæntur Jónínu Jakobsdóttur, Aðalheiður, í Kópavigi gift Guttormi Sigurbjörnssyni, Kristjana, í Reykjavík var gift Guðmundi heitnum Tryggvasyni lækni, Sigurður verzlunarmaður í Kópavigi, kvæntur Geirlaugu Jónsdótt- ur. Eins og að líkum lætur var heimili Aðalheiðar og Guð- mundar með mannflestu heim ilum á ísafirði á meðan börn- in voru að vaxa úr grasi. Þar var einnig vinnufólk, því auk venjulegra heimilisstarfa á mannmörgu heimili, var um langt árabil rekið kúabú sem þurfti á vinnukrafti að halda. Það hefur verið ærið starf að stjórna þessu stóra heimili og annazt uppeldi þess stóra barnahóps. Aðal- heiður Guðmundsdóttir þurfti því oft að leggja hart að sér og vinna langan og strangan vinnudag. En þó oft hafi blásið á móti, þá eru þó alltaf gleðistundirnar margar, sem gaman er að rifja upp og orna sér við, þegar dagur er að kveldi kominn. Nú er Að- alheiður orðin heilsulítil eftir langan vinnudag. Þau hjón yfirgáfu ísafjörð um miðjan aprílmánuð á sl. ári og hafa dvalið á Dvalarheimilinu Ási í Hveragerði og þar lézt Guð- mundur. Guðmundur lifði það að sjá verzlun sína, sem faðir hans hafði keypt og rekið á undan honum taka miklum breyting um fyrir nokkrum árum þegar hún flutti í nýtt hús- næði sem svaraði kröfum tímans. Það var honum og þeim hjónum vafalaust á- nægjuefni að vita fyrirtækið í höndum tveggja sona sinna. Þriðji ættliðurinn ræður þar ríkjum. Nú er Guðmundur Björns- son horfinn sjónum okkar. Við samborgarar hans kveðj- um hann með söknuði og þakklæti fyrir samfylgdina. Hann var heilsteyptur per- Gabonplötur — Hampplötur Spónaplötur, 8, 10, 12, 16, 18 og 19 mm. Harðtex (masonit) olíusoðið og venjulegt, 3,5 mm. Oregon Pine í plönkum. Loftplötur — Loftklæðning — Harðviðarþiljur. HAGSTÆTT VERÐ. JÓN F. EINARSSON Sími 7206 Bolungarvík. Röngum fréttaflutn- ingi mótmælt Frétt, sem birtist í dagblaðinu Vísi þann 13. apríl s.l. um ósæmilega framkomu gesta og bæjarbúa á Skíða- viku Skíðafélags ísafjarðar nú um bænadagana, er mjög oröum aukin og í sumum tilvikum alröng, bæði hvað varðar dansleikjahald, áfengisneyzlu og slagsmál. Er það ámælisvert að lögreglumaður skuli láta bera sig fyrir svo rangfærðum fréttaflutningi, og leyfi ég mér fyrir hönd framkvæmdanefndar Skíðavikunnar að krefjast þess að heimildarmaður fréttamanns þess, er skrifaði umrædda frétt í Vísi, leiðrétti opinberlega missagnir þær, sem fram koma í fréttinni. Guðmundur Marinósson. Þakka kærlega heimsóknir, gjafir, skeyti og alla vin- semd mér sýnda á 80 ára afmæli mínu, 9. apríl s.l. Guðblessi ykkur öll. Kærar kveðjur. HALLDÓR BORGARSSON Elliheimilinu, ísafirði. Guðfinnur Kristján Halldórs- son, lóðaskrárritari, Hlíðar- vegi 26A, lézt 7. janúar s.l. Hann var fæddur 20. apríl 1896. Hans Georg Hásler, bakara- meistari, Mánagötu 2, lézt 21. sónuleiki og drengur góður í fyllstu merkingu þess orðs. Ég sendi Aðalheiði, börnum þeirra og öllu venzlafólki innilegar samúðarkveðjur og óska þeim alls velfarnaðar á ókomnum árum. Blessuð sé minning Guðmunar Björns sonar. Matthías Bjarnason. janúar s.l. Hann var fæddur 5. september 1891. Jens Einar Einarsson, Tún- götu 18, lézt 21. janúar s.l. Hann var fæddur 29. nóvem- ber 1891. Sæmundur Jón Guðjónsson, Hrannargötu 6, andaðist 29. f.m. Hann var fæddur 10. apríl 1894. Árni Matthíasson, hárskera- meistari, Silfurtorgi 1, lézt í Kaupmannahöfn 5. þ.m. Hann var fæddur 1. ágúst 1920. Grímur Jónsson, fyrrum kaupmaður og útgerðarmaður í Súðavík, lézt í Reykjavík 12. þ.m. Hann var fæddur 5. apríl 1885. Grímur rak verzi- un og útgerð í Súðavík frá árinu 1913 til 1950, en flutti til Reykjavikur 1951.

x

Vesturland

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vesturland
https://timarit.is/publication/633

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.