Vesturland

Árgangur

Vesturland - 01.01.1972, Blaðsíða 5

Vesturland - 01.01.1972, Blaðsíða 5
5 SR. ÞORSTEINN JÖHANNESSON FYRRUM PRÓFASTUR: Vatnsfjörður í aldanna rás Nokkrir drættir úr sögu staðar og kirkju Ritstjóri Vesturlands hefur beðið mig að skrifa greinar- korn um prestssetrið Vatns- fjörð í N.-ísafjarðarsýslu. Er mér ljúft að verða við þeim tilmælum, þótt augljóst sé, að hér verður aðeins drepið lauslega á örfáa þætti úr hinni miklu sögu staðarins. Vatnsfjörður stendur við stutta vík, er liggur milli Vatnsfjarðarness og Svein- húsaness, og ber víkin nafn af staðnum. Inn frá víkinni gengur Þúfnadalur. Þar standa bæ- irnir Sveinhús, Miðhús og Þúfur. Fremst í dalnum eru tvö vötn, kölluð Selvötn. Skammt frá þeim er býlið Vatnsf jarðarsel, sem nú er í eyði. Höfðu Vatnsfirðingar þar málnytupening sinn í seli, áður fyrr, eins og getið er um í Grettissögu. Vatnsfjörður er landnáms- jörð. í Landnámu segir svo: „Snæbjörn son Eyvindar austmanns nam land milli Mjóafjarðar og Laugadalsár og bjó í Vatnsfirði. Hans son var Hólmsteinn, faðir Snæ- bjarnar galta.“ Snæbjörn Eyvindsson var bróðir Helga magra, er nam Eyjafjörð og byggði bæ sinn að Kristnesi. Stóðu að þessum bræðrum miklar og merkar ættir, sænskar og írskar, því Eyvindur austmaður gerðist landvarnarmaður Kjarvals írakonungs og kvæntist Raf- örtu dóttur hans. Talið er að Snæbjörn hafi sezt að í Vatnsfirði um aldamótin 900. Ekki er vitað með vissu hverjir sátu í Vatnsfirði um miðbik 10. aldar, en um 980 býr þar Ásgeir goði Knattar- son. Er því augljóst, að mjög snemma, eða þegar frá önd- verðu, hefur Vatnsfjörður verið orðinn höfuðból og að- setur goðorðsmanna. Ásgeir Knattarson er í Lax- dælu nefndur „göfugur mað- ur.“ Bendir kvonfang hans einnig skýlaust til þess, að hann hafi enginn miðlungs- maður verið, því kona hans er Þorbjörg digra, dóttir Ól- afs pá Höskuldssonar cg Þor- gerðar Egilsdóttur Skalla- grímssonar. Sonur Ásgeirs og Þcrbjargar var Kjartan Ás- geirsson, sem síðar tók við mannaforráðum í Vatnsfirði. Er Þorbjörg digra missti mann sinn, giftist hún öðru sinni Vermundi mjóa Þor- grímssyni. Hefir vegur Vatns íjarðar vafalaust aukizt til muna við þann ráðahag, því Vermundur var auðugur höfð ingi, sem átti bú á stór- býlinu Bjarnarhöfn á Snæ- fellsnesi, áður en hann flutt- ist í Vatnsfjörð. Um skörungsskap Þorbjar- ar vitnar sú frásögn Grettis- sögu, að eitt sinn er Ver- mundur var á þingi reið Þor- björg fram að Vatnsfjarðar- seli að vitja starfsliðs síns. Kcm hún þar að er bændur höfðu komið böndum á Gretti Ás.nundarsn rg hugðust festa hann á gálga. Hafði hann á þessum árum lirökkl- ast um Vestíirði og reynzt gripdeildarsamur í búum beirra. Þcrbjörg ávarpar Gretti og segir: „Hvað rak þig til þess Grettir, að þú vildir gera hér óspektir þingmönnum mín- um?“ „Eigi má við öllu sjá“, segir Grettir, „vera varð ég nckkur,“ þ.e. einhvers staðar. . Slíkt er mikið gæfuleysi," segir hún. „En ofráð mun það veröa ykkur ísfirðingum, að taka Gretti af lífi, því að hann er maður frægur og stórættaður.“ Lét hún Gretti síðan heita því, að valda engum óspekt- um í héraðinu og leita ekki hefnda á aðfaramönnum sín- um. Fór Grettir með Þor- Kjartan, sonur Ásgeirs Knattarscnar og Þcrbjargar, t'k við búi cg mannaforráð- i'.m eítir móður sína cg Ver- mund fóstra sinn. Hann var vinsæll rnaður og fór vel með héraðsvöld sín. Hann kvæntist mikilhæfri og gáf- aðri kcnu, Guðrúnu Halldórs- dóttur Snorrasonar goða. Frá þeim er kcmið Vatnsfirðinga- kyn, sem f jölmennt varð, stór- brctið cg atkvæðamikið. Sat ætt þessi í Vatnsfirði fram undir siðaskipti cg hefir síð- an dreifzt um flest eða öll héruð landsins. Á öndverðri 12. öld býr í Vatnsfirði Þórður Þorvalds- scn, scnarsonur Kjartans Ás- geirssonar. Hann var kvæntur ágætri konu, Sigríði, dóttur Hafliða Mássonar á Breiða- bólsstað í Vesturhópi. Þórð- ur hefur verið í fremstu röð vestfirzkra héraðshöfðingja á sinni tíð. Hann hefir verið tíma. Hann reisti fyrstur oanna kirkju í Vatnsfirði og ákvað með máldaga erfingj- um sínum fcrræði hennar. Vatnsfjarðarkirkja var helg- uð Ólafi kcnungi Haraldssyni, þjóoardýrlingi Norðmanna. Eins og margir stórbændur, er byggðu kirkjur á jörðum sínum, tók Þórður prest- vígslu. Er hann fyrsti vígði maðurinn, sem getið er um í Vatnsfirði. Hann er talinn meðal klerka í prestatali ár- ið 1143. Um næstu áratugi sátu af- komendur Þórðar Þorvalds- scnar, cg eigendur Vatns- fjarðar, ekki á neinum friðar stóli. Óveður Sturlungaaldar- innar var að skella yfir. Saga margra Vatnsfirðinga á þessu tímabili vitnar um deilur og vígaferli, enda tókst ekki nema fáum héraðshöfðingjum að ganga með óflekkaðan skjöld frá þeirri skálmöld, björgu heim í Vatnsfjörð og dvaldi þar um hríð. „Varð hún af þessu mjög fræg víða um sveitir." gætinn maður og friðsamur cg farið vel með völd sín, þó metnaðargjarn væri, eins og flestir atkvæðamenn þeirra sem þá gekk yfir landið. Eftir miðja 13. öld situr í Vatnsfirði Einar Þorvalds- son, sonur Þorvalds Vants- Séra Þorsteinn í Vatnsfirði Séra Þorsteinn Jóhannes- son, fyrrum prófastur i Vatnsfirði, sem ritar hér um Vatnsfjörð og Vatnsfjarðar- kirkju, varð guðfræðingur frá Háskóla íslands 1924. Sama ár var hann vígður til Staðar í Steingrímsfirði. Þjónaði hann því prestakalli til ársins 1929 að hann fékk veitingu fyrir Vatnsfirði, ásamt Kirkjubólsþingum og Unaðsdalssókn. Náði presta- kallið þannig yfir allt Inn- Djúpið. Prófastur í Norður- ísafjarðarsýslu varð hann 1939. Séra Þorsteinn lét af embætti í Vatnsfirði árið 1955, eftir 26 ára prests- þjónustu þar, og fluttist þá til Reykjavíkur og starfaði um hríð í stjórnarráðinu, en síðari árin í Landsbanka ís- lands. Hann hefur nú látið af störfum fyrir aldurs sakir. Kvæntur er séra Þorsteinn Laufeyju Tryggvadóttur og eiga þau 5 börn. Aðalsteinn Eiríksson, fyrr- um skólastjóri héraðsskólans í Reykjanesi og náinn sam- starfsmaður séra Þorsteins að málum skólans, segir m.a. í afmælisgrein um séra Þor- stein sjötugan: „Ég átti þess kost, vegna starfs míns, að kynnast nokk- uð svo að segja hverju heim- ili í sóknum hans við Djúp og hafði auk þess nokkur kynni af sumum fyrrverandi sóknarbörnum hans í Stranda- sýslu. Ekki fóru dult vin- sældir cg virðing þeirra hjóna meðal fólksins í hér- aðinu. Var mikill söknuður við burtför þeirra frá stað og síðar er þau fluttu frá Vatnsfirði. Séra Þorsteinn er ágætur kennimaður og syngur mess- ur af markvissri smekkvísi og án allrar tilgerðar. Hann er fagurkeri í listum orðs og tóna. Þess gætir mjög í ræð- um hans cg prestlegri þjón- ustugerð. Fáum hefi ég kynnzt, sem hafa vandað jafn vel og hann ræður sínar og flutning þeirra. Guðsþjónusta hans var bcðun fagnaðarer- indis, umburðarlyndis og kærleika, án þess að dekrað væri við ódyggðir. Vatnsfjarðarheimilið var í tíð þeirra hjóna víðfrægt fyr- ir rausn cg greiðasemi við gest og ganganda. Prófasts- hjónin voru búendur góðir og höfðu stórt bú meðan hægt var að fá fólk til starfa. Hið forna höfuðból með öll- um sínum hlunnindum, sel- veiði, varpi og fuglatekju þurfti mikinn mannafla, ef fullnýta fá skyldi. Þegar mannekla varð hlaut búskap- urinn að dragast saman. Séra Þorsteinn var forn- býll að heyjum og hafði góða forsjá á búi sínu. Á hörðu og köldu vori, þegar að þrengdi, leituðu margir utan úr þorpunum og nágrenni þeirra til bóndans í Vatns- firði til þess að fá búi sínu borgið. Var þá vel við brugð- izt cg sköruleg úrlausn veitt.“

x

Vesturland

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vesturland
https://timarit.is/publication/633

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.