Vesturland

Árgangur

Vesturland - 03.06.1976, Blaðsíða 5

Vesturland - 03.06.1976, Blaðsíða 5
5 Sjómannadaguriirai var fyrst hátíðlegur 'haldinn í Bol- ungarvik 29. maí 1939, er var 2. dagur hvítasuinnu. Vafalaust hefur það fljótt komið til tals að halda hér hátíðlegan sjómannadag, eftir að sá siður var upp tekinn sunnanlands og víðar, — og árið 1938 fcomu 12 bolvízkir sjómenn saman til þess að ræða um stofnun Sjómanna- dags. Var þar einróma sam- þykkt að vinna að því að halda hátíðlegan sjómanna- dag á komandi vori. Þeir sem frumkvæðið áttu að þessum fundi, voiru Krist- ján Þ. Kristjánsison og Óskar Halldórsson, en auk þeirra mættu á þessum fyrsta sjó- mannadagsfundi í Bolungar- vík eftirtalidir sjómenn: Gisli Hjaltason, Gísli Kristjánsson,, Sigurður E. Friðrifcsson, Finnbogi Bernódusson, Bjarni H. Jónisson, Jón Kr. Guðna- son, Ólafur Pétursson, Guð- rnundur Halldórsson, Jón Tímótheusson og Salómon Kristjánsson. Komu þeir tólfmenningarn- ir isér saman -um að vinna all- ir d sameiningu að undirbún- ingi hátíðahaldanna og kusu Gísla Hjaltason formann nefndarinnar. Héldu þeir með sér nofcfcra fundi, og um vorið, hinn 29. maí, var fyrsti Sjómannadagurinin í Bol- ungarvífc hátíðlegur haldinn, svo sem fyrr segir. Þessi fyrsti Sjómannadagur Bolvíkiinga hófst með því, að sjómenn gengu fylktu liði til Hólsfcirkju og hlýddu á pre- difcun hjá sóknarprestinum síra Páli Sigurðssyni. Var síðan aftur gengið fylfctu liði frá kirkju, en um kvöldið var skemmtun í I.O.G.T.-hús- inu. Skemmtumna setti Finn- bogi Bernódusson og Karla- kór Bcl'ungarvíkur söng undir stjórn Páis Sigurðssonar, en síðan var dans stiginn fram undir morgun. Sú tilhögun var upp tekin, strax eftir fyrsta Sjómanna- daginn, að kjósa nefnd ti'l að annast hátíðahöldin næsta ár á eftir. Komu þá saman til fundar þeir, er fyrir deginum höfðu staðið, og busu eftir- menn sína. Jónas Halldórsson var kos- inn formaður sjómannadags- nefndar, er kosin var 1939 til þess að annast hátíðahöldin 1940, en meðnefndarmenn hans voru 11, þar af margir þeir sömu, er sæti áttu í fyrstu sjómannadagsnefnd- inni. Að iþessu sinmi var Sjó- mannadagurinn haldinn 2. júní, og síðan hefur hann alltaf verið haldinn fyrsta sunnudaginn í júní, þegar því hefur verið við komið, eins fram kappróður mi'lli for- manna og háseta. Róið var á tveim fjögra manna förum, en þar eð bátarmir voru ekfci nákvæmlega jafn stórir, var róið tvisivar, þannig að bæði liðin réru báSurn bátunum, cg síöan takið meðaltal af róðratíma þairra. Reyndist tími þeirra svo jafn, að hvor- ugum var dæmdur sigur. Að kappróðrinum tofcnum var stakkasund. Var synt itm 45 metra vegalengd við brim- brjótihn. Þátttakendur vcru 6 að tölm. Þetta fyrsta stakka- sund vann Bergur Kristjáns- son, er synti vegalengdina á Sjómannadagurinn í Bolungorvík Geir Guðmundsson formuður: Pétur Ólafsson og Guðmundur Ásgeirsson, með heiðursverð- laun Sjómannadagsins. og alllsstaðar annarsstaðar á landinu. Skemmtiatriði dagsins voru nú fleiri og fjölbreyttari en árið áður, en útiskemmtun var þó engin, fremur en þá. Kvöldskemmtun var sem fyrr í I.O.G.T.-húsiruu. Vor-u þar filutt 3 erindi, af þeim Steini Emiilssyni, kennara, Sveini Halildórssyni, skóla- stjóra og Ágúst Vigfússyni, keinnara. Gísli Kristjánsson, nú Sundhallarforstjóri á ísa- firðii, söng einsöng og toks var dansað fram eftir nóttu. Á þriðja Sjómannadeginum 1941, var í fyrsta sinn úti- skemmtun um daginn, auk fjölbreyttrar innis'kemmtunar og dansleifcs um kvölidið. Dag- urinn hófst að venju á því, að sjómenn gengu í fylkingu til kirkju og hlýddu á rnessu hjá síra Páli. Kl. 1 e.h. var 52,5 sek., en næstur honum varð Guðmundur Rósmunds- son á 1 mín. 1 sek. Hlaut Bergur silfurnælu að verð- launum, en Guðmundur áletr- aðan pening. Næst var svo reipitog milli skemmtun í I.O.G.T.-húsinu og var þar margt til skemmt- unar, erindi, upplestur, ein- söngur o.fl., og að sjálfsögðu dansleikur að lokum, er stóð til kl. 5 næsta morgunn. Þennan þriðja Sjómanna- dag í Bolungarvík sóttu bæði Á leið til sjómannamessu. Ásgeir Guðmundsson með beitingarverðlaiun ajíti. svo skemmtun sett við brim- brjótinn af Finnboga Guð- formanna og háseta, og unnu mundssyni. Að þvi búnu fór hinir síðarnefndu. Að lokum fór svo fram kappbeitimg og voru keppendur 13. Hlut- skarpastur varð Halldór G. Halldórsson og var tími hans 8 mín. 35 sek. — Að kapp- beitimgunni tokinni fór fram afhending verðlauna. — Einar Guðfiinnsson, útgerðarmaður cg Bjarni Eiríksison, kaup- maður, höfðu gefið Sjómanna- deginum 2 veglega verðlauna- gripi, er nú var keppt um í fyrsta skipti. Var það kapp- róðrarvitinn, silfurviti, mjög haglega gerður, er vera skal kappróðrarverðlaun sjómanna og vinnst hann ekki til eign- ar, — og siitfurlóðarbali, verðlaun í beitingarkeppni, er vinnst ti'l eignar, ef sami maiður vinnur hann þrisivar í röð eða alils fimm sinmum. í þetta 'steipti var róið á skekktum eins og áður og var svo gert allt til ársins 1948, en það ár var fyrst róið tveim nýjum kappróðrarbátum, ,,Ægi” og „Rán”, er Eimar Guðfinnssion gaf Sjómanna- degiinum á fimmtugs afmæli sínu. Um kvöldið var svo Álftfirðingar og Hnífsd.ingar komu bátar með fólk frá báð- um stöðunum og var hér fjöl- menni mikið þann dag. Hér hefur verið sagt all ítarlega frá þriðja Sjómanna- degi Bolvíkinga, árið 1941, en segja má að síðan hafi hátíða- höld dagsins verið með svip- uðu sniði. Hátíðahöldin hefj- ast hér að öllm jöfnu kl. 10 árd. með hópgöngu til kirfcju. Þegar messu er lokið er hald- ið í kirkjugarð og lagður blómsveigur á minnisvarða þeirra, er fórust með m.b. Baldri (sjá síðar). Þar er minnst allra sjómanna er lát- ist hafa. Um kl. 1 e.h. hefst svo kappróður, kappbeiting, reiptog, 'hlaup og margt fleira. Þá hafa bátarnir nokkrum sinnum farið með börn og aðra gesti í skemmti- siglimgu. Það var siður á fyrstu árum Sjómannadagsins að all'ir bátamir fáru snemma morguns í hópsiglingu og máttu þá þeir koma með er vildu. Hér í Bolungarvik hefiur alitaf verið kvöld- skemmtun og dans. Eins og fyrr segir varð Halldór G. Halildórssion hlut- skarpastur í kappbeitingunni, þegar hún var háð árið 1941, og hélt hann meti sínu, 8 mín. 35 sek., allt til ársins 1956, en þá varð Sigurjón Sveinbjörnsison sigurvegari í beitingakeppninni og var tími hans 8 mín 34,7 sek. Næsta ár var hann einnig sigurveg- ari á 8 mín, 17,4 sek. og er það bezti tími, sem hér hefur náðst í kappbeitingu. Árið 1954 var silfurlóðar- balinn, sem keppt hafði verið um í beiti-ngu frá 1941, af- hentur Ásgeiri Guðmimdsisyni til eignar, en hann hafði þá unnið balann 5 sinnum, en þó ekfci í röð. Sama ár gáfu þeir Einar Guðfinnsson og Bjarni Eríksson aftur nýjan verðlaunagrip fyrir kappbeit- ingu, silfurbikar, sem ennþá er keppt um. Auk þeirra verðlaunagripa, sem áður er getið, gaf Morgunblaðið verðlaunabikar fyrir kvenna- sveitir í kappróðri og íshús- félag Bolungarvíkur h/f hef- ur gefið bikar, sem keppt er um af svei.tum úr l&ndi (öðr- um en sjómönnum). Eru þetta hinir fegurstu gripir, hvortveggja farandbikarar. Þá er og öll áhöfn þess báts er vinnur kappróður sjó- manna, sæmd silfurpeningum hverju sinni. í beitingakeppn- inni eru einnig veitt 2. og3. verðlaun, áletraðir silfurpen- ingar. Fyrstu árin, eða frá 1939 til 1944 kaus fráfarandi sjó- mannadagsnefnd eftirmenn sína, eins og áður hefiur verið sagt, er annast sfcyldu undir- búning hátíðahaldanna á næsta ári. En 2. apríl 1945 héldu sjómenn rneð sér fund í bamaskólanum, til þess að ræða stofnun félags, er hafa skyldi það markmið að ann- ast hátíðahöld sjómanna ár hvert, og var á þeim fundi samþykkt svohljóðandi til- laga: FramhaSld á 12. siíðu.

x

Vesturland

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vesturland
https://timarit.is/publication/633

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.