Bjarmi

Árgangur

Bjarmi - 01.06.2003, Blaðsíða 10

Bjarmi - 01.06.2003, Blaðsíða 10
Agnes Eiríksdóttir, flugfreyja Konur eru verkfæri sem Guð nær að nota á sérstakan hátt Viðtal við Eddu Matthíasdóttur Swan Ég hitti Eddu M. Swan fyrst fyrir rúmum 17 árum og síðan hafa leiðir okkar legið saman í gegn- um kristið starf og samfélag. Eftir því sem ég hef kynnst Eddu meira, hef ég sannfærst betur um það aö þar fer kona sem er heilshugar í trúnni á Jesú Krist og að hún er stólpi í guösríki sem viö, sem viljum fylgja Jesú, getum öll lært mikiö af. Það var því með ánægju sem ég tók þvi boði aö fá að kynna hana örlítið fyrir lesendum Bjarma. Okkur langar til þess að leyfa ykkur að kynnast Eddu sjálfri örlítiö nánar og þátttöku hennar i kristilegu starfi, fyrr og nú. Meö þetta fyr- ir augum heimsótti ég Eddu kvöld eitt í lok apríl. Á þessari heigi kynnist ég því í fyrsta skipti að Jesús Kristur er lifandi sonur Guðs og að ég get haft per- sónulegt samfélag við hann. Edda, mig langar til að biðja þig um að byrja kannski á þvi að segja okkur frá því hvernig þú komst til trúar. Ég miða yfirleitt við það þegar ég fór á lútherska hjónahelgi. Samt álít ég að Guð hafi verið búinn að vera meö hönd sína á mér þó ég hafi ekki heyrt kall hans eða brugðist við því. Ég er alin upp á Selfossi og sótti þar sunnudaga- skóla. A táningsárunum má segja að trúin hafi verið mér fjarlæg, en þegar ég var 16 ára fór ég sem skiptinemi til Bandaríkjanna á veg- um Þjóökirkjunnar. Þarátti ég að vera virk í kirkjustarfi, og kirkjan bar í raun og veru ábyrgð á mér sem skiptinema. Hjónin sem ég bjó hjá voru í meþódistakirkju og ég sótti reglulega kirkju meö þeim á sunnudögum og svo tók ég einnig þátt í starfi unglingahópsins í kirkj- unni. Þarna kynntist ég einhverju öðru en þessu venjulega þjóð- kirkjustarfi hér heima og komst í kynni við lifandi trúaða unglinga. Hópur unglinga frá samtökunum „Campus Crusade for Christ" kom í kirkjuna og þau gáfu mér lítinn bækling, sem ég á enn í dag. í honum var frelsisverk Jesú útskýrt og hann endaði meö bæn, sem ég fór meö. Fjölskyldunni sem ég bjó hjá þótti nóg um, þannig að það varö ekkert meira úr þessu hjá mér. Ég kom síðan heim eftir áriö sem skiptinemi, en síöan gifti ég mig og flutti til Bandarikjanna. Tiltölulega fljótlega byrjuöum við að sækja kirkju reglulega þar og eftir aö dætur okkar tvær fæddust, sóttum við kirkjuna mjög stift og þær tóku þátt i því barnastarfi sem þar var. Þetta varþá aðdragandinn? Já, í nóvember 1983 flytjum við til íslands, og í nóvember 1985 förum við síðan á hjóna- helgina. Það er dálítið merkilegt hvernig það geröist. Guð var þar að verki. Við vorum búin að þekk- ja til hjónahelgastarfsins í mörg ár á meðan við bjuggum í Bandaríkj- unum, bæði á meðal meþódista og kaþólikka. Vinir okkar höfðu reynt að fá okkur með á svona helgi, en við vorum bæði svo þver. Seinnipart sumars eða í byrjun hausts vorum viö í Hveragerði í heimsókn hjá æskuvinkonu minni, Hrefnu Brynju og manni hennar, Snorra Óskarssyni, þar sem þau voru stödd hjá foreldrum hennar. Þegar viö erum aö fara út úr dyr- unum og erum aö kveðja þau, segir Hrefna: „Vitiö þiö hvert viö erum að fara i nóvember?" „Nei", sagöi ég, „hvert eruð þið að fara?" „Við erum að fara á eitthvað, sem heitir Marriage encounter helgi", segir hún. Við Ed horfðum hvort á annað og fórum bæði aö skelli- hlæja. Þau urðu náttúrulega mjög hissa og við Ed komum hvort öðru algjörlega á óvart þarna, þvi á sömu stundu sögðum viö bæði, „getum við fengið að koma líka." Þetta var mjög sérstakt. Þetta var önnur lútherska hjónahelgin hér á landi. Á þessari helgi kynnist ég því í fyrsta skipti að Jesús Kristur er lifandi sonur Guðs og að ég get haft persónulegt samfélag við hann. Ég fékk þarna að upplifa aö honum þykirvænt um mig og ekki bara um mig, heldur þykir honum 10

x

Bjarmi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bjarmi
https://timarit.is/publication/379

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.