Bjarmi

Árgangur

Bjarmi - 01.06.2003, Blaðsíða 16

Bjarmi - 01.06.2003, Blaðsíða 16
Sr. Ólafur Jóhannsson, sdknarprestur í Grensáskirkju í Reykjavík 2. boðorðið: „Þú skalt ekki leggja nafn Drottins Guðs þíns við hégóma.“ Þannig hljóöar annað boðoröiö en hvað merkir það? Hvað er að leggja eitthvaö við hégóma? Augljóslega felur það í sér að tengja það einhverju ómerkilegu. Að leggja nafn Guðs viö hégóma er að nota það án þess aö vera aö tala um Guð eða viö Guð, hafa þaö eins og lepp eða dulu sem notað er án þeirrar viröingar sem hæfir. Algeng dæmi um þetta eru innihaldslausar og hvimleiðar upphrópanir á borö við „Guð minn góður" eöa „Jesús" (á ensku borið fram „Disös'j. Með þeirri notkun á nafni Guðs er gert lítið úr því; það verður ómerkileg uppfylling til aö tjá viöbrögð, algjörlega óháð trú- arvitund okkar. í stað slikra upp- hrópana er hægt aö finna urmul íslenskra orða sem hæfa betur að- stæöum og samhengi - og fela ekki í sér að nota nafn Guðs án þess að meina neitt með því. Trúaðir Gyðingar hafa stundum verið svo mikið á varðbergi gagn- vart hættunni aö leggja nafn Guös viö hégóma að þeir hafa frekar kosið aö nefna það alls ekki og setja annað orð í staðinn þar sem nafn Guðs kemur fyrir í heilögum ritningum þeirra. Við sem erum kristin trúum því að okkur sé óhætt aö ákalla Guð og nefna hann þegar viö tölum viö hann í bæn og eins þegar við segjum öðrum frá dýrö hans og dásemdarverkum. Hins vegar skyldum við fara afar varlega í að kalla Guð til vitnis eða sverja viö nafn hans. Lif þarf að liggja viö til þess að það sé réttlætanlegt. Vissulega er það líka brot á þessu boðorði aö bölva og ragna. Með því áköllum við óvininn, Sat- an; gefum honum þann sess sem Guði einum ber. Þá leggjum við nafn Guðs við hégóma á þann hátt að við gerum óvininn jafnan honum sem einum ber ákall og tilbeiðsla. Þar fyrir utan eru blóts- yröi merki um málfátækt og geta verið afar þreytandi fyrir þann sem á hlýðir. Boðorðin standa í 20. kafla II. Mósebókar. Flest standa þau eins og við höfum lært þau, án frekari útskýringa eða viöbóta. Annað boðorðið er undantekning frá þessari meginreglu. I heild er II.Mós. 20:7 á þessa leið: „Þú skalt ekki leggja nafn Drottins Guös þíns við hégóma, því að Drottinn mun ekki láta þeim > > 16

x

Bjarmi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bjarmi
https://timarit.is/publication/379

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.